Alsæl með meiri svefn: „Þessi hálftími gerir mjög mikið!“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. ágúst 2024 20:02 Þau Vésteinn, Katla og steinunn eru glöð með breytinguna og finna mun á sér að geta sofið aðeins lengur á morgnanna. Vísir/Sigurjón Tíundu bekkingar í Hagaskóla hoppa hæð sína yfir að fá nú að sofa hálftíma lengur eftir breytingu hjá Reykjavíkurborg. Svefnsérfræðingur bindur vonir við að önnur sveitarfélög fylgi í kjölfarið. Þær breytingar urðu nú á haustönn í unglingadeildum Reykjavíkurborgar að skóladeginum seinkar og hefst nú klukkan níu á morgnanna en ekki hálf níu líkt og var. Borgarráð samþykkti tillögu skóla- og frísundasviðs þess efnis í ársbyrjun eftir tilraunaverkefni og samráð. Nemendur í Hagaskóla finna mikinn mun á sér eftir breytinguna þótt skammt sé liðið á önnina. „Þessi hálftími gerir mjög mikið. Ég man að í áttunda bekk var smá mygluvesen hérna í Hagaskóla og þá þurftum við að taka rútu upp í Korpu og þá fengum við að sofa jafnvel minna og það korter gerði mig alveg úrvinda,“ segir Vésteinn, sem var að byrja í 10. bekk í Hagaskóla og bekkjarsystur hans Katla og Steinunn taka undir með honum. Munurinn sé mikill og muni þær miklu að fá auka hálftíma. Mikilvægast að framhaldsskólar breyti skólabyrjun Dr. Erla Björnsdóttir, sérfræðingur í svefnrannsóknum fagnar þessu og vonar að fleiri sveitarfélög fylgi í kjölfarið. Unglingar séu almennt mjög vansvefta. „Um helmingur unglinga í áttunda til tíunda bekk er að sofa of lítið og meirihluti í framhaldsskóla. Þetta er einn liður í því að hjálpa unglingum að fá betri svefn sem auðvitað styður síðan við bæði líkamlega heilsu, andlega vellíðan, námsárangur og fleira.“ Erla vill að framhaldsskólarnir seinki líka skólabyrjun. „Af því að vandinn er meiri þar, álagið er mjög mikið. Þetta er oft mjög mikið stökk að fara úr grunnskóla yfir í framhaldsskóla þannig að það væri virkilega jákvætt ef við myndum sjá framhaldsskólana íhuga að gera slíkt hið sama.“ En hvernig ætla nemendurnir að nýta hálftímann? „Ég persónulega nýt þess að taka minn tíma heima, mér finnst það mjög næs því ef maður vaknar í stressi þá er maður svolítið daufur í skólanum,“ segir Katla. „Ég er sofandi allan hálftímann,“ segir Vésteinn. Þú nýtir hverja einustu mínútu? „Jebb,“ segir Vésteinn og glottir. Svefn Grunnskólar Reykjavík Borgarstjórn Framhaldsskólar Tengdar fréttir Vilja útfæra seinkun á upphafi skóladags grunnskólanna í Reykjavík Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í gær tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að skóla- og frístundasviði borgarinnar verði falið að leggja grunn að breiðu samráði um „áhugaverðar og bestu leiðir til að seinka upphafi skóladags í grunnskólum Reykjavíkur“. 9. júní 2023 08:07 Breyttur kennslutími í grunnskólum borgarinnar Töluverðar breytingar verða á skólatíma barna í öðrum til fjórða bekk í grunnskólum Reykjavíkur, sem verða settir eftir helgi. Í sumum tilvikum seinkar skólabyrjun um hátt í klukkustund, en víðast styttist dagurinn í hinn endann. Frístundaheimili eiga að taka við börnum fyrr en áður. 19. ágúst 2009 12:32 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Þær breytingar urðu nú á haustönn í unglingadeildum Reykjavíkurborgar að skóladeginum seinkar og hefst nú klukkan níu á morgnanna en ekki hálf níu líkt og var. Borgarráð