Innlent

Hinn látni lík­lega karl­maður á sex­tugs­aldri

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá fjörunni á Álftanesi í gær.
Frá fjörunni á Álftanesi í gær. Vísir/Henry

Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu grunar að maðurinn sem fannst látinn í fjöru á Álftanesi í gær sé karlmaður á sextugsaldri sem hafði verið saknað síðan í lok júlí.

Sævar Guðmundsson aðalvarðstjóri segir enn eiga eftir að bera kennsl á líkið. Það gæti tekið tíma enda hefur það verið í sjó í um mánuð.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er talið að um sé að ræða 52 ára karlmann af erlendu bergi brotinn sem hefur verið búsettur í Reykjavík undanfarin ár.


Tengdar fréttir

Hafa grun um það hver maðurinn er

Lögreglu grunar að maðurinn sem fannst látinn í fjöru á Álftanesi sé maður sem hefur verið saknað í um það bil mánuð. Málið er ekki rannsakað sem sakamál.

Fundu lík í fjöru á Álfta­nesi

Maður fannst látinn við fjöru á Álftanesi rétt fyrir hádegi í dag. Lögreglan rannsakar nú hvernig andlátið bar að garði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×