Enn tilkynnt um magakveisu á hálendinu Lovísa Arnardóttir skrifar 27. ágúst 2024 15:10 Tilkynnt var um veikindi í Hrafntinnuskeri í gær. Mynd/Ferðafélag Íslands Tilkynnt var um tvo veika einstaklinga í Hrafntinnuskeri í gær. Nóróveira hefur greinst í sýnum frá fólki sem veiktist af magakveisu á fjölsóttum ferðamannastöðum á hálendinu nýverið. Rannsókn landlæknis og heilbrigðiseftirlits Suðurlands á hópsmitinu stendur enn yfir. Ekki er hægt að fullyrða um uppruna smits, í neysluvatni eða annars staðar. Alls hefur nóróveira greinst hjá níu einstaklingum sem höfðu viðkomu á Rjúpnavöllum og hjá tveimur skólabörnum sem meðal annars gistu í Emstrum. Í tilkynningu frá embætti landlæknis segir að vonir hafi staðið til þess að hópsýkingarnar væru yfirstaðnar en miðað við tilkynninguna sem barst í gær sé ljóst að svo sé ekki. Alls um hundrað tilkynnt veikindi Staðfest hefur verið að yfir sextíu manns veiktust í tengslum við ferðalag eftir Landmannaleið og að yfir fjörutíu hafa veikst nýlega á Laugaveginum. Flestir þeirra ferðamanna sem veiktust voru á ferð um eða við Landmannaleið (Landmannalaugar, Landmannahellir, Áfangagil, Hólaskógur, Rjúpnavellir) eða í gönguferð eftir „Laugaveginum“ (Landmannalaugar, Hrafntinnusker, Álftavatn, Hvanngil, Emstrur, Þórsmörk (Básar)). Fram kemur í tilkynningu að fjöldi þeirra sem veiktist er þó líklega töluvert hærri þar sem fæstir ferðamenn tilkynna veikindi sín til yfirvalda. Þá segir að erfitt sé að meta fjölda ferðamanna á þessum slóðum um hásumarið. Líklega séu hundruð manna á ferðinni á Laugaveginum á hverjum tíma. Enn verið að greina sýni Í tilkynningu segir að Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hafi haft samband við staðarhaldara í skálum á ofangreindum ferðamannastöðum. Gefin hafa verið út tilmæli um að sjóða allt neysluvatn og að þrífa alla yfirborðsfleti og búnað í skálunum með viðeigandi aðferðum. Þá hefur heilbrigðiseftirlitið tekið sýni til rannsókna á neysluvatni í skálum á ofangreindum hálendisstöðum til þess að ganga úr skugga um að vatnsból eða neysluvatn séu ekki menguð af saurgerlum eða mögulega nóróveiru. Tekin hafa verið sýni úr eftirfarandi skálum: Rjúpnavöllum, Hólaskógi, Áfangagili, Landmannahelli, Landmannalaugum, Hrafntinnuskeri og Álftavatni. Áform eru um sýnatökur í Hvanngili, Emstrum og Básum. Rannsaka nóróveiru og saurgerlamengun Fram kemur í tilkynningu landlæknis að neysluvatnssýni séu rannsökuð með tilliti til saurgerlamengunar hérlendis en að nóróveiru þurfi að mæla á rannsóknarstofu erlendis. Þegar hefur greinst saurgerlamengun í neysluvatni á Rjúpnavöllum en ekki er vitað um veikindi vegna saurgerla. Fyrir aðra skála eru niðurstöður annaðhvort neikvæðar eða eru væntanlegar á næstu dögum. Niðurstöður frá erlendri rannsóknarstofu staðfesta að ekki greindist nóróveira í neysluvatnssýnum sem tekin voru á Rjúpnavöllum og í Landmannahelli. Rangárþing eystra Rangárþing ytra Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Magakveisur ekki til þess að fólk forðist skála FÍ Fólk hefur ekki afpantað gistingu í skálum Ferðafélags Íslands eftir að fregnir af nóróveirusmitum bárust í síðustu viku. Ólíklegt er talið að smitin megi rekja í vatnsból við skálana. 27. ágúst 2024 06:12 Óvíst hvernig skólahópurinn smitaðist Allt bendir til að upp hafi komið nóróveirusmit í Emstruskála, Básum og í Þórsmörk þar sem hátt í fimmtíu börn og sjö fullorðnir veiktust í nótt. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir óljóst hvernig smitið kom upp. 23. ágúst 2024 17:18 Einkenni nóróveiru komin fram „Einkennin eru ansi grunsamleg fyrir nóróveiru, sem er mjög smitandi og getur valdið hópsýkingum.