Viðskipti innlent

Fyrr­verandi for­stjóri Reita stýrir Ísey

Atli Ísleifsson skrifar
Guðjón Auðunsson.
Guðjón Auðunsson. Aðsend

Guðjón Auðunsson, fyrrverandi forstjóri Reita fasteignafélags, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri ÍSEY útflutnings ehf (ÍSEY).

Í tilkynningu kemur fram að Guðjón sé rekstrarhagfræðingur að mennt og hafi víðtæka og fjölbreytta reynslu úr íslensku atvinnulífi. 

Guðjón hætti hjá Reitum í apríl síðastliðinn eftir að hafa starfað sem forstjóri Reita frá 2010.

„Megin verkefni nýs framkvæmdastjóra, í samvinnu við öflugt teymi starfsmanna ÍSEY hér á landi og erlendra samstarfsaðila, er að stuðla að enn frekari sókn á erlenda markaði með vörur og vörumerkið „ÍSEY“. Vörur ÍSEY eru nútímalegar skyrafurðir aldargamalla íslenskra hefða sem eiga erindi til neytenda hvar sem er í heiminum.

ÍSEY er systurfélag Mjólkursamsölunnar, stofnað árið 2018 í þeim tilgangi að halda utanum erlenda starfsemi og útrás með vörur félagsins. ÍSEY er í eigu Auðhumlu (80%) og KS (20%),“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Guð­jón hættir sem for­stjóri í apríl

Guðjón Auðunsson, forstjóri fasteignafélagsins Reita, hefur tilkynnt stjórn félagsins að hann muni láta af störfum sem forstjóri félagsins 1. apríl næstkomandi. Hættir hann í framhaldi af aðalfundi félagsins sem fram fer 6. mars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×