Eitt af því sem enn er í skoðun eru tengsl látnu og manns sem var handtekinn í Reykjavík á fimmtudag.
Nútíminn greindi frá því í morgun að maðurinn hefði staðið að baki eldsvoða að Miðstræti í Neskaupstað í febrúar, þar sem hann var til heimilis. Þá hefði hann glímt við geðræn vandamál og fjölskylda hans ítrekað freistað þess að fá hann nauðungavistaðan og sviptan sjálfræði.
Kristján sagðist ekki geta tjáð sig um fréttaflutning Nútímans.