Frá þessu er greint í tilkynningu frá lögreglu.
„Fjölskylda Bryndísar Klöru vill koma á framfæri þakklæti til allra sem reyndu eftir fremsta megni að bjarga lífi Bryndísar Klöru, sérstaklega starfsfólki Landspítalans og þeim sem komu að fyrstu hjálp á vettvangi. Hjálp þeirra er ómetanleg.“
Stunguárásin átti sér stað í Skúlagötu á Menningarnótt. Fljótlega eftir að lögreglu bar að garði var sextán ára piltur handtekinn í tengslum við málið. Hann er grunaður um að hafa stungið tvö ungmenni til viðbótar og hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 26. september.
Mikill fjöldi fólks varð vitni að árasinni. Lögregla telur sig hafa skýra mynd af því sem átti sér stað og segir rannsókn miða vel.