Fótbolti

Gylfi snýr aftur í lands­liðið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það styrkir landsliðið mikið að fá Gylfa til baka.
Það styrkir landsliðið mikið að fá Gylfa til baka. vísir/vilhelm

KSÍ hefur tilkynnt landsliðshóp Íslands fyrir komandi verkefni í Þjóðadeildinni. Stóru tíðindin eru þau að Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur í landsliðið.

Gylfi Þór hefur misst af síðustu átta leikjum liðsins eða síðan í október á síðasta ári. Þá bætti hann markamet landsliðsins með tveimur mörkum gegn Liechtenstein.

Í byrjun næsta mánaðar spila strákarnir tvo leiki í Þjóðadeildinni. Heima gegn Svartfjallalandi og ytra gegn Tyrkjum.

Logi Tómasson er nýr í hópnum.

Landsliðshópur Íslands:

Markverðir:

Hákon Rafn Valdimarsson, Brentford

Elías Rafn Ólafsson, FC Midtjylland

Patrik Sigurður Gunnarsson, Viking

Aðrir leikmenn:

Andri Lucas Guðjohnsen, Gent

Alfons Sampsted, FC Twente

Arnór Ingvi Traustason, IFK Norrköping

Arnór Sigurðsson, Blakcburn Rovers

Daníel Leó Grétarsson, Sönderjyske

Guðlaugur Victor Pálsson, Plymouth

Gylfi Þór Sigurðsson, Valur

Hákon Arnar Haraldsson, Lille

Hjörtur Hermannsson, Carrarese

Ísak Bergmann Jóhannesson, Düsseldorf

Jóhann Berg Guðmundsson, Al-Orobah

Jón Dagur Þorsteinsson, Hertha Berlin

Kolbeinn Birgir Finnsson, Lyngby

Logi Tómasson, Strömsgodset

Orri Steinn Óskarsson, FCK

Sverrir Ingi Ingason, Midtjylland

Stefán Teitur Þórðarson, Preston

Mikael Neville Anderson, AGF

Mikael Egill Ellertsson, Venezia

Valgeir Lunddal Friðriksson,

Willum Þór Willumsson, Birmingham




Fleiri fréttir

Sjá meira


×