Sofið minna en skorað meira: „Ekki eitthvað sem ég mæli með“ Valur Páll Eiríksson skrifar 27. ágúst 2024 09:02 Björn Daníel Sverrisson hefur farið mikinn með FH að undanförnu. Vísir/Sigurjón Björn Daníel Sverrisson raðar inn mörkum fyrir FH og er markahæsti leikmaður liðsins í Bestu deild karla. Björn kveðst óviss um hvað orsaki markaflóðið en segist þó hafa sofið minna í ár en þau á undan. Björn Daníel skoraði tvö og lagði upp það þriðja í 3-2 endurkomusigri FH á Fylki í Bestu deild karla í fótbolta í fyrrakvöld en sá sigur skaut FH upp í fjórða sæti, sem gæti veitt keppnisrétt í Sambandsdeild Evrópu að ári. Björn Daníel hefur ekki verið iðinn við kolann í markaskorun undanfarin ár en breyting hefur orðið á þetta sumarið. „Það er bara gott að vinna og alltaf gaman að skora. Það hefur gengið ágætlega í markaskorun hjá mér síðasta mánuðinn og vonandi heldur það áfram. Það er gott þegar það er talað vel um mann og ætti að ýta undir það að maður haldi áfram að spila vel,“ segir Björn Daníel er Sportpakkanum á Stöð 2. „Ég er orðinn það gamall og að ég vona að þetta stígi mér ekki til höfuðs í næstu leikjum,“ bætir hann við. Björn Daníel hefur sem sagt lært af því á leiðinni, þökk sé þjálfara hans Heimi Guðjónssyni, sem einnig var þjálfari FH þegar Björn Daníel skoraði mest níu mörk sumarið 2013. „Þegar maður var yngri þótti manni stundum aðeins of gaman að fá hrós. Ég held ég hafi lært það frtá Heimi þegar ég var yngri að maður fékk að heyra það aðeins í leiknum á eftir ef maður var ekki að standa sig vel,“ segir Björn Daníel. Sofið minna í ár Heimir gerir hins vegar kröfu um að Björn Daníel bæti sinn hæsta markafjölda áður en deildinni verður skipt upp. Björn þarf til þess að skora tvö mörk í næstu tveimur leikjum. „Ég ætla að vona það. Fyrst hann er kominn með átta hlýtur hann að stefna á tíu, ekki spurning um það,“ sagði Heimir eftir leikinn við Fylki í fyrrakvöld. Björn Daníel tekur vel í það. „Ég veit að Heimir gerir ákveðnar kröfur til mín og hefur alltaf gert það þegar ég hef verið leikmaður hjá honum. Það er bara gaman að það sé ætlast til þess að maður geri eitthvað fyrir liðið,“ segir Björn. En hvað hefur verið öðruvísi í ár hjá Birni, samanborið við árin á undan? „Ef eitthvað er hef ég sofið minna á þessu ári. Við eignuðumst strák í desember sem er átta mánaða núna og maður hefur ekki alltaf fengið fullan svefn. Ég veit nú ekki hvort það sé eitthvað sem ég mæli með,“ segir Björn Daníel. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. FH Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
Björn Daníel skoraði tvö og lagði upp það þriðja í 3-2 endurkomusigri FH á Fylki í Bestu deild karla í fótbolta í fyrrakvöld en sá sigur skaut FH upp í fjórða sæti, sem gæti veitt keppnisrétt í Sambandsdeild Evrópu að ári. Björn Daníel hefur ekki verið iðinn við kolann í markaskorun undanfarin ár en breyting hefur orðið á þetta sumarið. „Það er bara gott að vinna og alltaf gaman að skora. Það hefur gengið ágætlega í markaskorun hjá mér síðasta mánuðinn og vonandi heldur það áfram. Það er gott þegar það er talað vel um mann og ætti að ýta undir það að maður haldi áfram að spila vel,“ segir Björn Daníel er Sportpakkanum á Stöð 2. „Ég er orðinn það gamall og að ég vona að þetta stígi mér ekki til höfuðs í næstu leikjum,“ bætir hann við. Björn Daníel hefur sem sagt lært af því á leiðinni, þökk sé þjálfara hans Heimi Guðjónssyni, sem einnig var þjálfari FH þegar Björn Daníel skoraði mest níu mörk sumarið 2013. „Þegar maður var yngri þótti manni stundum aðeins of gaman að fá hrós. Ég held ég hafi lært það frtá Heimi þegar ég var yngri að maður fékk að heyra það aðeins í leiknum á eftir ef maður var ekki að standa sig vel,“ segir Björn Daníel. Sofið minna í ár Heimir gerir hins vegar kröfu um að Björn Daníel bæti sinn hæsta markafjölda áður en deildinni verður skipt upp. Björn þarf til þess að skora tvö mörk í næstu tveimur leikjum. „Ég ætla að vona það. Fyrst hann er kominn með átta hlýtur hann að stefna á tíu, ekki spurning um það,“ sagði Heimir eftir leikinn við Fylki í fyrrakvöld. Björn Daníel tekur vel í það. „Ég veit að Heimir gerir ákveðnar kröfur til mín og hefur alltaf gert það þegar ég hef verið leikmaður hjá honum. Það er bara gaman að það sé ætlast til þess að maður geri eitthvað fyrir liðið,“ segir Björn. En hvað hefur verið öðruvísi í ár hjá Birni, samanborið við árin á undan? „Ef eitthvað er hef ég sofið minna á þessu ári. Við eignuðumst strák í desember sem er átta mánaða núna og maður hefur ekki alltaf fengið fullan svefn. Ég veit nú ekki hvort það sé eitthvað sem ég mæli með,“ segir Björn Daníel. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
FH Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira