Teygir sig frá Grindavík ólíkt fyrri gosum Kjartan Kjartansson skrifar 22. ágúst 2024 22:27 Björgunarsveitarmenn við lokunarpóst við Grindavíkurveg í kvöld. Vísir/Vilhelm Gossprungan sem opnaðist á Sundhnúksgígaröðinni í kvöld teygir sig nú lengra til norðurs en suðurs og frá Grindavík, ólíkt fyrri gosum. Hraun rennur hratt og er byrjað að nálgast Grindavíkurveg, að sögn náttúruvársérfræðings Veðurstofu Íslands. Eldgosið hófst klukkan 21:26 í kvöld í kjölfar kröftugrar smáskjálftahrinu. Veðurstofan áætlar að sprungan sé nú um 1,4 kílómetra löng. Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir Vísi að jarðskjálftavirknin teygi sig lengra til norðurs en suðurs og frá Grindavík. Í fyrri gosum á þessum slóðum hafi sprungurnar byrjað á þessum stað en síðan teygt sig til suðurs. Það eru mögulega góðar fréttir upp á innviði? „Já, allavegana eins og staðan er núna. Hraunið rennur ansi hratt og það er svona farið að teygja sig ágætlega á milli Sýlingafells og Stóra-Skógfells og farið að styttast svolítið í Grindavíkurveg. Það er svona það sem við erum helst að horfa á núna,“ segir hún. Svipað að stærð og fyrri gos Gosið nú virkar svipað að stærð og fyrri gos. Sigríður Magnea segir jarðskjálftavirkni enn kröftuga en hún hefur yfirleitt minnkað aðeins þegar gos hefur byrjað. „Hún er áfram nokkuð öflug sem getur svo sem passað við að hún sé að færast til norðurs,“ segir hún. Reynslan hefur sýnt að krafturinn er mestur fyrst eftir að gos hefst en síðan dregur úr því og gígar myndast. Sigríður Magnea segir ekkert hægt að segja um hversu lengi gosið gæti staðið núna og langur aðdragandi gefi ekki endilega vísbendingu um það. Gert hefur verið ráð fyrir að gos gæti hafist á hverri stundu í nokkrar vikur. „Þegar gaus fyrst var það mjög öflugt og það stóð í rúman sólarhring eða tvo. Svo fengum við líka ágætisöfluga byrjun núna síðast og það stóð í næstum því mánuð. Þannig að það er bara rosalega erfitt að segja til um það,“ segir hún. Mökkinn leggur frá byggð Hvöss norðanátt er á gosstöðvunum og leggur gosmökkinn til hásuðurs, fjarri byggð. Á morgun er áfram spáð norðanátt. Sigríður Magnea segir að ef hún verði norðvestlæg gæti mengunin stefnt að Þorlákshöfn og Selfossi. „En við verðum að bíða og sjá hvernig því vindur fram.“ Fréttin er í vinnslu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Eldgosið hófst klukkan 21:26 í kvöld í kjölfar kröftugrar smáskjálftahrinu. Veðurstofan áætlar að sprungan sé nú um 1,4 kílómetra löng. Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir Vísi að jarðskjálftavirknin teygi sig lengra til norðurs en suðurs og frá Grindavík. Í fyrri gosum á þessum slóðum hafi sprungurnar byrjað á þessum stað en síðan teygt sig til suðurs. Það eru mögulega góðar fréttir upp á innviði? „Já, allavegana eins og staðan er núna. Hraunið rennur ansi hratt og það er svona farið að teygja sig ágætlega á milli Sýlingafells og Stóra-Skógfells og farið að styttast svolítið í Grindavíkurveg. Það er svona það sem við erum helst að horfa á núna,“ segir hún. Svipað að stærð og fyrri gos Gosið nú virkar svipað að stærð og fyrri gos. Sigríður Magnea segir jarðskjálftavirkni enn kröftuga en hún hefur yfirleitt minnkað aðeins þegar gos hefur byrjað. „Hún er áfram nokkuð öflug sem getur svo sem passað við að hún sé að færast til norðurs,“ segir hún. Reynslan hefur sýnt að krafturinn er mestur fyrst eftir að gos hefst en síðan dregur úr því og gígar myndast. Sigríður Magnea segir ekkert hægt að segja um hversu lengi gosið gæti staðið núna og langur aðdragandi gefi ekki endilega vísbendingu um það. Gert hefur verið ráð fyrir að gos gæti hafist á hverri stundu í nokkrar vikur. „Þegar gaus fyrst var það mjög öflugt og það stóð í rúman sólarhring eða tvo. Svo fengum við líka ágætisöfluga byrjun núna síðast og það stóð í næstum því mánuð. Þannig að það er bara rosalega erfitt að segja til um það,“ segir hún. Mökkinn leggur frá byggð Hvöss norðanátt er á gosstöðvunum og leggur gosmökkinn til hásuðurs, fjarri byggð. Á morgun er áfram spáð norðanátt. Sigríður Magnea segir að ef hún verði norðvestlæg gæti mengunin stefnt að Þorlákshöfn og Selfossi. „En við verðum að bíða og sjá hvernig því vindur fram.“ Fréttin er í vinnslu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira