Innlent

Vaktin: Eld­gos hafið

Lovísa Arnardóttir skrifar
Eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni austan við Sýlingafell kl. 21:26.
Eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni austan við Sýlingafell kl. 21:26. Vísir/Vilhelm

Eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni klukkan 21:26 í kvöld. Öflug jarðskjálftahrina hófst klukkan 20:48. Stuttu eftir að fyrstu merki sáust um kvikuhlaup eða eldgos hófst rýming í Grindavík, Svartsengi og við Bláa lónið. Rýmingu var lokið um 40 mínútum síðar.

Hraunsprungan er um tveimur tímum eftir að eldgosið hófst tæpir fjórir kílómetrar. Enn er nokkur skjálftavirkni og mældist skjálfti að stærð 4,1 norður af Stóra-Skógfelli um klukkan 22:37. Skjálftinn er sá stærsti sem hefur mælst frá því í desember.

Öll nýjustu tíðindi má sjá í vaktinni hér að neðan. Endurhlaðið síðunni ef vaktin birtist ekki strax.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×