„Ekki mikið að pæla í stöðutöflunni“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 26. ágúst 2024 22:16 Árni Snær gefur skipanir til sinna manna. Vísir/Diego Stjarnan vann mikilvægan 2-0 heimasigur á HK í kvöld í 20. umferð Bestu deildar karla. Sigurinn skilaði liðinu upp um tvö sæti og situr nú í sjötta sætinu þegar aðeins tvær umferðir eru þangað til að deildin skiptist í tvennt. Árni Snær Ólafsson, markvörður Stjörnunnar, var sáttur með frammistöðu síns liðs í dag. „Við vorum bara að spila helvíti fínt og náðum að leysa pressuna þeirra sem þeir voru að koma í mjög vel að mestu leyti. Svo bara það sem þeir eru góðir í, föst leikatriði og skyndisóknir, við náðum bara að loka helvíti vel á það.“ Er þetta í fimmta sinn á tímabilinu að Stjarnan heldur hreinu og hafa aðeins Blikar haldið oftar hreinu á tímabilinu. Árni Snær var sáttur með varnarleikinn í dag og segir mikilvægt að liðið virði þá vinnu sem leggja þarf á sig í varnarleik liðsins. „Þetta snýst bara um að vera allir saman í þessu og bara virða varnarleikinn í þessu dóti, eins og við gerðum núna, bara að taka ábyrgð á sínum manni eða svæði í föstum leikatriðum eða annars staðar á vellinum. Hver og einn tekur ábyrgð og þannig virkar þetta bara.“ Árni Snær.Vísir/Diego Eins og áður segir þá fleytti þessi sigur Stjörnunni upp um tvö sæti í deildinni og í hið eftirsótta sjötta sæti áður en deildin skiptist í tvennt. Árni Snær segist þó ekki mikið pæla í töflunni þó að sigurinn í kvöl hafi verið mikilvægur fyrir framhaldið. „Hann var mjög mikilvægur án þess þó, allavegana ég er ekki mikið að pæla í stöðutöflunni. Það eru tveir leikir eftir og ef við fáum alvöru frammistöðu úr þeim og þrjú stig ofan á það þá verðum við bara sáttir. Síðan bara pælum við í töflunni eftir 22 leiki, ég er allavegana þannig.“ „Við erum ekkert að pæla í öðru dæmi, við erum bara að pæla í sjálfum okkur. Sama á móti hverjum við erum og hvenær sem leikurinn er þá reynum við bara að spila alveg eins. Svo bara pælum við í stöðutöflunni eftir 22. umferðir og svo aftur eftir 27. umferðir. Við reynum bara að spila okkar leik,“ sagði Árni Snær að lokum. Árni Snær handsamar knöttinn.Vísir/Diego Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Árni Snær Ólafsson, markvörður Stjörnunnar, var sáttur með frammistöðu síns liðs í dag. „Við vorum bara að spila helvíti fínt og náðum að leysa pressuna þeirra sem þeir voru að koma í mjög vel að mestu leyti. Svo bara það sem þeir eru góðir í, föst leikatriði og skyndisóknir, við náðum bara að loka helvíti vel á það.“ Er þetta í fimmta sinn á tímabilinu að Stjarnan heldur hreinu og hafa aðeins Blikar haldið oftar hreinu á tímabilinu. Árni Snær var sáttur með varnarleikinn í dag og segir mikilvægt að liðið virði þá vinnu sem leggja þarf á sig í varnarleik liðsins. „Þetta snýst bara um að vera allir saman í þessu og bara virða varnarleikinn í þessu dóti, eins og við gerðum núna, bara að taka ábyrgð á sínum manni eða svæði í föstum leikatriðum eða annars staðar á vellinum. Hver og einn tekur ábyrgð og þannig virkar þetta bara.“ Árni Snær.Vísir/Diego Eins og áður segir þá fleytti þessi sigur Stjörnunni upp um tvö sæti í deildinni og í hið eftirsótta sjötta sæti áður en deildin skiptist í tvennt. Árni Snær segist þó ekki mikið pæla í töflunni þó að sigurinn í kvöl hafi verið mikilvægur fyrir framhaldið. „Hann var mjög mikilvægur án þess þó, allavegana ég er ekki mikið að pæla í stöðutöflunni. Það eru tveir leikir eftir og ef við fáum alvöru frammistöðu úr þeim og þrjú stig ofan á það þá verðum við bara sáttir. Síðan bara pælum við í töflunni eftir 22 leiki, ég er allavegana þannig.“ „Við erum ekkert að pæla í öðru dæmi, við erum bara að pæla í sjálfum okkur. Sama á móti hverjum við erum og hvenær sem leikurinn er þá reynum við bara að spila alveg eins. Svo bara pælum við í stöðutöflunni eftir 22. umferðir og svo aftur eftir 27. umferðir. Við reynum bara að spila okkar leik,“ sagði Árni Snær að lokum. Árni Snær handsamar knöttinn.Vísir/Diego
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira