Innlent

Vaktin: Dregið úr virkni en gosið ekki náð jafn­vægi

Hólmfríður Gísladóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Björgunarsveitarmenn virða gosið fyrir sér.
Björgunarsveitarmenn virða gosið fyrir sér. Vísir/Vilhelm

Mesta virknin í gosinu er nyrst í eldri sprungunni, segir Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um þróun mála í nótt.

Líkt og áður hefur verið greint frá opnaðist önnur sprunga norður af fyrstu sprungunni en lítil virkni er í henni. Aðalsprungan er fjórir kílómetrar en hin um kílómetri.

Dregið hefur verulega úr skjálftavirkni eftir að gosið hófst.

Sigríður segir lítið um innviði þar sem virknin er mest.

„Hrauntungan sem stefndi á Grindavíkurveg hún stöðvaðist í nótt, hefur ekki hreyfst mikið og er svona 200 til 300 metra frá veginum. Það eru þeir innviðir sem voru í mestri hættu; vegurinn og svo vatnsæðin. Það virðist vera öruggt í bili.“

Það er áfram stíf norðanátt á svæðinu og gasmengunina leggur því beint í suður og Sigríður segist búast við því að það verði óbreytt í dag og fram á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×