Íslenski boltinn

Það misstu allir af hendinni nema Stúkan og Haraldur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haraldur Einar Ásgrímsson kom í veg fyrir að Daníel Hafsteinsson skoraði en gerði það ólöglega. Hann komst samt upp með það.
Haraldur Einar Ásgrímsson kom í veg fyrir að Daníel Hafsteinsson skoraði en gerði það ólöglega. Hann komst samt upp með það. Vísir/Pawel

Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans í Stúkunni fóru aðeins yfir ótrúlegt atvik í leik Fram og KA í tuttugustu umferð Bestu deildar karla í fótbolta.

„Hendi á Harald Einar? Heldur betur. Sjáið þetta,“ sagði Guðmundur og sýndi myndbrot úr leik Fram og KA í síðustu umferð.

Framarinn Haraldur Einar Ásgrímsson varði þá boltann með hendi á marklínu eftir skot KA-mannsins Daníels Hafsteinssonar af mjög stuttu færi.

„Þetta er eiginlega stórfurðulegt atvik,“ sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur í Stúkunni.

„Misstu KA-menn af þessu?“ spurði Guðmundur. „Það misstu allir af þessu,“ sagði Albert. „Ekki við,“ skaut Guðmundur inn í og Albert bætti við: „Ekki Haraldur heldur,“ sagði Albert.

„Sjáum þetta aftur hérna. Langt innkast, flikk. Hérna, bæng, Ég ver hann bara,“ sagði Guðmundur.

„Daníel Hafsteinsson áttar sig ekki heldur á þessu. Hann er ekki að biðja um neitt,“ sagði Albert.

Lárus Orri Sigurðsson, Guðmundur og Albert Brynjar ræddu þetta atvik og það má sjá þá umfjöllun hér fyrir neðan. Þar taka þeir líka umræðuna um hvað sé hendi og hvað sé ekki hendi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×