Læknir hefur þungar áhyggjur af skorti á astmalyfjum fyrir ung börn, sem reiknað er með að verði viðvarandi næstu átta mánuði hið minnsta. Við kynnum okkur málið en skorturinn gæti haft alvarlegar afleiðingar í vetur.
Neytendur eru sífellt meðvitaðri um svokallaða shrinkflation, magnskerðingu, sem matvælaframleiðendur hér á landi hafa gripið til svo hægt sé að forðast beinar verðhækkanir. Við heyrum í framkvæmdastjóra Bónuss sem segir erfitt að bregðast við magnskerðingu; helsta vopnið sé að halda vöruúrvali fjölbreyttu.
Þá kíkjum við á fimm klukkustunda langan sálmaflutning, verðum í beinni frá styrktartónleikum Barnaheill og í beinni frá kjúllagarðinum svokallaða á bæjarhátíðinni í túninu heima.
Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.