Innlent

Vaktin: Eld­gos hafið

Lovísa Arnardóttir, Eiður Þór Árnason og Kjartan Kjartansson skrifa
Drónamynd tekin rétt eftir klukkan 23 við Arnarsetur.
Drónamynd tekin rétt eftir klukkan 23 við Arnarsetur. Vísir/Vilhelm

Eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni klukkan 21:26 í kvöld. Öflug jarðskjálftahrina hófst klukkan 20:48. Stuttu eftir að fyrstu merki sáust um kvikuhlaup eða eldgos hófst rýming í Grindavík, Svartsengi og við Bláa lónið. Rýmingu var lokið um 40 mínútum síðar.

Hraunsprungan var tæpir fjórir kílómetrar að lengd þegar vísindamenn flugu yfir gosstöðvarnar í kvöld. Enn er nokkur skjálftavirkni og mældist skjálfti að stærð 4,1 norður af Stóra-Skógfelli um klukkan 22:37. Skjálftinn er sá stærsti sem hefur mælst frá því í desember.

Öll nýjustu tíðindi má sjá í vaktinni hér að neðan. Endurhlaðið síðunni ef vaktin birtist ekki strax.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×