Spilar fótbolta til að vera í landsliðinu Valur Páll Eiríksson skrifar 28. ágúst 2024 19:15 Gylfi Þór var ferskur eftir æfingu með Val á Hlíðarenda í dag. Vísir/Sigurjón „Á meðan ég get spilað fótbolta mun ég spila fyrir landsliðið,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson sem verður með A-landsliði karla í fótbolta í komandi leikjum í Þjóðadeildinni. Gylfi Þór var á meðal þeirra leikmanna sem Åge Hareide valdi í landsliðshóp Íslands í dag fyrir komandi leiki við Svartfjallaland og Tyrkland í Þjóðadeildinni. Gylfi er ánægður að snúa aftur. „Tilfinningin er mjög góð, ég er búinn að bíða eftir þessu í tæpt ár núna. Tíu mánuði sirka. Ég er mjög ánægður og hlakka mikið til næstu viku,“ segir Gylfi í Sportpakkanum á Stöð 2. Klippa: Gylfi mættur aftur í landsliðið Fyrir þessum tíu mánuðum bætti Gylfi markamet landsliðsins er hann skoraði tvö gegn Liechtenstein á Laugardalsvelli. Hann er markahæstur í sögu landsliðsins með 27 mörk. Í millitíðinni hefur hins vegar verið smá vesen á Gylfa. „Það voru bara meiðsli, að koma mér aftur í form og það var minnir mig í síðasta landsliðsglugga sem ég var byrjaður að fá í bakið, smá brjósklos. Þetta er búinn að vera smá tími og smá basl en ánægður núna að vera heill heilsu og kominn aftur í liðið,“ segir Gylfi. Það skemmtilegasta sem hann gerir Í fyrrakvöld tilkynnti Alfreð Finnbogason að landsliðsskór hans væru komnir upp í hillu. Gylfi og Jóhann Berg Guðmundsson eru þeir einu í núverandi hópi sem eftir standa af gamla bandinu sem fór á EM 2016 og HM 2018. „Af gömlu köllunum, held ég það. Aron er auðvitað byrjaður að spila aftur eftir löng og erfið meiðsli. Það eru ekki margir eftir, því miður. Ég held að við Jói reynum að vera í landsliðinu eins lengi og við getum spilað fótbolta,“ segir Gylfi. Hann segir því tíðindin frá félaga hans Alfreð ekki hafa gert að verkum að hann sé farin að huga að því að hætta með landsliðinu. „Ég veit alveg að það styttist því miður í það. En eins og ég segi, þá er það svo lengi sem ég get spilað fótbolta og landsliðsþjálfarinn vill fá mig, þá mun ég halda áfram að spila til að vera í landsliðinu. Það er það skemmtilegasta sem ég geri. Það er mikill heiður í hvert skipti sem maður spilar fyrir Ísland, það er eitthvað sérstakt við það.“ Landsleikir Íslands við Svartfjallaland og Tyrkland fara fram 6. og 9. september og verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, sem og allir aðrir leikir Íslands í Þjóðadeildinni í vetur. Landslið karla í fótbolta Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Fleiri fréttir Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sjá meira
Gylfi Þór var á meðal þeirra leikmanna sem Åge Hareide valdi í landsliðshóp Íslands í dag fyrir komandi leiki við Svartfjallaland og Tyrkland í Þjóðadeildinni. Gylfi er ánægður að snúa aftur. „Tilfinningin er mjög góð, ég er búinn að bíða eftir þessu í tæpt ár núna. Tíu mánuði sirka. Ég er mjög ánægður og hlakka mikið til næstu viku,“ segir Gylfi í Sportpakkanum á Stöð 2. Klippa: Gylfi mættur aftur í landsliðið Fyrir þessum tíu mánuðum bætti Gylfi markamet landsliðsins er hann skoraði tvö gegn Liechtenstein á Laugardalsvelli. Hann er markahæstur í sögu landsliðsins með 27 mörk. Í millitíðinni hefur hins vegar verið smá vesen á Gylfa. „Það voru bara meiðsli, að koma mér aftur í form og það var minnir mig í síðasta landsliðsglugga sem ég var byrjaður að fá í bakið, smá brjósklos. Þetta er búinn að vera smá tími og smá basl en ánægður núna að vera heill heilsu og kominn aftur í liðið,“ segir Gylfi. Það skemmtilegasta sem hann gerir Í fyrrakvöld tilkynnti Alfreð Finnbogason að landsliðsskór hans væru komnir upp í hillu. Gylfi og Jóhann Berg Guðmundsson eru þeir einu í núverandi hópi sem eftir standa af gamla bandinu sem fór á EM 2016 og HM 2018. „Af gömlu köllunum, held ég það. Aron er auðvitað byrjaður að spila aftur eftir löng og erfið meiðsli. Það eru ekki margir eftir, því miður. Ég held að við Jói reynum að vera í landsliðinu eins lengi og við getum spilað fótbolta,“ segir Gylfi. Hann segir því tíðindin frá félaga hans Alfreð ekki hafa gert að verkum að hann sé farin að huga að því að hætta með landsliðinu. „Ég veit alveg að það styttist því miður í það. En eins og ég segi, þá er það svo lengi sem ég get spilað fótbolta og landsliðsþjálfarinn vill fá mig, þá mun ég halda áfram að spila til að vera í landsliðinu. Það er það skemmtilegasta sem ég geri. Það er mikill heiður í hvert skipti sem maður spilar fyrir Ísland, það er eitthvað sérstakt við það.“ Landsleikir Íslands við Svartfjallaland og Tyrkland fara fram 6. og 9. september og verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, sem og allir aðrir leikir Íslands í Þjóðadeildinni í vetur.
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Fleiri fréttir Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti