Ferðir heimilar allan ársins hring en deilt um manngerða hella Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. ágúst 2024 06:57 Fyrirtæki með samning við Vatnajökulsþjóðgarð hafa heimild til ferða allan ársins hring. Getty „Við treystum þeim fyrirtækjum sem við gerum samninga við að beita sinni bestu dómgreind í mati á aðstæðum og slysin geta alltaf gerst því miður,“ sagði Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður á austurhluta suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, í samtali við fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar í gær. Steinunn sagði ferðaþjónustufyrirtækin sem samningar hefðu verið gerðir við hafa heimild til íshellaferða og jöklaganga allan ársins hring og að forsvarsmenn þjóðgarðsins treystu þeim til að meta aðstæður. „Við treystum því að það fyrirtæki sem á í hlut þarna hafi metið aðstæður rétt,“ sagði hún en ekki hefur fengist staðfest hvaða fyrirtæki stóð að ferðinni þar sem ferðafólk varð undir ís í gær. Einn er látinn og tveggja er saknað. „Þetta verður til umræðu hjá okkur innanhúss líka, hvernig við getum tekið á þessu og hvernig við snúum okkur í þessu máli. Núna hugsum við bara til þeirra sem lentum í þessu og vonum það besta,“ sagði Steinunn. Hugur starfsfólks Vatnajökulsþjóðgarðs væri hjá hinum slösuðu og aðstandendum þeirra. Fyrirkomulagið á Breiðamerkurjökli gagnrýnt Ekki eru allir á eitt sáttir um þá ákvörðun að heimila fyrirtækjum aðgengi á Breiðamerkurjökli allan ársins hring. Málið var til umfjöllunar í Þetta helst á RÚV í júní en þar kom fram að þrátt fyrir að reyndir jöklaleiðsögumenn segðust aðeins lofa ferðum á tímabilinu frá desember og fram í mars, væru fyrirtæki að auglýsa ferðir fram í tímann á tímabilinu frá október og fram í júní. Ef hellarnir væru ekki tilbúnir væri ráðist í aðgerðir til að stækka þá eða jafnvel búa til hella. „Hingað til hefur fólk verið að fara með viðskiptavini í náttúrulega íshella sem ár og lækir mynda á jöklinum yfir sumartímann og svo er hægt að fara í þá yfir vetrartímann þegar kólnar og vatnið er minna á jöklinum,“ sagði Íris Ragnarsdóttir, sem situr í stjórn Félags fjallaleiðsögumanna, og er menntuð í jöklaleiðsögn. Nú væru ferðir á Breiðamerkurjökul hins vegar orðnar talsvert stór atvinnugrein. Fyrirtæki væru að selja ferðir langt fram í tímann og þegar engir væru hellarnir hefðu menn gripið til þess að búa til manngerða hella með tækjum og tólum. Fram kom í Þetta helst að nú væru um 25 fyrirtæki virk í hellaferðum. Rætt var við Steinunni Hödd í þættinum, sem sagði stórar framkvæmdir ekki í samræmi við samning fyrirtækjanna við þjóðgarðinn. Rétt er að taka fram að þrátt fyrir að slysið í gær hafi átt sér stað í íshellaferð voru ferðamennirnir sem urðu undir ísvegg ekki í helli þegar slysið átti sér stað, heldur í gili á milli hellismunna. Vatnajökulsþjóðgarður Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Slys á Breiðamerkurjökli Ferðamennska á Íslandi Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Steinunn sagði ferðaþjónustufyrirtækin sem samningar hefðu verið gerðir við hafa heimild til íshellaferða og jöklaganga allan ársins hring og að forsvarsmenn þjóðgarðsins treystu þeim til að meta aðstæður. „Við treystum því að það fyrirtæki sem á í hlut þarna hafi metið aðstæður rétt,“ sagði hún en ekki hefur fengist staðfest hvaða fyrirtæki stóð að ferðinni þar sem ferðafólk varð undir ís í gær. Einn er látinn og tveggja er saknað. „Þetta verður til umræðu hjá okkur innanhúss líka, hvernig við getum tekið á þessu og hvernig við snúum okkur í þessu máli. Núna hugsum við bara til þeirra sem lentum í þessu og vonum það besta,“ sagði Steinunn. Hugur starfsfólks Vatnajökulsþjóðgarðs væri hjá hinum slösuðu og aðstandendum þeirra. Fyrirkomulagið á Breiðamerkurjökli gagnrýnt Ekki eru allir á eitt sáttir um þá ákvörðun að heimila fyrirtækjum aðgengi á Breiðamerkurjökli allan ársins hring. Málið var til umfjöllunar í Þetta helst á RÚV í júní en þar kom fram að þrátt fyrir að reyndir jöklaleiðsögumenn segðust aðeins lofa ferðum á tímabilinu frá desember og fram í mars, væru fyrirtæki að auglýsa ferðir fram í tímann á tímabilinu frá október og fram í júní. Ef hellarnir væru ekki tilbúnir væri ráðist í aðgerðir til að stækka þá eða jafnvel búa til hella. „Hingað til hefur fólk verið að fara með viðskiptavini í náttúrulega íshella sem ár og lækir mynda á jöklinum yfir sumartímann og svo er hægt að fara í þá yfir vetrartímann þegar kólnar og vatnið er minna á jöklinum,“ sagði Íris Ragnarsdóttir, sem situr í stjórn Félags fjallaleiðsögumanna, og er menntuð í jöklaleiðsögn. Nú væru ferðir á Breiðamerkurjökul hins vegar orðnar talsvert stór atvinnugrein. Fyrirtæki væru að selja ferðir langt fram í tímann og þegar engir væru hellarnir hefðu menn gripið til þess að búa til manngerða hella með tækjum og tólum. Fram kom í Þetta helst að nú væru um 25 fyrirtæki virk í hellaferðum. Rætt var við Steinunni Hödd í þættinum, sem sagði stórar framkvæmdir ekki í samræmi við samning fyrirtækjanna við þjóðgarðinn. Rétt er að taka fram að þrátt fyrir að slysið í gær hafi átt sér stað í íshellaferð voru ferðamennirnir sem urðu undir ísvegg ekki í helli þegar slysið átti sér stað, heldur í gili á milli hellismunna.
Vatnajökulsþjóðgarður Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Slys á Breiðamerkurjökli Ferðamennska á Íslandi Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira