Lárus baunar á Hareide: Erfitt að lesa í skilaboðin úr norska garðskálanum Sindri Sverrisson skrifar 28. ágúst 2024 22:30 Lárus Orri Sigurðsson er sérfræðingur Stöðvar 2 Sport í útsendingum frá leikjum íslenska landsliðsins, og því með það hlutverk að vega og meta störf Åge Hareide. Samsett/Getty/Stöð 2 Sport Ummæli Åge Hareide, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, varðandi Aron Einar Gunnarsson, hittu ekki beinlínis í mark í Þorpinu á Akureyri. Hareide tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir komandi leiki við Svartfjallaland og Tyrkland í Þjóðadeildinni. Það gerði Norðmaðurinn venju samkvæmt í gegnum tölvu, á Teams-fjölmiðlafundi, en gagnrýnt hefur verið að Hareide skuli ekki mæta til landsins til að halda fjölmiðlafundi. Hareide valdi meðal annars Gylfa Þór Sigurðsson, leikmann Vals, aftur í landsliðið en var einnig spurður út í stöðu félaga Gylfa á miðju íslenska liðsins til fjölda ára, Aron Einar, sem er í dag leikmaður uppeldisfélags síns Þórs. „Við höfum verið í sambandi og það er ánægjulegt að heyra að hann sé að styrkjast eftir erfið meiðsli,“ sagði Hareide en bætti við: „Það er aftur á móti alveg ljóst að Aron verður að spila í sterkari deild ef hann ætlar sér að komast í landsliðið. Hann verður ekki valinn á meðan hann spilar með Þór.“ Við þessi orð staldrar sérfræðingurinn Lárus Orri Sigurðsson, Þórsari og fyrrverandi landsliðsmaður, sem skrifar á Twitter: „Oft erfitt að lesa í skilaboðin sem koma frá íslenska landsliðsþjálfaranum um netheim frá norska garðskálanum hans. En get ekki betur skilið núna en að það sé betra fyrir Aron Einar að spila ekkert en að spila með Þór ef hann vill láta velja sig í landsliðið e.g. Isl-Lux Svk-Isl.“ Oft erfitt að lesa í skilaboðin sem koma frá íslenska landsliðsþjálfaranum um netheim frá norska garðskálanum hans. En get ekki betur skilið núna en að það sé betra fyrir Aron Einar að spila ekkert en að spila með Þór ef hann vill láta velja sig í landsliðið e.g. Isl-Lux Svk-Isl— Lárus Sigurðsson (@larussig) August 28, 2024 Það er nefnilega svo að Hareide fann pláss í landsliðshópi sínum fyrir Aron Einar haustið 2023, þegar Aron hafði ekki spilað fótbolta í marga mánuði, en hann var þá enn leikmaður Al-Arabi í Katar. Aron var þá valinn í landsliðsverkefni bæði í október og svo aftur í nóvember, og er nú kominn með 103 A-landsleiki. Hann er ásamt Birki Má Sævarssyni í 3.-4. sæti yfir leikjahæstu landsliðskarla Íslands frá upphafi, einum leik á eftir Rúnari Kristinssyni og tíu á eftir þeim leikjahæsta í sögunni, Birki Bjarnasyni. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Gylfi snýr aftur í landsliðið KSÍ hefur tilkynnt landsliðshóp Íslands fyrir komandi verkefni í Þjóðadeildinni. Stóru tíðindin eru þau að Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur í landsliðið. 28. ágúst 2024 12:51 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Sjá meira
Hareide tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir komandi leiki við Svartfjallaland og Tyrkland í Þjóðadeildinni. Það gerði Norðmaðurinn venju samkvæmt í gegnum tölvu, á Teams-fjölmiðlafundi, en gagnrýnt hefur verið að Hareide skuli ekki mæta til landsins til að halda fjölmiðlafundi. Hareide valdi meðal annars Gylfa Þór Sigurðsson, leikmann Vals, aftur í landsliðið en var einnig spurður út í stöðu félaga Gylfa á miðju íslenska liðsins til fjölda ára, Aron Einar, sem er í dag leikmaður uppeldisfélags síns Þórs. „Við höfum verið í sambandi og það er ánægjulegt að heyra að hann sé að styrkjast eftir erfið meiðsli,“ sagði Hareide en bætti við: „Það er aftur á móti alveg ljóst að Aron verður að spila í sterkari deild ef hann ætlar sér að komast í landsliðið. Hann verður ekki valinn á meðan hann spilar með Þór.“ Við þessi orð staldrar sérfræðingurinn Lárus Orri Sigurðsson, Þórsari og fyrrverandi landsliðsmaður, sem skrifar á Twitter: „Oft erfitt að lesa í skilaboðin sem koma frá íslenska landsliðsþjálfaranum um netheim frá norska garðskálanum hans. En get ekki betur skilið núna en að það sé betra fyrir Aron Einar að spila ekkert en að spila með Þór ef hann vill láta velja sig í landsliðið e.g. Isl-Lux Svk-Isl.“ Oft erfitt að lesa í skilaboðin sem koma frá íslenska landsliðsþjálfaranum um netheim frá norska garðskálanum hans. En get ekki betur skilið núna en að það sé betra fyrir Aron Einar að spila ekkert en að spila með Þór ef hann vill láta velja sig í landsliðið e.g. Isl-Lux Svk-Isl— Lárus Sigurðsson (@larussig) August 28, 2024 Það er nefnilega svo að Hareide fann pláss í landsliðshópi sínum fyrir Aron Einar haustið 2023, þegar Aron hafði ekki spilað fótbolta í marga mánuði, en hann var þá enn leikmaður Al-Arabi í Katar. Aron var þá valinn í landsliðsverkefni bæði í október og svo aftur í nóvember, og er nú kominn með 103 A-landsleiki. Hann er ásamt Birki Má Sævarssyni í 3.-4. sæti yfir leikjahæstu landsliðskarla Íslands frá upphafi, einum leik á eftir Rúnari Kristinssyni og tíu á eftir þeim leikjahæsta í sögunni, Birki Bjarnasyni.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Gylfi snýr aftur í landsliðið KSÍ hefur tilkynnt landsliðshóp Íslands fyrir komandi verkefni í Þjóðadeildinni. Stóru tíðindin eru þau að Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur í landsliðið. 28. ágúst 2024 12:51 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Sjá meira
Gylfi snýr aftur í landsliðið KSÍ hefur tilkynnt landsliðshóp Íslands fyrir komandi verkefni í Þjóðadeildinni. Stóru tíðindin eru þau að Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur í landsliðið. 28. ágúst 2024 12:51