Innlent

Margir að skoða gosið og mikil um­ferð

Lovísa Arnardóttir skrifar
Fjölmargir hafa gert sér ferð að gosinu í gær og í dag.
Fjölmargir hafa gert sér ferð að gosinu í gær og í dag. Vísir/Vilhelm

Fjölmargir ferðamenn hafa gert séð ferð til að sjá eldgosið við Sundhnúksgígaröðina í dag. Á Grindavíkurvegi er hægt að leggja bílnum og í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kom fram fyrr í dag að búið væri að taka niður hámarkshraða til að tryggja öryggi.

Þá hefur fólk verið hvatt til þess að stoppa ekki við Reykjanesbrautina heldur að keyra að Grindavíkurafleggjara og leggja bíl þar.

Fólk gengur aðeins út á gamalt hraunið til að sjá betur og taka myndir.Vísir/Vilhelm

Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri segir lögreglu fylgjast vel með svæðinu og fólkinu sem þar er. Lögreglan þurfi í nótt að sækja mann sem hafði fallið ofan í sprungu.

Þessir voru vel búnir.Vísir/Vilhelm

Tengdar fréttir

Vaktin: Af neyðarstigi á hættustig en óbreyttur viðbúnaður

Eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni klukkan 21:26 í gær í kjölfar öflugrar skjálftahrinu.  Gossprungan er um sjö kílómetra löng en ekki virk alla leiðina. Gossprungan nær norðar en í síðustu gosum. Hraun rennur ekki í átt að Grindavík og eru allir helstu innviðir taldir öruggir eins og er. Rýming er enn í gildi á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×