Viðskipti innlent

Hand­bært fé þúsundfaldaðist milli ára

Árni Sæberg skrifar
Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi Kerecis.
Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi Kerecis. Vísir/Arnar

Handbært fé eignarhaldsfélags Guðmundar Fertrams Sigurjónssonar, forstjóra Kerecis, ríflega þúsundfaldaðist milli áranna 2022 og 2023, úr tæpum ellefu milljónum króna í tæpa þrettán milljarða króna.

Þetta kemur fram í nýlegum ársreikningi FnF ehf. fyrir árið 2023. Nafnið FnF vísar til nafna Guðmundar Fertrams og eiginkonu hans Fanneyjar K. Hermannsdóttur.

FnF hélt utan um eignarhluti Guðmundar Fertrams í Kerecis hf. og BBL 34 ehf., sem fór með hluti í Kerecis. Í ársreikningum segir að félagið hafi árið 2023 selt allan eignarhlut sinn í Kerecis hf. fyrir 9.113 milljónir króna og eignarhlut sinn í BBL 34 ehf. fyrir 5.607 milljónir króna.

Ítarlega hefur verið greint frá sölunni á ísfirska undrinu Kerecis til danska lækningavörurisans Coloplast fyrir 176 milljarða króna.

Félag Guðmundar Fertrams hagnaðist vel á sölunni, enda er hann stofnandi og forstjóri félagsins. Alls hagnaðist félagið um 14.689.186.638 krónur í fyrra en stjórn félagsins lagði þó til að enginn arður yrði greiddur út til hluthafans.


Tengdar fréttir

Högnuðust um nærri tuttugu milljarða eftir söluna á Kerecis

Fjárfestingafélag Andra Sveinssonar og Birgis Más Ragnarssonar, sem var stærsti einstaki hluthafinn í Kerecis, hagnaðist um meira en nítján milljarða við risasölu á íslenska líftæknifyrirtækinu á liðnu ári, en frekari viðbótargreiðslur gætu átt eftir að skila sér. Áformað er að greiða út stærstan hluta söluhagnaðarins í arð til hluthafa.

Sáraroðið frá Ísa­firði notað til bjargar brenndum börnum í Afgan­istan

Kerecis hlaut nýverið 24 milljóna styrk úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs í alþjóðlegt samstarfsverkefni sem snýr að því að bæta meðferð brunasára í Afganistan. Kerecis framleiðir roð til sáragræðinga en brunasár eru afar algeng í þeim heimshluta. Forstjóri segir mikilvægt að varan sé ekki einungis aðgengileg í vestrænum heimi. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×