Komu fórnarlömbum stunguárásarinnar til aðstoðar Eiður Þór Árnason skrifar 25. ágúst 2024 13:16 Árásin átti sér stað nærri Sjávarútvegshúsiðinu við Skúlagötu 4. vísir/vilhelm Starfsfólk Hopp hlúði að fórnarlömbum alvarlegrar stunguárásar sem átti sér stað við Skúlagötu í Reykjavík seint í gær. Einn var handtekinn grunaður um árásina og þrír eru særðir, þar af einn lífshættulega. Grunaður árásarmaður og brotaþolar eru allt Íslendingar undir átján ára aldri. Starfsfólk Hopp var staðsett nálægt Sjávarútvegshúsinu í Skúlagötu vegna Menningarnætur og var vitni að árásinni. Þetta segir Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Reykjavík. „Starfsfólkið okkar brást hárrétt við, höfðu samband við neyðarlínu, hlúðu að brotaþolum og voru viðbraðgsaðilar snögg á vettvang.“ Hún segir í skriflegu svari að það sé forgangsmál stjórnenda fyrirtækisins í dag að hlúa að sínu starfsfólki. Hugur þeirra sé fyrst og fremst hjá brotaþolum og aðstandendum þeirra. Handtekinn á heimili sínu Gestir Menningarnætur urðu margir varir við mikinn viðbúnað lögreglu og slökkviliðs í miðborg Reykjavíkur á tólfta tímanum í gær. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við fréttastofu í morgun að útkall um alvarlega líkamsárás, þar sem hnífi var beitt, hafa borist um hálf tólf. Hinn grunaði hafi verið handtekinn á heimili sínu nokkrum klukkustundum eftir árásina. Að sögn lögreglu er einn brotaþola alvarlega slasaður og gekkst undir aðgerð á Landspítala í nótt. Það sé mat lækna að viðkomandi sé í lífshættu. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Tengdar fréttir Allir undir átján ára og einn brotaþola í lífshættu Þrír voru stungnir í miðborg Reykjavíkur seint í gærkvöldi, og einn þeirra er í lífshættu. Grunaður árásarmaður og brotaþolar eru allt Íslendingar undir átján ára aldri. Hinn grunaði var handtekinn nokkrum klukkustundum eftir árásina. 25. ágúst 2024 10:35 Þrjú ungmenni með áverka og eitt í alvarlegu ástandi eftir stunguárásina Þrír eru með stunguáverka og þar af einn í alvarlegu ástandi eftir líkamsárás í miðborginni í gær þar sem hnífi var beitt. Allir voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans til aðhlynningar og gekkst hinn alvarlega slasaði undir aðgerð í nótt. Brotaþolar og hinn grunaði eru öll sögð vera ungt fólk. 25. ágúst 2024 10:06 Handtekinn grunaður um stunguárás í miðborginni Lögreglan handtók í gærkvöldi einstakling sem grunaður er um að hafa stungið annan með hnífi í miðborg Reykjavíkur. 25. ágúst 2024 06:23 Alvarleg líkamsárás í miðborginni Mikill viðbúnaður lögreglu og slökkviliðs var í miðbæ Reykjavíkur á tólfta tímanum í kvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það vegna alvarlegrar líkamsárásar. 25. ágúst 2024 00:31 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Sjá meira
Starfsfólk Hopp var staðsett nálægt Sjávarútvegshúsinu í Skúlagötu vegna Menningarnætur og var vitni að árásinni. Þetta segir Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Reykjavík. „Starfsfólkið okkar brást hárrétt við, höfðu samband við neyðarlínu, hlúðu að brotaþolum og voru viðbraðgsaðilar snögg á vettvang.“ Hún segir í skriflegu svari að það sé forgangsmál stjórnenda fyrirtækisins í dag að hlúa að sínu starfsfólki. Hugur þeirra sé fyrst og fremst hjá brotaþolum og aðstandendum þeirra. Handtekinn á heimili sínu Gestir Menningarnætur urðu margir varir við mikinn viðbúnað lögreglu og slökkviliðs í miðborg Reykjavíkur á tólfta tímanum í gær. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við fréttastofu í morgun að útkall um alvarlega líkamsárás, þar sem hnífi var beitt, hafa borist um hálf tólf. Hinn grunaði hafi verið handtekinn á heimili sínu nokkrum klukkustundum eftir árásina. Að sögn lögreglu er einn brotaþola alvarlega slasaður og gekkst undir aðgerð á Landspítala í nótt. Það sé mat lækna að viðkomandi sé í lífshættu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Tengdar fréttir Allir undir átján ára og einn brotaþola í lífshættu Þrír voru stungnir í miðborg Reykjavíkur seint í gærkvöldi, og einn þeirra er í lífshættu. Grunaður árásarmaður og brotaþolar eru allt Íslendingar undir átján ára aldri. Hinn grunaði var handtekinn nokkrum klukkustundum eftir árásina. 25. ágúst 2024 10:35 Þrjú ungmenni með áverka og eitt í alvarlegu ástandi eftir stunguárásina Þrír eru með stunguáverka og þar af einn í alvarlegu ástandi eftir líkamsárás í miðborginni í gær þar sem hnífi var beitt. Allir voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans til aðhlynningar og gekkst hinn alvarlega slasaði undir aðgerð í nótt. Brotaþolar og hinn grunaði eru öll sögð vera ungt fólk. 25. ágúst 2024 10:06 Handtekinn grunaður um stunguárás í miðborginni Lögreglan handtók í gærkvöldi einstakling sem grunaður er um að hafa stungið annan með hnífi í miðborg Reykjavíkur. 25. ágúst 2024 06:23 Alvarleg líkamsárás í miðborginni Mikill viðbúnaður lögreglu og slökkviliðs var í miðbæ Reykjavíkur á tólfta tímanum í kvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það vegna alvarlegrar líkamsárásar. 25. ágúst 2024 00:31 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Sjá meira
Allir undir átján ára og einn brotaþola í lífshættu Þrír voru stungnir í miðborg Reykjavíkur seint í gærkvöldi, og einn þeirra er í lífshættu. Grunaður árásarmaður og brotaþolar eru allt Íslendingar undir átján ára aldri. Hinn grunaði var handtekinn nokkrum klukkustundum eftir árásina. 25. ágúst 2024 10:35
Þrjú ungmenni með áverka og eitt í alvarlegu ástandi eftir stunguárásina Þrír eru með stunguáverka og þar af einn í alvarlegu ástandi eftir líkamsárás í miðborginni í gær þar sem hnífi var beitt. Allir voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans til aðhlynningar og gekkst hinn alvarlega slasaði undir aðgerð í nótt. Brotaþolar og hinn grunaði eru öll sögð vera ungt fólk. 25. ágúst 2024 10:06
Handtekinn grunaður um stunguárás í miðborginni Lögreglan handtók í gærkvöldi einstakling sem grunaður er um að hafa stungið annan með hnífi í miðborg Reykjavíkur. 25. ágúst 2024 06:23
Alvarleg líkamsárás í miðborginni Mikill viðbúnaður lögreglu og slökkviliðs var í miðbæ Reykjavíkur á tólfta tímanum í kvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það vegna alvarlegrar líkamsárásar. 25. ágúst 2024 00:31