Heimir vill finna óþokka Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2024 13:31 Heimir Hallgrímsson og Jim Crawford, þjálfari U21-landsliðs Írlands, skellihlæjandi á leik í írsku úrvalsdeildinni. Það gefur góð fyrirheit fyrir samvinnu þeirra. Getty/Seb Daly Heimir Hallgrímsson hitti stuðningsmenn írska landsliðsins í fótbolta í gærkvöld og svaraði ýmsum spurningum þeirra sem vildu kynnast nýja landsliðsþjálfaranum. Þar kom meðal annars fram að Heimir teldi leikmenn írska liðsins hugsanlega of vingjarnlega náunga. Heimir tók við írska landsliðinu í sumar og er óhræddur við að viðurkenna að hann þurfi tíma til að kynna sér alla þá sem koma til greina í landsliðshóp hans. Þess vegna lagði Heimir ríka áherslu á að halda John O‘Shea, fyrrverandi leikmanni Manchester United, í þjálfarateyminu. O‘Shea stýrði Írlandi í fjórum síðustu leikjum eftir að Stephen Kenny var kvaddur í lok síðasta árs, og fær ásamt Paddy McCarthy að ráða miklu um fyrsta landsliðshóp Heimis. Óhræddur við að læra af O'Shea „Ég er ekki hræddur við það þegar menn vita meira en ég, að vinna með þeim og læra af þeim sem manneskja og þjálfari. Hann [O‘Shea] er svo sannarlega einn af þeim,“ sagði Heimir við 150 stuðningsmenn sem mættir voru til fundar með honum. Íris Sæmundsdóttir og Heimir Hallgrímsson á leik Írlands og Frakklands í undankeppni EM. Hjónin eru enn í húsnæðisleit á Írlandi, samkvæmt írskum miðlum.Getty/Stephen McCarthy „Hann [O‘Shea] þekkir leikmennina og menninguna, og er mjög annt um þjóð sína. Svo ég er virkilega heppinn að hafa hann með mér,“ sagði Heimir. Fyrsti leikurinn undir stjórn Heimis verður gegn Englandi í Dublin 7. september og kvaðst Heimir á fundinum í gær staðráðinn í að halda 100% sigurhlutfalli sínu gegn Englandi, eftir sigurinn frækna á EM 2016. Írski hópurinn minnir á þann íslenska „Ég held að á margan hátt þá svipi Írlandi til Íslands, varðandi það að við eigum ekki marga leikmenn sem spila á hæsta stigi í Meistaradeildinni. Það eru því engar stórstjörnur. Þetta snýst um að hópurinn vinni leiki, ekki einstaklingar,“ sagði Heimir og uppskar svo hlátur við næstu ummæli sín: „Miðað við fyrstu kynni þá eru leikmennirnir mjög góðir liðsmenn, virkilega góðir karakterar, og kannski aðeins of vinalegir. Stundum þarftu að hafa óþokka (e. bastard) í liðinu þínu. Ég er að leita að honum. Kannski getum við þróað hann.“ Heimir Hallgrímsson með Ara Frey Skúlason á herðunum eftir sigurinn frækna gegn Englandi á EM 2016. Fyrsti leikur Heimis sem þjálfari Írlands er gegn Englandi.Getty/Jan Kruger Heimir var einnig spurður út í hugmyndir sínar um eins konar B-landslið Írlands sem gæti spilað vináttulandsleiki yfir háveturinn, líkt og Ísland og Jamaíka gerðu, í von um að úr því kæmu 1-2 leikmenn sem ættu heima í A-landsliðinu. Hann viðurkenndi hins vegar að þessu fylgdi kostnaður og að með þessu minnkaði á vissan hátt vægi þess að hafa spilað landsleik, þegar að leikmenn sem aldrei kæmust í A-landsliðið ættu samt landsleiki í sinni ferilskrá. Varðandi stórleikinn við England svaraði Heimir: „Ég held að líkurnar séu með Englandi. Það er ekki skrýtið því enska liðið er það næstbesta í Evrópu í augnablikinu. Sigurhlutfallið þeirra er ótrúlegt. Auðvitað eru þeir sigurstranglegri en það er ástæða fyrir því að þessi íþrótt er svona vinsæl. Það er alltaf möguleiki á óvæntum úrslitum. Ef maður undirbýr sig og skipuleggur sig þá getur maður alltaf unnið. Það gerum við vonandi gegn Englandi.“ Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Fótbolti Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að Liverpool þurfi að spila besta leik tímabilsins til slá PSG út Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Ætla að vera fyrst til að græða pening á kvennamóti Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Fauk í leikmenn vegna fána Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Sjá meira
Heimir tók við írska landsliðinu í sumar og er óhræddur við að viðurkenna að hann þurfi tíma til að kynna sér alla þá sem koma til greina í landsliðshóp hans. Þess vegna lagði Heimir ríka áherslu á að halda John O‘Shea, fyrrverandi leikmanni Manchester United, í þjálfarateyminu. O‘Shea stýrði Írlandi í fjórum síðustu leikjum eftir að Stephen Kenny var kvaddur í lok síðasta árs, og fær ásamt Paddy McCarthy að ráða miklu um fyrsta landsliðshóp Heimis. Óhræddur við að læra af O'Shea „Ég er ekki hræddur við það þegar menn vita meira en ég, að vinna með þeim og læra af þeim sem manneskja og þjálfari. Hann [O‘Shea] er svo sannarlega einn af þeim,“ sagði Heimir við 150 stuðningsmenn sem mættir voru til fundar með honum. Íris Sæmundsdóttir og Heimir Hallgrímsson á leik Írlands og Frakklands í undankeppni EM. Hjónin eru enn í húsnæðisleit á Írlandi, samkvæmt írskum miðlum.Getty/Stephen McCarthy „Hann [O‘Shea] þekkir leikmennina og menninguna, og er mjög annt um þjóð sína. Svo ég er virkilega heppinn að hafa hann með mér,“ sagði Heimir. Fyrsti leikurinn undir stjórn Heimis verður gegn Englandi í Dublin 7. september og kvaðst Heimir á fundinum í gær staðráðinn í að halda 100% sigurhlutfalli sínu gegn Englandi, eftir sigurinn frækna á EM 2016. Írski hópurinn minnir á þann íslenska „Ég held að á margan hátt þá svipi Írlandi til Íslands, varðandi það að við eigum ekki marga leikmenn sem spila á hæsta stigi í Meistaradeildinni. Það eru því engar stórstjörnur. Þetta snýst um að hópurinn vinni leiki, ekki einstaklingar,“ sagði Heimir og uppskar svo hlátur við næstu ummæli sín: „Miðað við fyrstu kynni þá eru leikmennirnir mjög góðir liðsmenn, virkilega góðir karakterar, og kannski aðeins of vinalegir. Stundum þarftu að hafa óþokka (e. bastard) í liðinu þínu. Ég er að leita að honum. Kannski getum við þróað hann.“ Heimir Hallgrímsson með Ara Frey Skúlason á herðunum eftir sigurinn frækna gegn Englandi á EM 2016. Fyrsti leikur Heimis sem þjálfari Írlands er gegn Englandi.Getty/Jan Kruger Heimir var einnig spurður út í hugmyndir sínar um eins konar B-landslið Írlands sem gæti spilað vináttulandsleiki yfir háveturinn, líkt og Ísland og Jamaíka gerðu, í von um að úr því kæmu 1-2 leikmenn sem ættu heima í A-landsliðinu. Hann viðurkenndi hins vegar að þessu fylgdi kostnaður og að með þessu minnkaði á vissan hátt vægi þess að hafa spilað landsleik, þegar að leikmenn sem aldrei kæmust í A-landsliðið ættu samt landsleiki í sinni ferilskrá. Varðandi stórleikinn við England svaraði Heimir: „Ég held að líkurnar séu með Englandi. Það er ekki skrýtið því enska liðið er það næstbesta í Evrópu í augnablikinu. Sigurhlutfallið þeirra er ótrúlegt. Auðvitað eru þeir sigurstranglegri en það er ástæða fyrir því að þessi íþrótt er svona vinsæl. Það er alltaf möguleiki á óvæntum úrslitum. Ef maður undirbýr sig og skipuleggur sig þá getur maður alltaf unnið. Það gerum við vonandi gegn Englandi.“
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Fótbolti Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að Liverpool þurfi að spila besta leik tímabilsins til slá PSG út Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Ætla að vera fyrst til að græða pening á kvennamóti Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Fauk í leikmenn vegna fána Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Sjá meira