Innlent

Snarpur skjálfti á Suð­vestur­horninu

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Íbúðirnar voru allar í Reykjavík.
Íbúðirnar voru allar í Reykjavík. Vísir/Arnar

Snarpur jarðskjálfti fannst víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu rétt í þessu.

Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að engar tölur um stærð skjálftans liggi fyrir en að hann hafi fundist um allt höfuðborgarsvæðið. Jafnframt sé erfitt að segja til um nákvæma staðsetningu skjálftans.

Hún segist telja að hann eigi upptök sín á Reykjanesi á milli Kleifarvatns og gosstöðvanna.

„Farið verður í það um leið og þetta berst í tölvukerfið okkar að greina nákvæma staðsetningu og stærð skjálftans,“ segir Ingibjörg í samtali við fréttastofu.

Fyrstu mælingar Veðurstofu gefa til kynna að upptök skjálftans hafi verið um níu kílómetra norðaustur af Krýsuvík og að hann hafi verið upp á 3,4.

Fréttin hefur verið uppfærð með nákvæmari stærðartölum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×