Innlent

Litlar breytingar á eld­gosinu eftir nóttina

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Litlar breytingar hafa orðið á eldgosinu í nótt. Þó er virknin farin að dragast saman á nokkra afmarkaða staði.
Litlar breytingar hafa orðið á eldgosinu í nótt. Þó er virknin farin að dragast saman á nokkra afmarkaða staði. Vísir/Vilhelm

Litlar breytingar hafa orðið á eldgosinu við Sundhnúka síðan í gærmorgun en mikil gosvirkni er á svæðinu. Enn gýs á tveimur sprungum og eru gýgbarmar farnir að hlaðast upp.

Engir skjálftar hafa mælst síðan eldgosið hófst en einn skjálfti 3,4 að stærð varð nærri Kleifarvatni rétt fyrir miðnætti í nótt.

„Það eru ekki miklar breytingar. Virknin hefur kannski aðeins verið að draga sig meira saman á nyrstu sprungunni. Það er enn heilmikill kraftur í þessu,“ segir Sigríður Kristjánsdóttir, vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. 

„Maður sér það bara á vefmyndavélum að það eru komnir svona gýgbarmar. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir hvort þeir séu orðnir svakalegir en virknin er farin að aðeins draga sig meira saman. Ég er samt ekki með neinar tölur hvað eru margir strókar virkir. Þetta er enn á nokkrum stöðum.“


Tengdar fréttir

Gígbarmar farnir að hlaðast upp

Virkni eldgossins sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni á fimmtudag hefur verið nokkuð stöðug í nótt. Áfram gýs á tveimur stöðum norðaustan við Stóra-Skógfell og af vefmyndavélum að dæma eru gígbarmar farnir að hlaðast upp.

Hraun renni yfir svæði mengað af sprengjum

Hraun úr eldgosinu við Sundhnúksgíga rennur yfir svæði sem er mengað af sprengjum frá veru bandaríska hersins á svæðinu á sjötta áratug síðustu aldar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×