Innlent

Rann­sókn í Nes­kaup­stað stendur enn yfir og miðar vel

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Í Neskaupstað búa um 1.500 manns.
Í Neskaupstað búa um 1.500 manns. Vísir/Vilhelm

Rannsókn á dauða eldri hjóna sem fundust látin í Neskaupstað fimmtudaginn 22. ágúst síðastliðinn stóð áfram yfir um helgina og miðar vel. Þetta segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, í samtali við fréttastofu.

Eitt af því sem enn er í skoðun eru tengsl látnu og manns sem var handtekinn í Reykjavík á fimmtudag.

Nútíminn greindi frá því í morgun að maðurinn hefði staðið að baki eldsvoða að Miðstræti í Neskaupstað í febrúar, þar sem hann var til heimilis. Þá hefði hann glímt við geðræn vandamál og fjölskylda hans ítrekað freistað þess að fá hann nauðungavistaðan og sviptan sjálfræði.

Kristján sagðist ekki geta tjáð sig um fréttaflutning Nútímans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×