Innlent

Ók fram af kanti og lenti ofan á þaki á öðrum bíl

Kjartan Kjartansson skrifar
Lögreglan var send með forgangi á bílastæði þar sem ökumaður hafði ekið bíl fram af háum kanti og hafnað ofan á bíl fyrir neðan.
Lögreglan var send með forgangi á bílastæði þar sem ökumaður hafði ekið bíl fram af háum kanti og hafnað ofan á bíl fyrir neðan. Vísir/Vilhelm

Engan sakaði þegar ökumaður ók fram af háum kanti í bílastæði þannig að bíll hans hafnaði ofan á þakinu á annarri bifreið sem var lagt fyrir neðan. Töluverðar skemmdir urðu aftur á móti báðum bílum.

Uppákoman átti sér stað í póstnúmeri 104 og var lögregla send með forgangi á staðinn, að því er kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Bíllinn sem fór fram af kantinum endaði á hliðinni eftir að hann lenti á þakinu á bílnum fyrir neðan. Ekki eru frekari upplýsingar um hvernig slysið bar að í dagbókinni.

Annars staðar í borginni var ökumaður tekinn tvisvar fyrir ölvunakstur með nokkurra klukkutíma millibili. Fyrst var maðurinn stöðvaður við almennt umferðareftirlit og reyndist ölvaður. Honum var á endanum sleppt en nokkrum klukkutímum seinna reyndist hann undir stýri í öðru sveitarfélagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×