Vill auka sýnileika lögreglu vegna stunguárása Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. ágúst 2024 12:13 Bjarni Benediktsson fordæmir árásina. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir ríkisstjórnina harmi slegna yfir stunguárásinni á menningarnótt. Hann vill hraða fyrirhuguðum aðgerðum er miða að því að auka sýnileika lögreglu. Sextán ára piltur var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 26. september á grundvelli almannahagsmuna vegna stunguárásarinnar í Skúlagötu á Menningarnótt. Pilturinn er grunaður um að hafa stungið þrjú ungmenni, tvær stúlkur og einn pilt með hnífi. Önnur stúlknanna er enn í lífshættu á sjúkrahúsi. Málið var rætt á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. „Við höfum haft vaxandi áhyggjur af þessu og erum harmi slegin yfir þessum síðustu atburðum. Samfélagið allt er í áfalli yfir því að við séum að upplifa árásir eins og þessa, ítrekað á undanförnum misserum,“ sagði Bjarni að loknum ríkisstjórnarfundi. Samfélagið þurfi að rísa upp „Við þessu verður einfaldlega að bregðast og við þurfum sem samfélag að rísa upp og grípa inn í. Þetta er þróun sem við viljum ekki sjá og viljum stöðva,“ sagði Bjarni og ítrekaði mikilvægi þess að tengja saman alla þá sem geta haft áhrif; lögreglu, skóla, heilbrigðiskerfið, félagsstarf í landinu og foreldra. Mennta- og barnamálaráðherra kynnti í sumar aðgerðir gegn ofbeldi meðal barna þar sem merki væru uppi um að ákveðin ofbeldismenning væri að þróast meðal barna hér á landi. Bjarni segir ríkisstjórnina nú ræða um að taka forgangsröðun hennar til endurskoðunar. Vilji standi til þess að auka sýnileika lögreglu. „Í aðgerðaráætlun okkar er gert ráð fyrir að auka sýnileika lögreglu og við erum að velta því fyrir okkur hvort við getum hraðað aðgerðum eins og þeirri vegna þess ástands sem hefur skapast.“ Lögreglan Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Sextán ára piltur var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 26. september á grundvelli almannahagsmuna vegna stunguárásarinnar í Skúlagötu á Menningarnótt. Pilturinn er grunaður um að hafa stungið þrjú ungmenni, tvær stúlkur og einn pilt með hnífi. Önnur stúlknanna er enn í lífshættu á sjúkrahúsi. Málið var rætt á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. „Við höfum haft vaxandi áhyggjur af þessu og erum harmi slegin yfir þessum síðustu atburðum. Samfélagið allt er í áfalli yfir því að við séum að upplifa árásir eins og þessa, ítrekað á undanförnum misserum,“ sagði Bjarni að loknum ríkisstjórnarfundi. Samfélagið þurfi að rísa upp „Við þessu verður einfaldlega að bregðast og við þurfum sem samfélag að rísa upp og grípa inn í. Þetta er þróun sem við viljum ekki sjá og viljum stöðva,“ sagði Bjarni og ítrekaði mikilvægi þess að tengja saman alla þá sem geta haft áhrif; lögreglu, skóla, heilbrigðiskerfið, félagsstarf í landinu og foreldra. Mennta- og barnamálaráðherra kynnti í sumar aðgerðir gegn ofbeldi meðal barna þar sem merki væru uppi um að ákveðin ofbeldismenning væri að þróast meðal barna hér á landi. Bjarni segir ríkisstjórnina nú ræða um að taka forgangsröðun hennar til endurskoðunar. Vilji standi til þess að auka sýnileika lögreglu. „Í aðgerðaráætlun okkar er gert ráð fyrir að auka sýnileika lögreglu og við erum að velta því fyrir okkur hvort við getum hraðað aðgerðum eins og þeirri vegna þess ástands sem hefur skapast.“
Lögreglan Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira