Þriggja daga ævintýralegt brúðkaup á Amalfi Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 26. ágúst 2024 13:01 Brúðkaupið varði í þrjá daga og einkenndist af miklum munaði og glæsilegheitum. Breski leikarinn Ed Westwick og leikkonan Amy Jackson giftu sig við glæsilega athöfn á ítölsku eyjunni Amalfi um helgina. Brúðkaupið stóð yfir í þrjá daga og var ævintýri líkast. „Ferðalagið er rétt að byrja,“ skrifaði Ed við mynd af nýgiftu hjónunum í færslu á Instagram. Amy klæddist hvítum hlíralausum brúðarkjól frá hönnuðinum Alberta Ferretti með sítt slör með blúndu í hárinu. Ed klæddist hvítum jakkafötum frá hönnuðinum Giorgio Armani með svarta slaufu um hálsinn. View this post on Instagram A post shared by Ed Westwick (@edwestwick) Þriggja daga veisla Hjónin giftu sig við litla athöfn þann 9. ágúst síðastliðinn í London á Connaught hótelinu og fögnuðu svo ástinni með þriggja daga brúðkaupi á Ítalíu. Þau buðu 220 gestum sem komu víðsvegar að úr heiminum til að gleðjast með þeim í þriggja daga brúðkaupi á Ítölsku eyjunni Amalfi. „Við vildum halda brúðkaupið á stað sem væri umvafinn fallegri, náttúru og fjallendi, hafinu og vínekrum og væri einstakur í senn og við fundum það ,“ sagði Amy í samtali við bandaríska miðilinn People. Meðal gesta voru stórstjörnur á borð við leikkonuna Kelly Rutherford, leikkonan Daisy Lowe, grínistinn og leikarinn Jack Whitehall, kvikmyndaframleiðandinn Mohammed Al Turki og snyrtivörumógúllinn Dr. Sturm. Hátíðarhöldin hófust föstudaginn 23. ágúst með sólarlagssiglingu á snekkjunni Motonave Patrizia. „Við sigldum meðfram strandlengju Ravello, Positano og Sorrento og lögðum við Capri til að dýfa okkur í sjóinn þegar sólin settist á bak við Faraglioni klettana,“ segir Amy. Brúðkaupið fór fram á laugardeginum og var haldið í hinum sögufræga kastala Castello di Rocca sem er staðsettur ofarlega á eyjunni og er því með stórbrotnu útsýni yfir hafið.Eftir að hafa innsiglað ástina með kossi gengu nýgiftu hjónin út úr athöfninni við lagið Signed, Sealed, Delivered eftir Stevie Wonder. Samkvæmt People voru hjónin og gestir þeirra í kjölfarið leidd í gegnum kastalann af fánabera og lúðrasveit að fallega blómaskreyttri verönd þar sem þeim var boðið var upp á fjölrétta matseðil að hætti Ítala. View this post on Instagram A post shared by Ed Westwick (@edwestwick) Ævintýralegt bónorð Bónorð Westwick vakti vægast samt mikla athygli þegar hann bað um hönd Jackson í janúar síðastliðnum þegar þau voru stödd í fríi í svissnesku Ölpunum. Westwick fór á skeljarnar í 3000 metra hæð á hinni hangandi brú Peak Walk by Tissot sem er á milli útsýnispallanna Les Diablerets og Scex Rouge í Gstaad. View this post on Instagram A post shared by Amy Jackson (@iamamyjackson) Samkvæmt bandaríska miðlinum People kynntist parið á viðburði á vegum bílaframleiðandans Aston Martin, Silverstone racetrack, árið 2021 í Englandi. Þau fóru leynt með samband sitt í fyrstu en opinberuðu það í júní 2022. Westwick er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Chuck Bass í dramaþáttaröðinni Gossip Girl. Ástin og lífið Hollywood Ítalía Brúðkaup Bretland Bíó og sjónvarp Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Sjá meira
„Ferðalagið er rétt að byrja,“ skrifaði Ed við mynd af nýgiftu hjónunum í færslu á Instagram. Amy klæddist hvítum hlíralausum brúðarkjól frá hönnuðinum Alberta Ferretti með sítt slör með blúndu í hárinu. Ed klæddist hvítum jakkafötum frá hönnuðinum Giorgio Armani með svarta slaufu um hálsinn. View this post on Instagram A post shared by Ed Westwick (@edwestwick) Þriggja daga veisla Hjónin giftu sig við litla athöfn þann 9. ágúst síðastliðinn í London á Connaught hótelinu og fögnuðu svo ástinni með þriggja daga brúðkaupi á Ítalíu. Þau buðu 220 gestum sem komu víðsvegar að úr heiminum til að gleðjast með þeim í þriggja daga brúðkaupi á Ítölsku eyjunni Amalfi. „Við vildum halda brúðkaupið á stað sem væri umvafinn fallegri, náttúru og fjallendi, hafinu og vínekrum og væri einstakur í senn og við fundum það ,“ sagði Amy í samtali við bandaríska miðilinn People. Meðal gesta voru stórstjörnur á borð við leikkonuna Kelly Rutherford, leikkonan Daisy Lowe, grínistinn og leikarinn Jack Whitehall, kvikmyndaframleiðandinn Mohammed Al Turki og snyrtivörumógúllinn Dr. Sturm. Hátíðarhöldin hófust föstudaginn 23. ágúst með sólarlagssiglingu á snekkjunni Motonave Patrizia. „Við sigldum meðfram strandlengju Ravello, Positano og Sorrento og lögðum við Capri til að dýfa okkur í sjóinn þegar sólin settist á bak við Faraglioni klettana,“ segir Amy. Brúðkaupið fór fram á laugardeginum og var haldið í hinum sögufræga kastala Castello di Rocca sem er staðsettur ofarlega á eyjunni og er því með stórbrotnu útsýni yfir hafið.Eftir að hafa innsiglað ástina með kossi gengu nýgiftu hjónin út úr athöfninni við lagið Signed, Sealed, Delivered eftir Stevie Wonder. Samkvæmt People voru hjónin og gestir þeirra í kjölfarið leidd í gegnum kastalann af fánabera og lúðrasveit að fallega blómaskreyttri verönd þar sem þeim var boðið var upp á fjölrétta matseðil að hætti Ítala. View this post on Instagram A post shared by Ed Westwick (@edwestwick) Ævintýralegt bónorð Bónorð Westwick vakti vægast samt mikla athygli þegar hann bað um hönd Jackson í janúar síðastliðnum þegar þau voru stödd í fríi í svissnesku Ölpunum. Westwick fór á skeljarnar í 3000 metra hæð á hinni hangandi brú Peak Walk by Tissot sem er á milli útsýnispallanna Les Diablerets og Scex Rouge í Gstaad. View this post on Instagram A post shared by Amy Jackson (@iamamyjackson) Samkvæmt bandaríska miðlinum People kynntist parið á viðburði á vegum bílaframleiðandans Aston Martin, Silverstone racetrack, árið 2021 í Englandi. Þau fóru leynt með samband sitt í fyrstu en opinberuðu það í júní 2022. Westwick er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Chuck Bass í dramaþáttaröðinni Gossip Girl.
Ástin og lífið Hollywood Ítalía Brúðkaup Bretland Bíó og sjónvarp Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Sjá meira