„Krakkar“ með blys, dós kastað að dómara og grannar sakaðir um íkveikju Sindri Sverrisson skrifar 29. ágúst 2024 07:01 Stuðningsmenn fótboltaliða haga sér misvel á leikjum. Myndin tengist fréttinni óbeint. vísir/Anton ÍBV, ÍR, Þór Akureyri, KFA og Vængir Júpiters hafa öll verið sektuð af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ í sumar vegna hegðunar áhorfenda. Brotin eru misalvarleg en hæsta sektin nam 100.000 krónum. Þessar sektir bætast við sekt sem að Afturelding fékk vegna dólgslegrar framkomu stjórnarmanns félagsins í garð dómara eftir leik. Knattspyrnudeild ÍR hefur í tvígang verið sektuð vegna framkomu áhorfenda í sumar. Í júní kveiktu stuðningsmenn liðsins á blysum á leik gegn Gróttu á Seltjarnarnesi, sem leiddi til 50.000 króna sektar. Reykur frá blysunum olli nokkrum óþægindum fyrir áhorfendur, samkvæmt skýrslu eftirlitsmanns KSÍ. Sögðu nýja stuðningssveit skipaða krökkum Stjórn knattspyrnudeildar ÍR sagði nýja stuðningsmannasveit hafa verið stofnaða fyrir þetta tímabil og að hún samanstæði af „krökkum“ sem væru nær allir undir tvítugu. Reynt yrði að leiðbeina þeim og sjá til þess að þeir tækju tillit til reglna og annarra áhorfenda. Með því að kveikja á blysum hætta áhorfendur á að félögin þeirra þurfi að greiða sektir. Vandamálið er þekkt um alla Evrópu.Getty/Rene Nijhuis Í ágúst varð hegðun stuðningsmanna ÍR aftur tilefni til sektar, og í þetta sinn hljóðað hún upp á 100.000 krónur. Samkvæmt skýrslu eftirlitsmanns lét hluti stuðningsmanna ÍR illa gagnvart dómara og gestum sínum úr Þrótti, og sérstaklega einn stuðningsmaður sem meðal annars kastaði krumpaðri áldós í átt að aðstoðardómara. Vítaverð eða hættuleg framkoma gagnvart dómurum, leikmönnum eða öðrum getur valdið sekt upp á allt að 200.000 krónum. ÍR þurfti í þetta sinn að greiða helming þeirrar upphæðar en samtals hafa áhorfendur kostað knattspyrnudeild félagsins 150.000 krónur í sumar. Á meðan hefur gengið innan vallar verið framar vonum en sem nýliðar eru ÍR-ingar í 5. sæti Lengjudeildar karla, í harðri baráttu um að komast í umspil um sæti í Bestu deildinni. Sökuðu granna sína um að kveikja í gervigrasi með blysi Grafarvogsfélagið Vængir Júpiters, sem spilar í 3. deild, fékk 75.000 króna sekt eftir heimaleik við Víði úr Garði. Framkoma eins áhorfanda þótti það vítaverð og hættuleg að réttast væri að sekta félagið, en einnig vegna þess að nauðsynleg öryggisgæsla var ekki til staðar. Eftir grannaslag KFA og Hattar/Hugins fyrir austan, þann 13. júní, var knattspyrnudeild KFA sektuð um 50.000 krónur, vegna þess að stuðningsmenn KFA kveiktu á blysum á leiknum. Í greinargerð Hattar/Hugins segir að meðal annars hafi blysi verið hent inn á nýtt gervigras Fellavallar þannig að það brann, og að gæslumaður sem reynt hafi að stoppa blysnotkun hafi eingöngu fengið skammir og læti, og endað á að detta úr stúkunni með hnakkann í jörðina. „Ætla ekki að segja að honum hafi verið ýtt, en það kom þarna maður aðvífandi sem stuggaði við honum þannig að hann missti fótanna aftur fyrir sig,“ segir í greinargerð Hattar/Hugins. Samkvæmt úrskurði aganefndar þótti þó aðeins sannað að áhorfendur hefðu gerst brotlegir með því að kveikja á blysum. Með gjallarhorn, leiðindi og dónaskap ÍBV fékk einnig sekt upp á 50.000 krónur vegna blysanotkunar stuðningsmanna, á útileik gegn Fjölni í Lengjudeild karla 9. ágúst. Eftir 5-1 risasigur Eyjamanna í toppslagnum kveiktu nokkrir stuðningsmenn á blysum og mátti meðal annars sjá það á myndum á Fótbolta.net. Loks fengu Þórsarar lægstu sektina eða 25.000 króna sekt, vegna framkomu áhorfenda í leik gegn Stjörnunni í Mjólkurbikar karla. Í skýrslu eftirlitsmanns segir að framkoma stuðningsmanna Þórs, sem notuðu gjallarhorn, hafi ekki verið góð. Þeir hafi viðhaft leiðinlegt og dónalegt orðbragð í garð dómara og þjálfara. KSÍ ÍBV ÍR Þór Akureyri Tengdar fréttir HK sektað um 250 þúsund krónur fyrir ónýta markið Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ ákvað á fundi sínum í gær að sekta HK fyrir framkvæmd félagsins á leik liðsins gegn KR. 28. ágúst 2024 15:15 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Þessar sektir bætast við sekt sem að Afturelding fékk vegna dólgslegrar framkomu stjórnarmanns félagsins í garð dómara eftir leik. Knattspyrnudeild ÍR hefur í tvígang verið sektuð vegna framkomu áhorfenda í sumar. Í júní kveiktu stuðningsmenn liðsins á blysum á leik gegn Gróttu á Seltjarnarnesi, sem leiddi til 50.000 króna sektar. Reykur frá blysunum olli nokkrum óþægindum fyrir áhorfendur, samkvæmt skýrslu eftirlitsmanns KSÍ. Sögðu nýja stuðningssveit skipaða krökkum Stjórn knattspyrnudeildar ÍR sagði nýja stuðningsmannasveit hafa verið stofnaða fyrir þetta tímabil og að hún samanstæði af „krökkum“ sem væru nær allir undir tvítugu. Reynt yrði að leiðbeina þeim og sjá til þess að þeir tækju tillit til reglna og annarra áhorfenda. Með því að kveikja á blysum hætta áhorfendur á að félögin þeirra þurfi að greiða sektir. Vandamálið er þekkt um alla Evrópu.Getty/Rene Nijhuis Í ágúst varð hegðun stuðningsmanna ÍR aftur tilefni til sektar, og í þetta sinn hljóðað hún upp á 100.000 krónur. Samkvæmt skýrslu eftirlitsmanns lét hluti stuðningsmanna ÍR illa gagnvart dómara og gestum sínum úr Þrótti, og sérstaklega einn stuðningsmaður sem meðal annars kastaði krumpaðri áldós í átt að aðstoðardómara. Vítaverð eða hættuleg framkoma gagnvart dómurum, leikmönnum eða öðrum getur valdið sekt upp á allt að 200.000 krónum. ÍR þurfti í þetta sinn að greiða helming þeirrar upphæðar en samtals hafa áhorfendur kostað knattspyrnudeild félagsins 150.000 krónur í sumar. Á meðan hefur gengið innan vallar verið framar vonum en sem nýliðar eru ÍR-ingar í 5. sæti Lengjudeildar karla, í harðri baráttu um að komast í umspil um sæti í Bestu deildinni. Sökuðu granna sína um að kveikja í gervigrasi með blysi Grafarvogsfélagið Vængir Júpiters, sem spilar í 3. deild, fékk 75.000 króna sekt eftir heimaleik við Víði úr Garði. Framkoma eins áhorfanda þótti það vítaverð og hættuleg að réttast væri að sekta félagið, en einnig vegna þess að nauðsynleg öryggisgæsla var ekki til staðar. Eftir grannaslag KFA og Hattar/Hugins fyrir austan, þann 13. júní, var knattspyrnudeild KFA sektuð um 50.000 krónur, vegna þess að stuðningsmenn KFA kveiktu á blysum á leiknum. Í greinargerð Hattar/Hugins segir að meðal annars hafi blysi verið hent inn á nýtt gervigras Fellavallar þannig að það brann, og að gæslumaður sem reynt hafi að stoppa blysnotkun hafi eingöngu fengið skammir og læti, og endað á að detta úr stúkunni með hnakkann í jörðina. „Ætla ekki að segja að honum hafi verið ýtt, en það kom þarna maður aðvífandi sem stuggaði við honum þannig að hann missti fótanna aftur fyrir sig,“ segir í greinargerð Hattar/Hugins. Samkvæmt úrskurði aganefndar þótti þó aðeins sannað að áhorfendur hefðu gerst brotlegir með því að kveikja á blysum. Með gjallarhorn, leiðindi og dónaskap ÍBV fékk einnig sekt upp á 50.000 krónur vegna blysanotkunar stuðningsmanna, á útileik gegn Fjölni í Lengjudeild karla 9. ágúst. Eftir 5-1 risasigur Eyjamanna í toppslagnum kveiktu nokkrir stuðningsmenn á blysum og mátti meðal annars sjá það á myndum á Fótbolta.net. Loks fengu Þórsarar lægstu sektina eða 25.000 króna sekt, vegna framkomu áhorfenda í leik gegn Stjörnunni í Mjólkurbikar karla. Í skýrslu eftirlitsmanns segir að framkoma stuðningsmanna Þórs, sem notuðu gjallarhorn, hafi ekki verið góð. Þeir hafi viðhaft leiðinlegt og dónalegt orðbragð í garð dómara og þjálfara.
KSÍ ÍBV ÍR Þór Akureyri Tengdar fréttir HK sektað um 250 þúsund krónur fyrir ónýta markið Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ ákvað á fundi sínum í gær að sekta HK fyrir framkvæmd félagsins á leik liðsins gegn KR. 28. ágúst 2024 15:15 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
HK sektað um 250 þúsund krónur fyrir ónýta markið Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ ákvað á fundi sínum í gær að sekta HK fyrir framkvæmd félagsins á leik liðsins gegn KR. 28. ágúst 2024 15:15
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti