Af jöklum og hvölum Micah Garen skrifar 23. ágúst 2024 12:33 Þann 18. ágúst síðastliðinn hélt hópur fræðimanna, blaðamanna og göngufólks upp á jökulinn Ok til að minnast þess að fimm ár eru liðin frá því hann lést. Í Ágúst 2019 var settur upp minningarskjöldur til heiðurs Ok og þar voru orð Andra Snæs Magnasonar rituð: „Ok er fyrsti nafnkunni jökullinn til að missa stöðu sína sem jökull. Á næstu 200 árum er talið að allir jöklar landsins muni hljóta sömu örlög. Þetta minnismerki er til vitnis um það að við vitum hvert stefnir og hvað er til ráða. Aðeins þú veist hvort við gerðum eitthvað í þessu. “Eins og til að minna okkur á það sem glataðist og það sem mun glatast, varð þessi annars óvenjulega fallegi og sólríki dagur á fjallinu dimmur og snjóþungur, slyddan breiddi sig yfir alla viðstadda og stytta þurfti ræðuhöldin. Samt sem áður vakti atburðurinn vonarglætu. Það hefur þó ekki mikið breyst á fimm árum, nema hvað að veggskjöldurinn er orðinn fallega veðraður og talan yfir milljónustuhluta af kolefni í andrúmsloftinu er komin úr 415 upp í 420. Þetta er samkvæmt útreikningum Cymene Howe, sem vill meina að slíkar tölur hafi ekki sést á jörðinni í yfir tvö milljón ár, en Howe er mannfræðingur frá Rice háskólanum og setti hún saman minningarverkefnið ásamt félaga sínum Dominic Boyer. Ísland, sem og reyndar heimurinn allur, er á góðri leið að glata öllum sínum jöklunum á meðan við missum sjónar af markmiðum okkar í loftslagsmálum og upplifum áður óþekkta sjávarborðshækkun. Mun gereyðingin ná hápunkti sínum í okkar lífstíð, eða barna okkar? Ómögulegt er að segja til um það, en þangað stefnum við þar sem árlega eru slegin hitamet á því sem virðist vera aflíðandi braut í átt að útrýmingu. Það er svo sannarlega leið okkar ef við gerum ekki neitt og höldum áfram á sömu braut. Kristján Loftsson fullyrti nýlega í Viðskiptablaðinu að dráp hans á langreyðum hafi skilað 20 milljónum dollara í hagnað. Kristján er hér að undirbúa jarðveginn til að geta óskað eftir nýju hvalveiðileyfi í janúar, svo hann geti haldið áfram að drepa langreyðar við strendur Íslands næsta sumar. Greining Gæðaendurskoðunar á bókhaldi hans leiddi hinsvegar í ljós allt aðra niðurstöðu og í ljós kom að Kristján hafi í raun tapað næstum 9 milljónum Bandaríkjadala árið 2022/2023 á veiðunum sem áttu að fara í að selja hvalkjöt til Japans. Japanir hafa hins vegar sett á flot nýtt, risavaxið hvalveiðiskip og hófu veiðar á langreyðum í sumar, með kvóta upp á 59 hvali. Af hverju ætti Japan að hafa kvóta upp á 59 langreyðar og Ísland kvóta upp á 128 þegar Japan er eini markaður Íslands? Sannleikurinn er sá að það er nánast enginn markaður fyrir hvalkjöt og eru þær því ekki aðeins reknar með tapi, heldur stofna þær framtíð okkar allra í hættu. Á meðan situr Paul Watson, sem hefur helgað líf sitt í að vernda hafið, í fangelsi á Grænlandi. Japanir fóru fram á að Danir handtækju Paul Watson með leynilegri Interpol tilkynningu á meðan hann var staddur í Grænlandi, vegna afskipta hans af hvalveiðum fyrir rúmum áratug. Watson var á leið til Japans til að reyna að stöðva slátrun á viðkvæmum hvölum í útrýmingarhættu. Þess má geta að stjórnvöld í Ástralíu kærðu Japan vegna þessara sömu hvalveiða á Suðurskautinu sem Watson var að reyna að stöðva. Alþjóðadómstóllinn úrskurðaði árið 2014 að veiðarnar væru ólöglegar og að Japanir yrðu að hætta hvalveiðum í Suður-Íshafinu. En hver er nákvæmlega tengingin á milli bráðnandi jökla og hvala? Vistkerfi okkar er vefur lífríkis, frá jöklum til sjávar. Hvalir eru lykiltegund í hafinu. Þeir eru loftslagsstríðsmenn og leika lykilhlutverk í bindingu kolefnis í hafinu. Þeir binda tonn af kolefni á líkama sínum á líftímanum, og frjóvga höfin á sama tíma til þess að gróðursvif geti blómstrað, sem aftur togar massa kolefnis úr andrúmsloftinu. Hafið er stærsti kolefnisvaskurinn á jörðinni. Hvalastofnar hafa verið lagðir í rúst frá því að hvalveiðar í atvinnuskyni hófust. NAMMCO og Hafrannsóknastofnun hófu átak í sumar og töldu hvali í kringum Ísland frá bátum sínum. Eins og hægt er að ímynda sér þá er þetta ekki skotheld aðferðafræði, og hefur fólk tilhneigingu til að telja sama hvalinn oftar en einu sinni þar sem hann kemur upp á mismunandi stöðum og á mismunandi dögum. Mun áreiðanlegri aðferð við að telja hvali er með gervihnattamyndefni sem rekið er af SPACEWHALE eða GEIMHVALUR, en sú aðferð var ekki notuð. Ef markmiðið þitt hinsvegar er að veiða hvali til neyslu, eins og er raunin hjá fyrirtækjum eins og NAMMCO, þá sérð þú kannski hag þinn í því að oftelja hvalina sem sem synda í kringum Íslenskar strendur. Enn og aftur mun Ísland standa frammi fyrir vali. Við getum valið að vernda jöklana, vernda hafið og vernda hvalina okkar, eða haldið áfram eins og ekkert sé og þar með glatað þessum verðmætum. Að binda enda á hvaladráp mun ekki leysa loftslagsvandann, né heldur mun það endurlífga Ok. En það er nauðsynlegt skref í rétta átt. Ef við getum ekki gert eitthvað svo einfalt og augljóst með slíkum ávinningi fyrir hafið og loftslagið, hvernig getum við tekist á við þessar mun erfiðari áskoranir sem framundan eru? Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að áratugur krýóhvolfvísinda mun hefjast á næsta ári. Crysophere vísar til alls þess sem er úr ís eða klaka, og kemur frá gríska orðinu krios, sem þýðir kuldi. Ísland þarf að berjast fyrir ísnum í sínu nafni og að binda enda á hvalveiðar fyrir fullt og allt. Annars verðum við bara að land sem minnkar smátt og smátt með hækkandi sjávarmáli. Höfundur er heimildarmyndagerðarmaður og baráttumaður fyrir hvölum. Of Glaciers and Whales On August 18, a group of academics, journalists and hikers, climbed Ok to celebrate the five year anniversary of a dead glacier, memorialized by a plaque put there in August, 2019 on which the words of Andri Snær Magnason were inscribed. "Ok is the first Icelandic glacier to lose its status as a glacier. In the next 200 years all our glaciers are expected to follow the same path. This monument is to acknowledge that we know what is happening and what needs to be done. Only you will know if we did it." As if reminding us of what was lost, and what will be lost, the otherwise unusually beautiful sunny day turned dark and snowy on the mountain, pelting everyone with sleet, and cutting the speeches short. Still the event was positive and hopeful. But not much has changed in five years, except that the plaque had a beautiful weathered patina, and where we were at 415 ppm carbon in the atmosphere in 2019, we are now at 420 ppm, a number that Cymene Howe, an anthropologist from Rice University who put together the memorial project with her partner Dominic Boyer, reminds us earth has not seen in two million years. Iceland is on course to lose all its glaciers, as is the world, as we plunge into planetary chaos and unprecedented sea level rise. Will this collapse happen in our generation, or our children's generation? It's impossible to predict, but the rapidly moving trajectory is clear as we surpass year after year of heat records on what appears to be an asymptotic curve towards extinction. That is certainly our path, if we do nothing and carry on business as usual. On the subject of business as usual, or rather business unusual, Kristján Loftsson recently claimed in Viðskiptablaðið that his business killing vulnerable fin whales made $20 million USD in profit. Loftsson is preparing the ground to request a new whaling permit in January to kill fin whales off the coast of Iceland next summer. An analysis of his books by the accounting firm Gæðaendurskoðun came to the opposite conclusion, that he in fact lost nearly $9 million USD in 2022/2023 on the business, which relies on selling whale meat to Japan. Japan, however, has launched a new massive whaling vessel, and started hunting their own fin whales this summer, with a quota of 59. Why would Japan have a quota of 59, and Iceland a quota of 128, when Japan is Iceland's only market? Because the truth is none of this makes sense. There is almost no market for whale meat. Whaling is a money losing venture that endangers all our futures. Meanwhile, Paul Watson, who dedicated his life to protecting the ocean, sits today in a prison in Greenland. Japan requested that Denmark arrest Paul Watson on a secret Interpol red notice while he was in Greenland for interfering with whaling over a decade ago. Watson was on his way to Japan to try to try to stop the slaughter of vulnerable and endangered whales. It is worth noting that Japan was sued by Australia over the same whaling in the Antarctic that Watson was trying to stop, and the International Court of Justice ruled in 2014 the Japan's whaling activities were illegal, and must end whaling in the Southern Ocean. But what exactly is the connection