„Prísáhrif“ í verðbólgutölum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. ágúst 2024 12:24 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, vonar að verð haldi áfram að lækka eða standi í það minnsta í stað. vísir/samsett Verð á matvöru lækkaði á milli mánaða í fyrsta sinn í þrjú ár samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar og verðbólga mjakast niður á við. Formaður Neytendasamtakanna fagnar þessu en hefur þungar áhyggjur af þróun raforkuverðs. Verðbólga mælist nú sex prósent og minnkar um 0,3 prósentustig á milli mánaða samkvæmt nýrri mælingu á vísitölu neysluverðs. Án húsnæðis mælist verðbólgan 3,6 prósent. Athygli vekur að verð á matvælum lækkar um 0,5 prósent á milli mánaða og er það í fyrsta sinn í þrjú ár sem sá liður í vísitölu neysluverðs lækkar. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, fagnar þessu. „Ég tel það það nokkuð víst að þarna gætir áhrifa frá nýjum keppinauti á markaði, Prís, og að það sé ástæða lækkunar í fyrsta skipti þennan tíma. Það virðist vera sem það hafi verið tækifæri til að lækka verð töluvert,“ segir Breki. Nýleg athugun verðlagseftirlits ASÍ rennir stoðum undir þessa kenningu. Samkvæmt henni var verðlag á opnunardegi verslunarinnar lægra en í Bónus og Krónuninni í um 96% tilfella. Í tíu prósent tilvika var munurinn yfir tíu prósentum. Samdægurs voru verð á MS ostum lækkuð í Bónus, niður að verðinu sem bauðst í Prís. Breki vonar að þessi þróun haldi áfram en hefur þungar áhyggjur af öðrum liðum mælingarinnar. „Við sjáum þarna að tæpur helmingur árshækkunar verðbólgunnar er vegna húsnæðisliðar og þarna hljóta stjórnvöld að grípa inn og hafa miklar áhyggjur. Eins sjáum við á milli mánaða að hiti og rafmagn hækkar um 3,3 prósent, sem er töluvert. Stjórnvöld hljóta að taka það til alvarlegrar skoðunar að setja einhvers skonar þak á rafmagn til heimila líkt og hefur verið gert í nágrannalöndum.“ Næsta stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans er í byrjun október en vextir hafa nú verið óbreyttir í 9,25 prósent í eitt ár. Greinendur hafa talið ólíklegt að vextir verði lækkaðir á þessu ári og Breki er einnig hóflega bjartsýnn. „Verð á húsnæði á höfuðborgarsævðinu hefur frá árinu 2020 hækkað um 65 prósent. Á meðan þessi skortstefna er rekin í húsnæðismálum er erfitt að sjá að verðbólga náist niður,“ segir Breki. Verslun Neytendur Verðlag Matvöruverslun Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Verðbólga mælist nú sex prósent og minnkar um 0,3 prósentustig á milli mánaða samkvæmt nýrri mælingu á vísitölu neysluverðs. Án húsnæðis mælist verðbólgan 3,6 prósent. Athygli vekur að verð á matvælum lækkar um 0,5 prósent á milli mánaða og er það í fyrsta sinn í þrjú ár sem sá liður í vísitölu neysluverðs lækkar. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, fagnar þessu. „Ég tel það það nokkuð víst að þarna gætir áhrifa frá nýjum keppinauti á markaði, Prís, og að það sé ástæða lækkunar í fyrsta skipti þennan tíma. Það virðist vera sem það hafi verið tækifæri til að lækka verð töluvert,“ segir Breki. Nýleg athugun verðlagseftirlits ASÍ rennir stoðum undir þessa kenningu. Samkvæmt henni var verðlag á opnunardegi verslunarinnar lægra en í Bónus og Krónuninni í um 96% tilfella. Í tíu prósent tilvika var munurinn yfir tíu prósentum. Samdægurs voru verð á MS ostum lækkuð í Bónus, niður að verðinu sem bauðst í Prís. Breki vonar að þessi þróun haldi áfram en hefur þungar áhyggjur af öðrum liðum mælingarinnar. „Við sjáum þarna að tæpur helmingur árshækkunar verðbólgunnar er vegna húsnæðisliðar og þarna hljóta stjórnvöld að grípa inn og hafa miklar áhyggjur. Eins sjáum við á milli mánaða að hiti og rafmagn hækkar um 3,3 prósent, sem er töluvert. Stjórnvöld hljóta að taka það til alvarlegrar skoðunar að setja einhvers skonar þak á rafmagn til heimila líkt og hefur verið gert í nágrannalöndum.“ Næsta stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans er í byrjun október en vextir hafa nú verið óbreyttir í 9,25 prósent í eitt ár. Greinendur hafa talið ólíklegt að vextir verði lækkaðir á þessu ári og Breki er einnig hóflega bjartsýnn. „Verð á húsnæði á höfuðborgarsævðinu hefur frá árinu 2020 hækkað um 65 prósent. Á meðan þessi skortstefna er rekin í húsnæðismálum er erfitt að sjá að verðbólga náist niður,“ segir Breki.
Verslun Neytendur Verðlag Matvöruverslun Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira