Innlent

Um 1.300 manns í og við Bláa lónið þegar gosið hófst

Atli Ísleifsson skrifar
Um fjörutíu mínútur tók að rýma Bláa lónið í kvöld.
Um fjörutíu mínútur tók að rýma Bláa lónið í kvöld. Vísir/Vilhelm

Um 1.300 manns, bæði gestir og starfsfólk, voru í Bláa lóninu við Svartsengi í kvöld þegar rýming hófst vegna eldgossins sem hófst við Sýlingarfell á tíunda tímanum í kvöld. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bláa lóninu þar sem fram kemur að búið sé að rýma öll athafnarsvæði félagsins.

„Áætlað að um 1.300 manns, gestir og starfsfólk, hafi verið við starfsstöðvar félagsins í Svartsengi á þeim tíma er rýmingin hófst.

Það tók um 40 mínútur að rýma athafnasvæðin.

Rýmingin gekk vel og eru gestir komnir á leiðarenda eða á leið á önnur hótel og starfsmenn til síns heima.

Við viljum þakka gestum góðan skilning, starfsmönnum fagleg vinnubrögð og viðbragðsaðilum gott samstarf.

Allar starfsstöðvar Bláa Lónsins í Svartsengi og í Grindavík verða lokaðar á morgun, föstudag. Frekari upplýsingar verða veittar eftir því sem líður á morgundaginn,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Vaktin: Eldgos hafið

Eldgos er hafið á Sundhnúksgígaröðinni. Gos hófst kl. 21:26 en öflug jarðskjálftahrina hófst kl. 20:48. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að einnig hafi sést breytingar í aflögun og þrýstingsbreytingar í borholum. Þyrla Landhelgisgæslunnar fer í loftið bráðlega.

Neyðar­stigi al­manna­varna lýst yfir

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Suðurnesjum ákveðið að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna vegna eldgossins sem hófst á tíunda tímanum í kvöld, við Sundhnúkagíga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×