Prís hrærir í pottinum: „Ekkert of langt gengið að kalla þetta verðstríð“ Eiður Þór Árnason skrifar 22. ágúst 2024 17:09 Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ. Vísir/Arnar Lágvöruverðsverslunin Prís hefur hrist upp í markaðnum og mælist oftast með lægra vöruverð en Bónus. Af um 280 vörum sem Verðlagseftirlit ASÍ skoðaði í dag voru um 200 ódýrari í Prís. Verkefnastjóri segir víxlverkandi verðlækkanir hafa sést eftir að Prís opnaði um síðustu helgi með það yfirlýsta markmið að vera ódýrasta verslunin á markaði. Þá hafi Krónan einnig brugðist við með því að lækka verð sín. Hefðu mátt lækka fyrr „Bónus hefur greinilega haft pláss til þess að lækka hjá sér. Það er gleðilegt að þeir séu að því en það hefði mátt gerast fyrr. Það er gaman að sjá að það er kapp hlaupið í dagvörumarkaðinn, tími til kominn,“ segir Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ. Verðkönnun dagsins sýni að sjötta hver vara sé á tíu prósenta lægra verði í Prís samanborið við Bónus og meira en þriðjungur sé með yfir fimm prósenta verðmun. Á sama tíma sé verð í Krónunni einni krónu hærra en í Bónus í þremur af hverjum fjórum tilfellum. „Það er eins og það sé búið að hræra í pottinum. Það er loksins einhver hreyfing. Það er ekkert of langt gengið að kalla þetta verðstríð en í mörgum tilfellum er verið að keppast bara um að vera krónu undir, þannig að það er alveg svolítið um það. Það er kannski þar sem hreyfingin er tíðust,“ segir Benjamín. Mikill munur á sumum vörum Mun meiri munur er á vissum vörum í Prís og Bónus og nefnir Benjamín til dæmis Myllu Heimilisbrauð og Lífskornabrauð, lifrarpylsu í sneiðum og Kúlusúkk. Samkvæmt nýjustu skráningum í gagnagrunni verðlagseftirlitsins kostar heilt Myllu Heimilisbrauð 299 krónur í Prís en 569 krónur í Bónus. SS soðin lifrarpylsa 160 grömm kostar 265 í Prís en 329 í Bónus og Sambó Kúlusúkk 449 krónur í Prís og 549 krónur í Bónus. Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóra Prís. Prís er fyrsti nýi aðilinn á lágvöruverðsmarkað í meira en tvo áratugi.Aðsend Benjamín segir að verðhreyfingin sé kvik og verslanir bregðist oft við samdægurs. „Kappið er enn þá í gangi það eru tíðindin. Í einhverjum tilfellum er verið að keppa krónu fyrir krónu og í einhverjum tilfellum tugi króna í einu og það er alveg alvöru lækkun að eiga sér stað á einhverjum vörum.“ Verðlagseftirlit ASÍ muni fylgjast náið með þróuninni næstu daga og vikur. „Hvort ástandið haldist, hvort það komi eitthvað nýtt jafnvægi, hvort Prís muni halda sér sem ódýrasta verslunin eða hvort Bónus nái að vinna aftur á.“ Verslun Neytendur Hagar Verðlag Tengdar fréttir Verðlag á matvöru lækkar í fyrsta sinn frá því í mars Verðlag á matvöru hefur lækkað, samkvæmt greiningu verðlagseftirlits ASÍ, í fyrsta sinn frá því að nýir kjarasamningar voru undirritaðir í mars. Þróunin var komin vel á leið fyrir opnun lágvöruverslunarinnar Prís um helgina. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ. 20. ágúst 2024 14:28 Reiknar með því að Bónus sjái Prís sem áskorun Fjöldi fólks lagði leið sína í nýja lágvöruverslun sem opnaði í Kópavogi í dag. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að grannt verði fylgst með Prís, og vonar að aðrar líti á verð hennar sem áskorun. 17. ágúst 2024 19:22 Lágvöruverðsverslunin Prís opnar í dag Prís, ný lágvöruverðsverslun, opnaði í dag á Smáratorgi 3 í turninum. Prís er fyrsti nýi aðilinn til að koma inn á lágvöruverðsmarkað í 24 ár. 17. ágúst 2024 11:48 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Sjá meira
