Chappell Roan biður um frið: „Konur skulda ykkur ekki skít“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 26. ágúst 2024 14:02 Tónlistarkonan Chappell Roan biður aðdáendur að virða mörk hennar. Dana Jacobs/WireImage Tónlistarkonan og rísandi stjarnan Chappell Roan hefur átt viðburðaríkt sumar og er í dag ein vinsælasta tónlistarkona í heimi með smelli á borð við Good luck babe og Hot to go. Velgengnin og frægðin sem henni fylgir er þó ekki alltaf tekin út með sældinni. Á dögunum birti Roan færslu á Instagram þar sem hún biður fólk vinsamlegast um að virða hennar mörk. Hún skrifar meðal annars: „Síðastliðin tíu ár hef ég stanslaust unnið hörðum höndum að því að byggja upp verkefnið mitt og nú er komið að því að ég þurfi að leggja línurnar og setja mörk. Ég vil vera listamaður eins lengi og hægt er. Ég hef verið í of mörgum ósamþykktum líkamlegum og félagslegum samskiptum og ég verð bara að minna ykkur á það að konur skulda ykkur ekki skít. Ég valdi þessa vegferð vegna þess að ég elska tónlist og list og er að heiðra barnið innra með mér. Ég samþykki ekki neins konar áreiti bara vegna þess að ég valdi þessa leið í lífinu og ég á það heldur ekki skilið.“ Chappell Roan er búin að eiga risastórt tónlistarár.Dana Jacobs/WireImage) Þá segist hún meðal annars ekki skulda aðdáendum sínum það að þeir fái að grípa í hana, taka myndir með henni og tala við hana. „Þið verðið að skilja það að ég fagna velgengni tónlistarinnar minnar, ástinnar sem ég finn frá aðdáendum og þakklætinu sem ég hef. Það sem ég samþykki ekki er óhugnanlegt fólk, að vera snert óumbeðin og að það séu eltihrellar á eftir mér.“ Hún segir að viðbrögð fólks séu gjarnan þau að hún hefði nú átt að vita að fræðginni fylgdi þessar skuggahliðar. „Það er sambærilegt og að segja við konur sem klæðast stuttum pilsum að þær eigi skilið að vera áreittar. Það er ekki skylda konunnar að taka svona skít á sig. Fólk sem áreitir á að bera ábyrgð á sér, hætta því, vera almennilegar manneskjur og bera virðingu fyrir konum.“ Sömuleiðis biðlar hún til fólks að hætta að snerta hana, hætta að haga sér undarlega í kringum fjölskyldu hennar og hætta að áætla hluti um hana. „Ég finn fyrir meiri ást en ég hef nokkurn tíma fundið í lífi mínu. Ég hef sömuleiðis aldrei upplifað mig í jafn mikilli hættu og núna. Það er ákveðinn hluti af sjálfri mér sem ég geymi fyrir tónlistina og fyrir ykkur öll. Það er svo annar hluti af sjálfri mér sem er bara fyrir mig og ég vil ekki að hann sé tekinn af mér.“ Hér má sjá færslu Roan í heild sinni: View this post on Instagram A post shared by ・゚: *✧ Chappell Roan ✧*:・゚ (@chappellroan) Sem áður segir skaust Roan almennilega upp á stjörnuhimininn á þessu ári og hefur komið fram víða á tónleikum. Hún er með rúmlega 43 milljónir mánaðarlegra hlustenda á streymisveitunni Spotify og lög hennar eru mörg hver með mörg hundruð milljón spilanir. Tónlist Hollywood Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Á dögunum birti Roan færslu á Instagram þar sem hún biður fólk vinsamlegast um að virða hennar mörk. Hún skrifar meðal annars: „Síðastliðin tíu ár hef ég stanslaust unnið hörðum höndum að því að byggja upp verkefnið mitt og nú er komið að því að ég þurfi að leggja línurnar og setja mörk. Ég vil vera listamaður eins lengi og hægt er. Ég hef verið í of mörgum ósamþykktum líkamlegum og félagslegum samskiptum og ég verð bara að minna ykkur á það að konur skulda ykkur ekki skít. Ég valdi þessa vegferð vegna þess að ég elska tónlist og list og er að heiðra barnið innra með mér. Ég samþykki ekki neins konar áreiti bara vegna þess að ég valdi þessa leið í lífinu og ég á það heldur ekki skilið.“ Chappell Roan er búin að eiga risastórt tónlistarár.Dana Jacobs/WireImage) Þá segist hún meðal annars ekki skulda aðdáendum sínum það að þeir fái að grípa í hana, taka myndir með henni og tala við hana. „Þið verðið að skilja það að ég fagna velgengni tónlistarinnar minnar, ástinnar sem ég finn frá aðdáendum og þakklætinu sem ég hef. Það sem ég samþykki ekki er óhugnanlegt fólk, að vera snert óumbeðin og að það séu eltihrellar á eftir mér.“ Hún segir að viðbrögð fólks séu gjarnan þau að hún hefði nú átt að vita að fræðginni fylgdi þessar skuggahliðar. „Það er sambærilegt og að segja við konur sem klæðast stuttum pilsum að þær eigi skilið að vera áreittar. Það er ekki skylda konunnar að taka svona skít á sig. Fólk sem áreitir á að bera ábyrgð á sér, hætta því, vera almennilegar manneskjur og bera virðingu fyrir konum.“ Sömuleiðis biðlar hún til fólks að hætta að snerta hana, hætta að haga sér undarlega í kringum fjölskyldu hennar og hætta að áætla hluti um hana. „Ég finn fyrir meiri ást en ég hef nokkurn tíma fundið í lífi mínu. Ég hef sömuleiðis aldrei upplifað mig í jafn mikilli hættu og núna. Það er ákveðinn hluti af sjálfri mér sem ég geymi fyrir tónlistina og fyrir ykkur öll. Það er svo annar hluti af sjálfri mér sem er bara fyrir mig og ég vil ekki að hann sé tekinn af mér.“ Hér má sjá færslu Roan í heild sinni: View this post on Instagram A post shared by ・゚: *✧ Chappell Roan ✧*:・゚ (@chappellroan) Sem áður segir skaust Roan almennilega upp á stjörnuhimininn á þessu ári og hefur komið fram víða á tónleikum. Hún er með rúmlega 43 milljónir mánaðarlegra hlustenda á streymisveitunni Spotify og lög hennar eru mörg hver með mörg hundruð milljón spilanir.
Tónlist Hollywood Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira