Fótbolti

Inter pakkaði Evrópu­deildar­meisturum Atalanta saman

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Marcus Thuram skoraði tvívegis í kvöld.
Marcus Thuram skoraði tvívegis í kvöld. EPA-EFE/MATTEO BAZZI

Inter vann 4-0 sigur á Atalanta í síðari leik kvöldsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu.

Fyrir fram var búist við spennandi leik enda Inter ríkjandi Ítalíumeistari á meðan Atalanta sigraði Evrópudeildina á síðustu leiktíð. Leikur kvöldsins var hins vegar allt annað en spennandi.

Inter komst yfir strax í upphafi þegar Berat Djimsiti varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Á tíundu mínútu leiksins var staðan orðin 2-0 eftir að Nicolo Barella skoraði eftir sendingu frá Benjamin Pavard.

Staðan 2-0 í hálfleik en í þeim síðari bætti Marcus Thuram við tveimur mörkum til viðbótar og staðan orðin 4-0 Inter í vil. 

Reyndust það lokatölur leiksins og Inter tímabundið á toppinn með sjö stig eftir þrjá leiki. Atalanta er á sama tíma með aðeins þrjú stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×