Innlent

Vopna­burður ung­menna ekki nýr af nálinni

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld. Vilhelm

Formaður skólastjórafélags Íslands segir ekki nýtt af nálinni að börn og ungmenni gangi um með vopn. Það sem hafi breyst sé vilji þeirra til að beita þeim. Rætt verður við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þá verður jafnframt rætt við formann Félags yfirlögregluþjóna um forvarnir og við heyrum frá ungmennum um þeirra upplifun af auknu ofbeldi.

Allir hagsmunaaðilar virðast ósáttir með breytingar á húsaleigulögum, sem eru nýbúin að taka gildi. Þeir segja breytingarnar hvorki hagnast húseigendum né leigjendum.

Og í fréttatímanum fylgjumst við með varnaræfingu Norður-Víkings, sem staðið hefur yfir síðustu vikuna hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×