between the melting glaciers and whales? Our ecosystem is connected, it is indeed a web of life, from the glaciers to the ocean. And whales are a keystone species in the ocean. They are climate warriors, playing a critical role in the oceans carbon pump, sequestering tons of carbon on their bodies during their lifetime, while fertilizing the oceans so phytoplankton can bloom, which in turn pulls masses of carbon from the atmosphere. The ocean is the largest carbon sink on the planet. Whale populations have been decimated since the start of industrial whaling. NAMMCO and the Marine & Freshwater Research Institute launched an effort to count whales this summer around Iceland, using spotters on boats. As you might imagine, that methodology tends towards overcounting - how do you know you are not counting the same whale over and over as it surfaces in different places and on different days? You don't. As a side note, there is a much more reliable method of counting whales using satellite imagery run by companies like SPACEWHALE, which was not used. Of course if your agenda, like NAMMCO, is the continued eating of marine mammals, what better opportunity than to announce there are lots of whales swimming around Iceland ready to be eaten. And so once again Iceland will have a choice, forge a path ahead to protect the glaciers, protect the oceans, and protect whales, or do nothing and carry on business as unusual. Ending the killing of whales isn't going to solve the climate crisis. And it isn't going to bring Ok back. But it is a necessary step in the right direction. If we can't do something so simple and obvious with such benefit to the ocean and our climate, how can we possibly address the much more difficult challenges ahead of us? The UN has declared the Decade for Cryospheric Science starting next year. Crysophere refers to all things ice from the Greek word for cold - krios. Iceland needs to fight for the krios in its name, and end whaling for good, or soon Iceland will just be Land, and much less of it as the ocean rises. The author is a filmmaker, writer and active in the effort to protect whales. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Micah Garen Hvalir Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 18. ágúst síðastliðinn hélt hópur fræðimanna, blaðamanna og göngufólks upp á jökulinn Ok til að minnast þess að fimm ár eru liðin frá því hann lést. Í Ágúst 2019 var settur upp minningarskjöldur til heiðurs Ok og þar voru orð Andra Snæs Magnasonar rituð: „Ok er fyrsti nafnkunni jökullinn til að missa stöðu sína sem jökull. Á næstu 200 árum er talið að allir jöklar landsins muni hljóta sömu örlög. Þetta minnismerki er til vitnis um það að við vitum hvert stefnir og hvað er til ráða. Aðeins þú veist hvort við gerðum eitthvað í þessu. “Eins og til að minna okkur á það sem glataðist og það sem mun glatast, varð þessi annars óvenjulega fallegi og sólríki dagur á fjallinu dimmur og snjóþungur, slyddan breiddi sig yfir alla viðstadda og stytta þurfti ræðuhöldin. Samt sem áður vakti atburðurinn vonarglætu. Það hefur þó ekki mikið breyst á fimm árum, nema hvað að veggskjöldurinn er orðinn fallega veðraður og talan yfir milljónustuhluta af kolefni í andrúmsloftinu er komin úr 415 upp í 420. Þetta er samkvæmt útreikningum Cymene Howe, sem vill meina að slíkar tölur hafi ekki sést á jörðinni í yfir tvö milljón ár, en Howe er mannfræðingur frá Rice háskólanum og setti hún saman minningarverkefnið ásamt félaga sínum Dominic Boyer. Ísland, sem og reyndar heimurinn allur, er á góðri leið að glata öllum sínum jöklunum á meðan við missum sjónar af markmiðum okkar í loftslagsmálum og upplifum áður óþekkta sjávarborðshækkun. Mun gereyðingin ná hápunkti sínum í okkar lífstíð, eða barna okkar? Ómögulegt er að segja til um það, en þangað stefnum við þar sem árlega eru slegin hitamet á því sem virðist vera aflíðandi braut í átt að útrýmingu. Það er svo sannarlega leið okkar ef við gerum ekki neitt og höldum áfram á sömu braut. Kristján Loftsson fullyrti nýlega í Viðskiptablaðinu að dráp hans á langreyðum hafi skilað 20 milljónum dollara í hagnað. Kristján er hér að undirbúa jarðveginn til að geta óskað eftir nýju hvalveiðileyfi í janúar, svo hann geti haldið áfram að drepa langreyðar við strendur Íslands næsta sumar. Greining Gæðaendurskoðunar á bókhaldi hans leiddi hinsvegar í ljós allt aðra niðurstöðu og í ljós kom að Kristján hafi í raun tapað næstum 9 milljónum Bandaríkjadala árið 2022/2023 á veiðunum sem áttu að fara í að selja hvalkjöt til Japans. Japanir hafa hins vegar sett á flot nýtt, risavaxið hvalveiðiskip og hófu veiðar á langreyðum í sumar, með kvóta upp á 59 hvali. Af hverju ætti Japan að hafa kvóta upp á 59 langreyðar og Ísland kvóta upp á 128 þegar Japan er eini markaður Íslands? Sannleikurinn er sá að það er nánast enginn markaður fyrir hvalkjöt og eru þær því ekki aðeins reknar með tapi, heldur stofna þær framtíð okkar allra í hættu. Á meðan situr Paul Watson, sem hefur helgað líf sitt í að vernda hafið, í fangelsi á Grænlandi. Japanir fóru fram á að Danir handtækju Paul Watson með leynilegri Interpol tilkynningu á meðan hann var staddur í Grænlandi, vegna afskipta hans af hvalveiðum fyrir rúmum áratug. Watson var á leið til Japans til að reyna að stöðva slátrun á viðkvæmum hvölum í útrýmingarhættu. Þess má geta að stjórnvöld í Ástralíu kærðu Japan vegna þessara sömu hvalveiða á Suðurskautinu sem Watson var að reyna að stöðva. Alþjóðadómstóllinn úrskurðaði árið 2014 að veiðarnar væru ólöglegar og að Japanir yrðu að hætta hvalveiðum í Suður-Íshafinu. En hver er nákvæmlega tengingin á milli bráðnandi jökla og hvala? Vistkerfi okkar er vefur lífríkis, frá jöklum til sjávar. Hvalir eru lykiltegund í hafinu. Þeir eru loftslagsstríðsmenn og leika lykilhlutverk í bindingu kolefnis í hafinu. Þeir binda tonn af kolefni á líkama sínum á líftímanum, og frjóvga höfin á sama tíma til þess að gróðursvif geti blómstrað, sem aftur togar massa kolefnis úr andrúmsloftinu. Hafið er stærsti kolefnisvaskurinn á jörðinni. Hvalastofnar hafa verið lagðir í rúst frá því að hvalveiðar í atvinnuskyni hófust. NAMMCO og Hafrannsóknastofnun hófu átak í sumar og töldu hvali í kringum Ísland frá bátum sínum. Eins og hægt er að ímynda sér þá er þetta ekki skotheld aðferðafræði, og hefur fólk tilhneigingu til að telja sama hvalinn oftar en einu sinni þar sem hann kemur upp á mismunandi stöðum og á mismunandi dögum. Mun áreiðanlegri aðferð við að telja hvali er með gervihnattamyndefni sem rekið er af SPACEWHALE eða GEIMHVALUR, en sú aðferð var ekki notuð. Ef markmiðið þitt hinsvegar er að veiða hvali til neyslu, eins og er raunin hjá fyrirtækjum eins og NAMMCO, þá sérð þú kannski hag þinn í því að oftelja hvalina sem sem synda í kringum Íslenskar strendur. Enn og aftur mun Ísland standa frammi fyrir vali. Við getum valið að vernda jöklana, vernda hafið og vernda hvalina okkar, eða haldið áfram eins og ekkert sé og þar með glatað þessum verðmætum. Að binda enda á hvaladráp mun ekki leysa loftslagsvandann, né heldur mun það endurlífga Ok. En það er nauðsynlegt skref í rétta átt. Ef við getum ekki gert eitthvað svo einfalt og augljóst með slíkum ávinningi fyrir hafið og loftslagið, hvernig getum við tekist á við þessar mun erfiðari áskoranir sem framundan eru? Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að áratugur krýóhvolfvísinda mun hefjast á næsta ári. Crysophere vísar til alls þess sem er úr ís eða klaka, og kemur frá gríska orðinu krios, sem þýðir kuldi. Ísland þarf að berjast fyrir ísnum í sínu nafni og að binda enda á hvalveiðar fyrir fullt og allt. Annars verðum við bara að land sem minnkar smátt og smátt með hækkandi sjávarmáli. Höfundur er heimildarmyndagerðarmaður og baráttumaður fyrir hvölum. Of Glaciers and Whales On August 18, a group of academics, journalists and hikers, climbed Ok to celebrate the five year anniversary of a dead glacier, memorialized by a plaque put there in August, 2019 on which the words of Andri Snær Magnason were inscribed. "Ok is the first Icelandic glacier to lose its status as a glacier. In the next 200 years all our glaciers are expected to follow the same path. This monument is to acknowledge that we know what is happening and what needs to be done. Only you will know if we did it." As if reminding us of what was lost, and what will be lost, the otherwise unusually beautiful sunny day turned dark and snowy on the mountain, pelting everyone with sleet, and cutting the speeches short. Still the event was positive and hopeful. But not much has changed in five years, except that the plaque had a beautiful weathered patina, and where we were at 415 ppm carbon in the atmosphere in 2019, we are now at 420 ppm, a number that Cymene Howe, an anthropologist from Rice University who put together the memorial project with her partner Dominic Boyer, reminds us earth has not seen in two million years. Iceland is on course to lose all its glaciers, as is the world, as we plunge into planetary chaos and unprecedented sea level rise. Will this collapse happen in our generation, or our children's generation? It's impossible to predict, but the rapidly moving trajectory is clear as we surpass year after year of heat records on what appears to be an asymptotic curve towards extinction. That is certainly our path, if we do nothing and carry on business as usual. On the subject of business as usual, or rather business unusual, Kristján Loftsson recently claimed in Viðskiptablaðið that his business killing vulnerable fin whales made $20 million USD in profit. Loftsson is preparing the ground to request a new whaling permit in January to kill fin whales off the coast of Iceland next summer. An analysis of his books by the accounting firm Gæðaendurskoðun came to the opposite conclusion, that he in fact lost nearly $9 million USD in 2022/2023 on the business, which relies on selling whale meat to Japan. Japan, however, has launched a new massive whaling vessel, and started hunting their own fin whales this summer, with a quota of 59. Why would Japan have a quota of 59, and Iceland a quota of 128, when Japan is Iceland's only market? Because the truth is none of this makes sense. There is almost no market for whale meat. Whaling is a money losing venture that endangers all our futures. Meanwhile, Paul Watson, who dedicated his life to protecting the ocean, sits today in a prison in Greenland. Japan requested that Denmark arrest Paul Watson on a secret Interpol red notice while he was in Greenland for interfering with whaling over a decade ago. Watson was on his way to Japan to try to try to stop the slaughter of vulnerable and endangered whales. It is worth noting that Japan was sued by Australia over the same whaling in the Antarctic that Watson was trying to stop, and the International Court of Justice ruled in 2014 the Japan's whaling activities were illegal, and must end whaling in the Southern Ocean. But what exactly is the connection between the melting glaciers and whales? Our ecosystem is connected, it is indeed a web of life, from the glaciers to the ocean. And whales are a keystone species in the ocean. They are climate warriors, playing a critical role in the oceans carbon pump, sequestering tons of carbon on their bodies during their lifetime, while fertilizing the oceans so phytoplankton can bloom, which in turn pulls masses of carbon from the atmosphere. The ocean is the largest carbon sink on the planet. Whale populations have been decimated since the start of industrial whaling. NAMMCO and the Marine & Freshwater Research Institute launched an effort to count whales this summer around Iceland, using spotters on boats. As you might imagine, that methodology tends towards overcounting - how do you know you are not counting the same whale over and over as it surfaces in different places and on different days? You don't. As a side note, there is a much more reliable method of counting whales using satellite imagery run by companies like SPACEWHALE, which was not used. Of course if your agenda, like NAMMCO, is the continued eating of marine mammals, what better opportunity than to announce there are lots of whales swimming around Iceland ready to be eaten. And so once again Iceland will have a choice, forge a path ahead to protect the glaciers, protect the oceans, and protect whales, or do nothing and carry on business as unusual. Ending the killing of whales isn't going to solve the climate crisis. And it isn't going to bring Ok back. But it is a necessary step in the right direction. If we can't do something so simple and obvious with such benefit to the ocean and our climate, how can we possibly address the much more difficult challenges ahead of us? The UN has declared the Decade for Cryospheric Science starting next year. Crysophere refers to all things ice from the Greek word for cold - krios. Iceland needs to fight for the krios in its name, and end whaling for good, or soon Iceland will just be Land, and much less of it as the ocean rises. The author is a filmmaker, writer and active in the effort to protect whales.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun