Lífið

Bangsar bjóða alla vel­komna

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Bangsafélagið var stofnað árið 2019.
Bangsafélagið var stofnað árið 2019.

Árleg hátíð Bangsafélagsins Reykjavík Bear hefst á morgun og stendur til sunnudags. Um 125 bangsar víðsvegar úr heiminum mæta á hátíðina sem fer ört stækkandi.

Frá þessu segir í tilkynningu frá Bangsafélaginu. Þar segir að allir séu velkomnir á hátíðina sama hvernig fólk skilgreinir sig eða lítur út.

„Bangsar vita að þegar maður lítur ekki út eins og fólkið í tískutímaritum og flest fólk í sjónvarpi er auðvelt að fara að trúa því að maður sé þess ekki verðugur að vera elskaður. Bangsarnir sameinast um lífsgleði, samstöðu og samkennd. Bangsar eru ljúfir, hressir, skemmtilegir og góðir við náungann.“

Bangsarnir á hátíðinni í fyrra.

Fjögurra daga skemmtun

Reykjavík Bear stendur yfir í fjóra daga með þétt skipaðri dagskrá. Þar á meðal er ferð í Sky Lagoon, Gullni hringinn, bangsa-brunch og bangsapartý.

Bangsarnir heimsóttu Bláa lónið í fyrra.

„Á föstudagskvöldið er Top-off partý á Gauknum þar sem gestum er boðið að skemmta sér berir að ofan á meðan DJ Mighty Bear þeytir skífum. Laugardagsbangsapartý fer fram á Bryggjunni Brugghúsið þar sem DJ Rami hitar upp fyrir DJ Perfecto sem kemur alla leið frá Ungverjalandi til að skemmta alþjóðlegum hópi Bangsa.“

Árlegt Top-off bangsapartý fer fram á Gauknum næstkomandi föstudagskvöld. 

Nánari upplýsingar um hátíðina má nálgast á reykjavikbear.is

Samstaða og sýnileiki

Bangsafélagið var stofnað árið 2019 og stendur árlega fyrir fjölda viðburða. Markmið félagsins er að efla samstöðu og sýnileika þeirra sem tilheyra bangsasamfélaginu með einum eða öðrum hætti.

Nánari upplýsingar um Bangsasamfélagið má nálgast á vefsíðu félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.