“ 23. ágúst 2024 13:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent „Þetta hefur verið ströng og erfið nótt“ Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Skoða að leyfa fólki að hirða muni sem á að farga Innlent Maðurinn kominn upp úr fljótinu Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Alls hefur nóróveira greinst hjá níu einstaklingum sem höfðu viðkomu á Rjúpnavöllum og hjá tveimur skólabörnum sem meðal annars gistu í Emstrum. Í tilkynningu frá embætti landlæknis segir að vonir hafi staðið til þess að hópsýkingarnar væru yfirstaðnar en miðað við tilkynninguna sem barst í gær sé ljóst að svo sé ekki. Alls um hundrað tilkynnt veikindi Staðfest hefur verið að yfir sextíu manns veiktust í tengslum við ferðalag eftir Landmannaleið og að yfir fjörutíu hafa veikst nýlega á Laugaveginum. Flestir þeirra ferðamanna sem veiktust voru á ferð um eða við Landmannaleið (Landmannalaugar, Landmannahellir, Áfangagil, Hólaskógur, Rjúpnavellir) eða í gönguferð eftir „Laugaveginum“ (Landmannalaugar, Hrafntinnusker, Álftavatn, Hvanngil, Emstrur, Þórsmörk (Básar)). Fram kemur í tilkynningu að fjöldi þeirra sem veiktist er þó líklega töluvert hærri þar sem fæstir ferðamenn tilkynna veikindi sín til yfirvalda. Þá segir að erfitt sé að meta fjölda ferðamanna á þessum slóðum um hásumarið. Líklega séu hundruð manna á ferðinni á Laugaveginum á hverjum tíma. Enn verið að greina sýni Í tilkynningu segir að Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hafi haft samband við staðarhaldara í skálum á ofangreindum ferðamannastöðum. Gefin hafa verið út tilmæli um að sjóða allt neysluvatn og að þrífa alla yfirborðsfleti og búnað í skálunum með viðeigandi aðferðum. Þá hefur heilbrigðiseftirlitið tekið sýni til rannsókna á neysluvatni í skálum á ofangreindum hálendisstöðum til þess að ganga úr skugga um að vatnsból eða neysluvatn séu ekki menguð af saurgerlum eða mögulega nóróveiru. Tekin hafa verið sýni úr eftirfarandi skálum: Rjúpnavöllum, Hólaskógi, Áfangagili, Landmannahelli, Landmannalaugum, Hrafntinnuskeri og Álftavatni. Áform eru um sýnatökur í Hvanngili, Emstrum og Básum. Rannsaka nóróveiru og saurgerlamengun Fram kemur í tilkynningu landlæknis að neysluvatnssýni séu rannsökuð með tilliti til saurgerlamengunar hérlendis en að nóróveiru þurfi að mæla á rannsóknarstofu erlendis. Þegar hefur greinst saurgerlamengun í neysluvatni á Rjúpnavöllum en ekki er vitað um veikindi vegna saurgerla. Fyrir aðra skála eru niðurstöður annaðhvort neikvæðar eða eru væntanlegar á næstu dögum. Niðurstöður frá erlendri rannsóknarstofu staðfesta að ekki greindist nóróveira í neysluvatnssýnum sem tekin voru á Rjúpnavöllum og í Landmannahelli.
Rangárþing eystra Rangárþing ytra Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Magakveisur ekki til þess að fólk forðist skála FÍ Fólk hefur ekki afpantað gistingu í skálum Ferðafélags Íslands eftir að fregnir af nóróveirusmitum bárust í síðustu viku. Ólíklegt er talið að smitin megi rekja í vatnsból við skálana. 27. ágúst 2024 06:12 Óvíst hvernig skólahópurinn smitaðist Allt bendir til að upp hafi komið nóróveirusmit í Emstruskála, Básum og í Þórsmörk þar sem hátt í fimmtíu börn og sjö fullorðnir veiktust í nótt. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir óljóst hvernig smitið kom upp. 23. ágúst 2024 17:18 Einkenni nóróveiru komin fram „Einkennin eru ansi grunsamleg fyrir nóróveiru, sem er mjög smitandi og getur valdið hópsýkingum.“ 23. ágúst 2024 13:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent „Þetta hefur verið ströng og erfið nótt“ Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Skoða að leyfa fólki að hirða muni sem á að farga Innlent Maðurinn kominn upp úr fljótinu Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Magakveisur ekki til þess að fólk forðist skála FÍ Fólk hefur ekki afpantað gistingu í skálum Ferðafélags Íslands eftir að fregnir af nóróveirusmitum bárust í síðustu viku. Ólíklegt er talið að smitin megi rekja í vatnsból við skálana. 27. ágúst 2024 06:12
Óvíst hvernig skólahópurinn smitaðist Allt bendir til að upp hafi komið nóróveirusmit í Emstruskála, Básum og í Þórsmörk þar sem hátt í fimmtíu börn og sjö fullorðnir veiktust í nótt. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir óljóst hvernig smitið kom upp. 23. ágúst 2024 17:18
Einkenni nóróveiru komin fram „Einkennin eru ansi grunsamleg fyrir nóróveiru, sem er mjög smitandi og getur valdið hópsýkingum.“ 23. ágúst 2024 13:45