Létu ungmenni millifæra á sig fé með ofbeldi og hótunum Lovísa Arnardóttir skrifar 26. ágúst 2024 15:11 Mennirnir réðust að ungmennum við verslunarmiðstöðina Fjörð í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Tveir karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 20. september vegna gruns um ofbeldi, hótanir og þjófnað í garð barna og ungmenna í Hafnarfirði. Mennirnir eru fæddir árin 2003 og 2005 og eru því 21 árs og 19 ára. Þá hefur sá þriðji verið vistaður vegna sama máls á Stuðlum en ekki var hægt að úrskurða hann í gæsluvarðhald sökum aldurs. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum á föstudag og úrskurðaði Héraðsdómur Reykjaness um það á laugardag. Mennirnir hafa kært niðurstöðuna til Landsréttar að sögn Sævars Guðmundssonar, aðalvarðstjóra á lögreglustöðinni í Hafnarfirði. Fyrst var fjallað um málið á vef mbl.is. Hann segir rannsókn miða vel og allt kapp lagt á að ljúka rannsókn á meðan mennirnir eru vistaðir í gæsluvarðhaldi. Lögregla hefur nýtt sér í rannsókninni gögn úr símum ungmennanna sem og upptökur úr öryggismyndavélum. Búið er að yfirheyra mennina og fjölda vitna að árásunum í síðustu viku. „Við leggjum allt kapp á að klára þau mál sem eru opin og eru til rannsóknar. Þannig þau verði kláruð áður en gæsluvarðhaldstíminn rennur út,“ segir Sævar en með þeim fyrirvara að Landsréttur eigi enn eftir að úrskurða um kæru mannanna. Ekki bundið við Hafnarfjörð Atvikin sem um ræðir áttu sér stað við verslunarmiðstöðina Fjörð, á Víðistaðatúni og við Hraunvallaskóla. Mennirnir hafa þá beitt börnin eða ungmennin ofbeldi eða hótað þeim til að fá þau til að millifæra á sig pening. „Þessi mál síðast voru í Hafnarfirði en þetta eru mál sem þeir eiga víðar á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er ekki bundið við Hafnarfjörð. En þeir hafa verið að veitast að unglingum sérstaklega og stela af þeim fjármunum. Neyða ungmennin til að framkvæma millifærslur úr símanum á reikningum sínum á aðra. Þeir hóta þeim líkamsmeiðingum og fleiru ef ekki er farið að kröfum þeirra,“ segir Sævar í samtali við fréttastofu. Hann segir ungmennin sem hafa lent í mönnunum í viðkvæmri stöðu. „Þeir hafa orðið fyrir hótunum. Þetta eru ungt fólk, krakkar á unglingsaldri í flestum tilfellum. Við lítum það mjög alvarlegum augum að börn geti ekki leikið sér á skólalóð án þess að verða fyrir aðkasti og árásum.“ Sævar segir að í einhverjum tilfellum hafi slíkar millifærslur verið framkvæmdar en því miður sé oft lítið við því að gera. Óásættanlegt að börn geti ekki leikið sér úti „Það voru þessi þrjú mál í síðustu viku sem gerðu útslagið,“ segir Sævar og að þegar þau voru tilkynnt til lögreglu hafi verið ákveðið að fara fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum. „Það var kornið sem fyllti mælinn, þessi mál í síðustu viku. Við gátum ekki annað en að láta á þetta reyna. Þetta hefur svo mikil áhrif á þessa krakka. Þau eru kannski í körfubolta þegar þeir koma að veitast að þeim. Við getum ekki þolað það að börnin geti ekki leikið sér í friði fyrir svona löguðu. Það er algjörlega óásættanlegt.“ Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Hafnarfjörður Barnavernd Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum frá nágrannanum Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum á föstudag og úrskurðaði Héraðsdómur Reykjaness um það á laugardag. Mennirnir hafa kært niðurstöðuna til Landsréttar að sögn Sævars Guðmundssonar, aðalvarðstjóra á lögreglustöðinni í Hafnarfirði. Fyrst var fjallað um málið á vef mbl.is. Hann segir rannsókn miða vel og allt kapp lagt á að ljúka rannsókn á meðan mennirnir eru vistaðir í gæsluvarðhaldi. Lögregla hefur nýtt sér í rannsókninni gögn úr símum ungmennanna sem og upptökur úr öryggismyndavélum. Búið er að yfirheyra mennina og fjölda vitna að árásunum í síðustu viku. „Við leggjum allt kapp á að klára þau mál sem eru opin og eru til rannsóknar. Þannig þau verði kláruð áður en gæsluvarðhaldstíminn rennur út,“ segir Sævar en með þeim fyrirvara að Landsréttur eigi enn eftir að úrskurða um kæru mannanna. Ekki bundið við Hafnarfjörð Atvikin sem um ræðir áttu sér stað við verslunarmiðstöðina Fjörð, á Víðistaðatúni og við Hraunvallaskóla. Mennirnir hafa þá beitt börnin eða ungmennin ofbeldi eða hótað þeim til að fá þau til að millifæra á sig pening. „Þessi mál síðast voru í Hafnarfirði en þetta eru mál sem þeir eiga víðar á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er ekki bundið við Hafnarfjörð. En þeir hafa verið að veitast að unglingum sérstaklega og stela af þeim fjármunum. Neyða ungmennin til að framkvæma millifærslur úr símanum á reikningum sínum á aðra. Þeir hóta þeim líkamsmeiðingum og fleiru ef ekki er farið að kröfum þeirra,“ segir Sævar í samtali við fréttastofu. Hann segir ungmennin sem hafa lent í mönnunum í viðkvæmri stöðu. „Þeir hafa orðið fyrir hótunum. Þetta eru ungt fólk, krakkar á unglingsaldri í flestum tilfellum. Við lítum það mjög alvarlegum augum að börn geti ekki leikið sér á skólalóð án þess að verða fyrir aðkasti og árásum.“ Sævar segir að í einhverjum tilfellum hafi slíkar millifærslur verið framkvæmdar en því miður sé oft lítið við því að gera. Óásættanlegt að börn geti ekki leikið sér úti „Það voru þessi þrjú mál í síðustu viku sem gerðu útslagið,“ segir Sævar og að þegar þau voru tilkynnt til lögreglu hafi verið ákveðið að fara fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum. „Það var kornið sem fyllti mælinn, þessi mál í síðustu viku. Við gátum ekki annað en að láta á þetta reyna. Þetta hefur svo mikil áhrif á þessa krakka. Þau eru kannski í körfubolta þegar þeir koma að veitast að þeim. Við getum ekki þolað það að börnin geti ekki leikið sér í friði fyrir svona löguðu. Það er algjörlega óásættanlegt.“
Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Hafnarfjörður Barnavernd Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum frá nágrannanum Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira