Fótbolti

Þórir að fara frá Lecce og lík­lega á leið til Dan­merkur

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Þórir hefur verið leikmaður Lecce síðan 2021, spilað 25 leiki í Serie B og 12 leiki í Serie A.
Þórir hefur verið leikmaður Lecce síðan 2021, spilað 25 leiki í Serie B og 12 leiki í Serie A.

Danska úrvalsdeildarfélagið Viborg hefur lagt fram kauptilboð í Þóri Jóhann Helgason, leikmann Lecce á Ítalíu.

Þórir hefur verið leikmaður Lecce síðan 2021 en eyddi síðasta tímabili á láni hjá Eintracht Braunschweig, sem er sagt vilja ganga frá kaupum á honum líka. Samkeppni er því til staðar um þennan öfluga framsækna miðjumann.

Þórir eyddi síðasta tímabili á láni hjá Eintracht Braunschweig, sem er sagt vilja ganga frá varanlegum kaupum.

Samningur hans hjá Lecce gildir til út júlí 2025. Félagið hefur boðið Þóri framlengingu sem hann hefur hafnað og Leece er því talið vilja selja hann núna eða í vetur frekar en missa hann frítt frá sér næsta sumar.

Þórir er því væntanlega opinn fyrir félagskiptum úr því hann vill ekki framlengja hjá Lecce. AGF sýndi honum einnig áhuga fyrr í sumar en virðist núna vera að ganga frá öðrum kaupum.

Þá var Þórir líka orðaður við AaB síðasta sumar. Áhuginn í Danmörku virðist mikill ef marka má miðilinn Bold.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×