Enski boltinn

„Hann er betri en allir aðrir leik­menn sem United er með í þessari stöðu“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Raheem Sterlinger sem stendur leikmaður Chelsea en mun líklega ekki leika mikið fyrir félagið á næstunni.
Raheem Sterlinger sem stendur leikmaður Chelsea en mun líklega ekki leika mikið fyrir félagið á næstunni. Vísir/ Eddie Keogh/Getty Images

„Hann er betri en allir aðrir leikmenn sem United er með í þessari stöðu,“ segir framherjinn Troy Deeney sem hefur blandað sér í umræðuna um að Manchester United ætli sér að klófesta Raheem Sterling frá Chelsea og mögulega skipta á honum og Jadon Sancho.

Deeney ræddi um skiptin á Sky Sports.

„Hann skilar meira til liðsins en Marcus [Rashford], hann er með mun meiri leiðtogahæfni en [Alejandro] Garnacho og aðrir leikmenn munu horfa á hann og sjá hvað hann hefur unnið hjá City, hvað hann gerði hjá Liverpool og með enska landsliðinu. Svo eru þeir með Anthony sem er í raun ekkert.“

Chelsea og Manchester United eru bæði með enskan kantmann á sínum snærum sem félögin vilja losa sig við.

Raheem Sterling hefur ekki spilað fyrir Chelsea í upphafi leiktíðar og látið óánægju sína í ljós. Hann virðist ekki í plönum Enzo Maresca, þjálfara Lundúnaliðsins.

Maresca gæti aftur á móti verið opinn fyrir því að veita öðrum enskum kantmanni, Jadon Sancho, tækifæri í bláu treyjunni. Sancho hefur ekki átt sjö dagana sæla hjá Manchester United og lenti í miklum útistöðum við Erik ten Hag, þjálfara liðsins, á síðustu leiktíð. Hann fór á lán til Dortmund í Þýskalandi síðari hluta leiktíðar en hefur ekki tekist að brjóta sér leið inn í lið United í sumar.

Breski miðillinn Telegraph segir til skoðunar að félögin tvö framkvæmi leikmannaskipti. Að Raheem Sterling fari til United og Jadon Sancho til Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×