Innlent

Kviknaði í rútu við akstur á Ólafsfjarðarvegi

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Unnið er að því að hreinsa veginn áður en hann verður opnaður aftur.
Unnið er að því að hreinsa veginn áður en hann verður opnaður aftur. vísir/Vilhelm

Ólafsvegi, norðan við Hvamm, hefur verið lokað tímabundið eftir að eldur kom upp í rútu. Lukkulega var ökumaðurinn einn í ökutækinu þegar að eldur kom upp og náði að koma sér undan ómeiddur. 

Kolbrún Björg Jónsdóttir, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Norðurlandi eystra, staðfestir þetta í samtali við Vísi en hún segir að rútan hafi verið á fullri ferð á öðrum tímanum í dag þegar að það kviknaði skyndilega í henni. 

Hún segir eldsupptök ekki liggja fyrir að svo stöddu en að það verði rannsakað þegar búið er að tryggja vettvang.

 „Það er bara verið að vinna í því að fjarlægja rútuna og hreinsa veginn. Þetta fer vonandi að opnast. Þetta var stór rúta, svipað og strætó. Það voru engir farþegar, sem betur fer.“

Veistu meira um málið? Ertu með myndir af vettvangi? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×