Innlent

Störf um­boðs­manns, Sjálf­stæðis­flokkur og mennta­kerfið

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju. Bylgjan

Sprengisandur er á sínum stað klukkan 10 þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti.

Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, lætur nú af störfum. Hann ræðir starf sitt og nýja ársskýrslu embættisins, m.a. umdeild mál sem hann hafði afskipti af á árinu 2023.

Guðríður Eldey Arnardóttir er talskona Samáls, samtaka álfyrirtækja en samanlagt nota þau um 67% allrar orku sem framleidd er í landinu. Hún svarar gagnrýni á starfsemi þessara fyrirtækja.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaform. Sjálfstæðisflokksins mætir og ræðir stöðu flokksins sem aldrei hefur mælst minni í könnunum en nú.

Svana Helen Björnsdóttir, formaður Verkfræðingafélags Íslands og Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins ræða menntakerfið, slakan árangur og stöðu afburðanemenda sem lítið er hugað að.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×