Verkefnastjóri segir víxlverkandi verðlækkanir hafa sést eftir að Prís opnaði um síðustu helgi með það yfirlýsta markmið að vera ódýrasta verslunin á markaði. Þá hafi Krónan einnig brugðist við með því að lækka verð sín. Hefðu mátt lækka fyrr „Bónus hefur greinilega haft pláss til þess að lækka hjá sér. Það er gleðilegt að þeir séu að því en það hefði mátt gerast fyrr. Það er gaman að sjá að það er kapp hlaupið í dagvörumarkaðinn, tími til kominn,“ segir Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ. Verðkönnun dagsins sýni að sjötta hver vara sé á tíu prósenta lægra verði í Prís samanborið við Bónus og meira en þriðjungur sé með yfir fimm prósenta verðmun. Á sama tíma sé verð í Krónunni einni krónu hærra en í Bónus í þremur af hverjum fjórum tilfellum. „Það er eins og það sé búið að hræra í pottinum. Það er loksins einhver hreyfing. Það er ekkert of langt gengið að kalla þetta verðstríð en í mörgum tilfellum er verið að keppast bara um að vera krónu undir, þannig að það er alveg svolítið um það. Það er kannski þar sem hreyfingin er tíðust,“ segir Benjamín. Mikill munur á sumum vörum Mun meiri munur er á vissum vörum í Prís og Bónus og nefnir Benjamín til dæmis Myllu Heimilisbrauð og Lífskornabrauð, lifrarpylsu í sneiðum og Kúlusúkk. Samkvæmt nýjustu skráningum í gagnagrunni verðlagseftirlitsins kostar heilt Myllu Heimilisbrauð 299 krónur í Prís en 569 krónur í Bónus. SS soðin lifrarpylsa 160 grömm kostar 265 í Prís en 329 í Bónus og Sambó Kúlusúkk 449 krónur í Prís og 549 krónur í Bónus. Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóra Prís. Prís er fyrsti nýi aðilinn á lágvöruverðsmarkað í meira en tvo áratugi.Aðsend Benjamín segir að verðhreyfingin sé kvik og verslanir bregðist oft við samdægurs. „Kappið er enn þá í gangi það eru tíðindin. Í einhverjum tilfellum er verið að keppa krónu fyrir krónu og í einhverjum tilfellum tugi króna í einu og það er alveg alvöru lækkun að eiga sér stað á einhverjum vörum.“ Verðlagseftirlit ASÍ muni fylgjast náið með þróuninni næstu daga og vikur. „Hvort ástandið haldist, hvort það komi eitthvað nýtt jafnvægi, hvort Prís muni halda sér sem ódýrasta verslunin eða hvort Bónus nái að vinna aftur á.“
Verslun Neytendur Hagar Verðlag Tengdar fréttir Verðlag á matvöru lækkar í fyrsta sinn frá því í mars Verðlag á matvöru hefur lækkað, samkvæmt greiningu verðlagseftirlits ASÍ, í fyrsta sinn frá því að nýir kjarasamningar voru undirritaðir í mars. Þróunin var komin vel á leið fyrir opnun lágvöruverslunarinnar Prís um helgina. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ. 20. ágúst 2024 14:28 Reiknar með því að Bónus sjái Prís sem áskorun Fjöldi fólks lagði leið sína í nýja lágvöruverslun sem opnaði í Kópavogi í dag. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að grannt verði fylgst með Prís, og vonar að aðrar líti á verð hennar sem áskorun. 17. ágúst 2024 19:22 Lágvöruverðsverslunin Prís opnar í dag Prís, ný lágvöruverðsverslun, opnaði í dag á Smáratorgi 3 í turninum. Prís er fyrsti nýi aðilinn til að koma inn á lágvöruverðsmarkað í 24 ár. 17. ágúst 2024 11:48 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Sjá meira
Verðlag á matvöru lækkar í fyrsta sinn frá því í mars Verðlag á matvöru hefur lækkað, samkvæmt greiningu verðlagseftirlits ASÍ, í fyrsta sinn frá því að nýir kjarasamningar voru undirritaðir í mars. Þróunin var komin vel á leið fyrir opnun lágvöruverslunarinnar Prís um helgina. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ. 20. ágúst 2024 14:28
Reiknar með því að Bónus sjái Prís sem áskorun Fjöldi fólks lagði leið sína í nýja lágvöruverslun sem opnaði í Kópavogi í dag. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að grannt verði fylgst með Prís, og vonar að aðrar líti á verð hennar sem áskorun. 17. ágúst 2024 19:22
Lágvöruverðsverslunin Prís opnar í dag Prís, ný lágvöruverðsverslun, opnaði í dag á Smáratorgi 3 í turninum. Prís er fyrsti nýi aðilinn til að koma inn á lágvöruverðsmarkað í 24 ár. 17. ágúst 2024 11:48