samþykkti tillögu skóla- og frísundasviðs þess efnis í ársbyrjun eftir tilraunaverkefni og samráð. Nemendur í Hagaskóla finna mikinn mun á sér eftir breytinguna þótt skammt sé liðið á önnina. „Þessi hálftími gerir mjög mikið. Ég man að í áttunda bekk var smá mygluvesen hérna í Hagaskóla og þá þurftum við að taka rútu upp í Korpu og þá fengum við að sofa jafnvel minna og það korter gerði mig alveg úrvinda,“ segir Vésteinn, sem var að byrja í 10. bekk í Hagaskóla og bekkjarsystur hans Katla og Steinunn taka undir með honum. Munurinn sé mikill og muni þær miklu að fá auka hálftíma. Mikilvægast að framhaldsskólar breyti skólabyrjun Dr. Erla Björnsdóttir, sérfræðingur í svefnrannsóknum fagnar þessu og vonar að fleiri sveitarfélög fylgi í kjölfarið. Unglingar séu almennt mjög vansvefta. „Um helmingur unglinga í áttunda til tíunda bekk er að sofa of lítið og meirihluti í framhaldsskóla. Þetta er einn liður í því að hjálpa unglingum að fá betri svefn sem auðvitað styður síðan við bæði líkamlega heilsu, andlega vellíðan, námsárangur og fleira.“ Erla vill að framhaldsskólarnir seinki líka skólabyrjun. „Af því að vandinn er meiri þar, álagið er mjög mikið. Þetta er oft mjög mikið stökk að fara úr grunnskóla yfir í framhaldsskóla þannig að það væri virkilega jákvætt ef við myndum sjá framhaldsskólana íhuga að gera slíkt hið sama.“ En hvernig ætla nemendurnir að nýta hálftímann? „Ég persónulega nýt þess að taka minn tíma heima, mér finnst það mjög næs því ef maður vaknar í stressi þá er maður svolítið daufur í skólanum,“ segir Katla. „Ég er sofandi allan hálftímann,“ segir Vésteinn. Þú nýtir hverja einustu mínútu? „Jebb,“ segir Vésteinn og glottir.
Svefn Grunnskólar Reykjavík Borgarstjórn Framhaldsskólar Tengdar fréttir Vilja útfæra seinkun á upphafi skóladags grunnskólanna í Reykjavík Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í gær tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að skóla- og frístundasviði borgarinnar verði falið að leggja grunn að breiðu samráði um „áhugaverðar og bestu leiðir til að seinka upphafi skóladags í grunnskólum Reykjavíkur“. 9. júní 2023 08:07 Breyttur kennslutími í grunnskólum borgarinnar Töluverðar breytingar verða á skólatíma barna í öðrum til fjórða bekk í grunnskólum Reykjavíkur, sem verða settir eftir helgi. Í sumum tilvikum seinkar skólabyrjun um hátt í klukkustund, en víðast styttist dagurinn í hinn endann. Frístundaheimili eiga að taka við börnum fyrr en áður. 19. ágúst 2009 12:32 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Vilja útfæra seinkun á upphafi skóladags grunnskólanna í Reykjavík Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í gær tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að skóla- og frístundasviði borgarinnar verði falið að leggja grunn að breiðu samráði um „áhugaverðar og bestu leiðir til að seinka upphafi skóladags í grunnskólum Reykjavíkur“. 9. júní 2023 08:07
Breyttur kennslutími í grunnskólum borgarinnar Töluverðar breytingar verða á skólatíma barna í öðrum til fjórða bekk í grunnskólum Reykjavíkur, sem verða settir eftir helgi. Í sumum tilvikum seinkar skólabyrjun um hátt í klukkustund, en víðast styttist dagurinn í hinn endann. Frístundaheimili eiga að taka við börnum fyrr en áður. 19. ágúst 2009 12:32
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent