Hlupu blaut úr Bláa lóninu Lovísa Arnardóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 23. ágúst 2024 14:19 Andrew og Ale segja það hafa verið bæði spennandi og hræðilegt á sama tíma að þurfa að hlaupa úr Bláa lóninu í gær áður en eldgosið hófst. Vísir/Vésteinn Andrew & Ale Kenney voru í Bláa lóninu í gær þegar tilkynnt var um rýmingu vegna mögulegs eldgoss eða kvikuhlaups. Í myndböndum sem þau deildu á samfélagsmiðlinum TikTok kemur fram að þau hafi þurft að hlaupa blaut út. Á leið frá Bláa lóninu sáu þau svo eldgosið sem þá var nýhafið. „Við komum þangað og þegar við vorum að vara inn varaði starfsfólkið okkur við því að ef viðvörunarbjöllurnar myndu fara í gang myndum við þurfa að yfirgefa lónið strax. Við vitum ekkert um eldfjöll og hugsuðum með okkur að kannski væri þetta bara eitthvað sem þau segja við alla,“ segir Ale og að hún hafi ekki tekið því svo að gos gæti verið yfirvofandi. Hún segir að þau hafi verið búin að vera í lóninu í um tvo klukkutíma þegar bjöllurnar byrjuðu að hringja. „Það var tafarlaus skelfing,“ segir Ale um það sem fylgdi. Andrew segir að þau hafi verið lengst inni í lóninu þegar bjöllurnar hringdu. Þau hafi verið á leið að ná sér í maska. „Þetta hljómaði eins og hvirfilbyls- eða fellibyljasírena þannig við vissum að það væri eitthvað. Ég hélt þetta væri meira svona: „Hey, farðu úr lauginni“ en þá sá að það var fjöldaflótti og fólk var að hlaupa úr lauginni.“ Starfsfólkið hafi staðið sig afar vel Ale segir að ferlið hafi allt gengið mjög vel og verið mjög skilvirkt. Um fimmtán mínútum eftir að bjallan fór í gang hafi þau verið komin um borð í rútu og á leið frá svæðinu. „Þau voru mjög skilvirk, en það voru klárlega samt mikil læti og var hrædd,“ segir Ale og að það hafi verið greinilegt að um alvarlegan atburð hafi verið að ræða. Starfsfólkið hafi verið mjög rólegt og hjálpsamt. „Þau létu mér líða eins og ég væri örugg í mjög óöruggum aðstæðum.“ Andrew og Ale birtu myndböndin á Tiktok stuttu seinna. Útsýnið magnað „Klukkustund eftir að bjallan hringdi vorum við komin aftur á skipið og vorum örugg,“ segir Andrew en parið er á siglingu um heiminn. Þau segja útsýnið yfir eldgosið hafa verið magnað. Öðru megin hafi þau séð sólsetrið og svo eldgosið hinum megin. „Þetta er lífsreynsla sem við upplifum líklega ekki aftur en við höfðum klárlega áhyggjur af velferð fólksins sem býr hérna,“ segir Ale. Þau segja að þrátt fyrir þessa reynslu myndu þau alltaf mæla með því að fólk heimsæki lónið. Þau segja Ísland einn fallegasta stað sem þau hafa heimsótt á níu mánaða ferðalagi sínu og í uppáhaldi. Næsta stopp hjónanna er Grænland en eftir það fljúga þau heim til Flórída í Bandaríkjunum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bandaríkin Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
„Við komum þangað og þegar við vorum að vara inn varaði starfsfólkið okkur við því að ef viðvörunarbjöllurnar myndu fara í gang myndum við þurfa að yfirgefa lónið strax. Við vitum ekkert um eldfjöll og hugsuðum með okkur að kannski væri þetta bara eitthvað sem þau segja við alla,“ segir Ale og að hún hafi ekki tekið því svo að gos gæti verið yfirvofandi. Hún segir að þau hafi verið búin að vera í lóninu í um tvo klukkutíma þegar bjöllurnar byrjuðu að hringja. „Það var tafarlaus skelfing,“ segir Ale um það sem fylgdi. Andrew segir að þau hafi verið lengst inni í lóninu þegar bjöllurnar hringdu. Þau hafi verið á leið að ná sér í maska. „Þetta hljómaði eins og hvirfilbyls- eða fellibyljasírena þannig við vissum að það væri eitthvað. Ég hélt þetta væri meira svona: „Hey, farðu úr lauginni“ en þá sá að það var fjöldaflótti og fólk var að hlaupa úr lauginni.“ Starfsfólkið hafi staðið sig afar vel Ale segir að ferlið hafi allt gengið mjög vel og verið mjög skilvirkt. Um fimmtán mínútum eftir að bjallan fór í gang hafi þau verið komin um borð í rútu og á leið frá svæðinu. „Þau voru mjög skilvirk, en það voru klárlega samt mikil læti og var hrædd,“ segir Ale og að það hafi verið greinilegt að um alvarlegan atburð hafi verið að ræða. Starfsfólkið hafi verið mjög rólegt og hjálpsamt. „Þau létu mér líða eins og ég væri örugg í mjög óöruggum aðstæðum.“ Andrew og Ale birtu myndböndin á Tiktok stuttu seinna. Útsýnið magnað „Klukkustund eftir að bjallan hringdi vorum við komin aftur á skipið og vorum örugg,“ segir Andrew en parið er á siglingu um heiminn. Þau segja útsýnið yfir eldgosið hafa verið magnað. Öðru megin hafi þau séð sólsetrið og svo eldgosið hinum megin. „Þetta er lífsreynsla sem við upplifum líklega ekki aftur en við höfðum klárlega áhyggjur af velferð fólksins sem býr hérna,“ segir Ale. Þau segja að þrátt fyrir þessa reynslu myndu þau alltaf mæla með því að fólk heimsæki lónið. Þau segja Ísland einn fallegasta stað sem þau hafa heimsótt á níu mánaða ferðalagi sínu og í uppáhaldi. Næsta stopp hjónanna er Grænland en eftir það fljúga þau heim til Flórída í Bandaríkjunum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bandaríkin Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira