Vaktin: Enginn undir ísnum og aðgerðum hætt Atli Ísleifsson skrifar 26. ágúst 2024 07:35 Frá björgunaraðgerðum við Breiðamerkurjökul fyrr í dag. vísir/vilhelm Leitaraðgerðum björgunarsveita hefur nú verið hætt við Breiðamerkurjökul þar sem tveggja ferðamanna hefur verið leitað frá því í gær eftir að ísveggur hrundi í skipulagðri íshellaskoðunarferð í gær. Lögregla hefur staðfest að einn hafi látist í slysinu og að einn sé alvarlega slasaður. Talið var að tveir til viðbótar væru fastir undir ísnum en nú hefur leit verið hætt þar sem enginn til viðbótar reyndist vera undir ísnum. Tilkynning um slysið barst um klukkan 15 í gær. Í fyrstu var talið að 25 hafi verið í hópnum en nú liggur fyrir að aðeins 23 voru í hópnum. Fólkið sem lenti undir ís í slysinu var par frá Bandaríkjunum. Maðurinn lést en konan er alvarlega slösuð á sjúkrahúsi. Færanlegri stjórnstöð, stjórnstöðvarbíl, var ekið frá Reykjavík og á vettvang í nótt. Þá var sérstakur fjarskiptahópur sendur austur til að bæta fjarskipti á staðnum. Unnið var í tíu til fimmtán manna hópum við að mola ísinn. Um sextíu björgunarsveitarmenn og aðrir viðbragðsaðilar tóku þátt í aðgerðum. Nær eingöngu var hægt að beita handafli, enda ekki hægt að koma vélum á staðinn. Ekki er til fullur nafnalisti um alla þá sem voru í hópnum. Hægt er að fylgjast með nýjustu tíðindum af málinu í vaktinni að neðan. Ef hún birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni.
Tilkynning um slysið barst um klukkan 15 í gær. Í fyrstu var talið að 25 hafi verið í hópnum en nú liggur fyrir að aðeins 23 voru í hópnum. Fólkið sem lenti undir ís í slysinu var par frá Bandaríkjunum. Maðurinn lést en konan er alvarlega slösuð á sjúkrahúsi. Færanlegri stjórnstöð, stjórnstöðvarbíl, var ekið frá Reykjavík og á vettvang í nótt. Þá var sérstakur fjarskiptahópur sendur austur til að bæta fjarskipti á staðnum. Unnið var í tíu til fimmtán manna hópum við að mola ísinn. Um sextíu björgunarsveitarmenn og aðrir viðbragðsaðilar tóku þátt í aðgerðum. Nær eingöngu var hægt að beita handafli, enda ekki hægt að koma vélum á staðinn. Ekki er til fullur nafnalisti um alla þá sem voru í hópnum. Hægt er að fylgjast með nýjustu tíðindum af málinu í vaktinni að neðan. Ef hún birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni.
Björgunarsveitir Lögreglumál Ferðamennska á Íslandi Sveitarfélagið Hornafjörður Slys á Breiðamerkurjökli Tengdar fréttir Ferðir heimilar allan ársins hring en deilt um manngerða hella „Við treystum þeim fyrirtækjum sem við gerum samninga við að beita sinni bestu dómgreind í mati á aðstæðum og slysin geta alltaf gerst því miður,“ sagði Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður á austurhluta suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, í samtali við fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar í gær. 26. ágúst 2024 06:57 Annar ferðamannanna er látinn Annar ferðamannanna sem náð var undan ísfargi á Breiðamerkurjökli í kvöld er látinn. Hann var úrskurðaður látinn á vettvangi. Hinn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann og er líðan hans stöðug. 25. ágúst 2024 23:56 Tjaldbúðir fluttar upp á jökul Unnið er í teymum við björgunarstarf þar sem hópur björgunarmanna vinnur við að grafa í ísinn og leita að ferðamönnunum tveimur sem saknað er á meðan aðrir hvíla sig. 25. ágúst 2024 22:10 Björgunarstarf haldi áfram inn í kvöldið og nóttina Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir lögregluna vera með þokkalega skýra mynd af aðstæðum á Breiðamerkurjökli þar sem tveimur hefur verið komið undan ís og tveggja er enn leitað eftir að ísveggur hrundi við íshelli. 25. ágúst 2024 19:42 Alvarlegt slys er íshellir hrundi í Breiðamerkurjökli Einn er látinn og annar alvarlega slasaður eftir að ísveggur í Breiðamerkurjökli hrundi. Tilkynning barst viðbragðsaðilum klukkan 15 og hefur umfangsmikil leit að tveimur ferðamönnum til viðbótar, sem urðu undir ísfargi, staðið yfir. 25. ágúst 2024 16:01 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Ferðir heimilar allan ársins hring en deilt um manngerða hella „Við treystum þeim fyrirtækjum sem við gerum samninga við að beita sinni bestu dómgreind í mati á aðstæðum og slysin geta alltaf gerst því miður,“ sagði Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður á austurhluta suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, í samtali við fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar í gær. 26. ágúst 2024 06:57
Annar ferðamannanna er látinn Annar ferðamannanna sem náð var undan ísfargi á Breiðamerkurjökli í kvöld er látinn. Hann var úrskurðaður látinn á vettvangi. Hinn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann og er líðan hans stöðug. 25. ágúst 2024 23:56
Tjaldbúðir fluttar upp á jökul Unnið er í teymum við björgunarstarf þar sem hópur björgunarmanna vinnur við að grafa í ísinn og leita að ferðamönnunum tveimur sem saknað er á meðan aðrir hvíla sig. 25. ágúst 2024 22:10
Björgunarstarf haldi áfram inn í kvöldið og nóttina Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir lögregluna vera með þokkalega skýra mynd af aðstæðum á Breiðamerkurjökli þar sem tveimur hefur verið komið undan ís og tveggja er enn leitað eftir að ísveggur hrundi við íshelli. 25. ágúst 2024 19:42
Alvarlegt slys er íshellir hrundi í Breiðamerkurjökli Einn er látinn og annar alvarlega slasaður eftir að ísveggur í Breiðamerkurjökli hrundi. Tilkynning barst viðbragðsaðilum klukkan 15 og hefur umfangsmikil leit að tveimur ferðamönnum til viðbótar, sem urðu undir ísfargi, staðið yfir. 25. ágúst 2024 16:01