Bað ísraelsku þjóðina afsökunar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. september 2024 00:19 Netanjahú ávarpaði ísraelsku þjóðina í kvöld eftir allsherjarverkfall fór fram í landinu í dag. EPA Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels baðst afsökunar á að hafa ekki beitt sér nægilega fyrir lausn gísla í haldi Hamas á blaðamannafundi fyrr í kvöld. Nokkur hundruð þúsund Ísraelsmenn lögðu niður störf í dag í mótmælaskyni eftir að sex gíslar í haldi Hamas fundust látnir á laugardag. Fjölskyldur gíslanna og fjöldi mótmælenda kenndu forsætisráðherranum um dauða gíslanna, samkvæmt umfjöllun AP. Netanjahú kom fram á blaðamannafundi í dag í fyrsta skipti frá því að mótmæli Ísraelsmanna hófust á laugardag eftir að fréttir bárust um að gíslarnir hefðu fundist. Þar sagðist hann munu halda áfram að berjast fyrir þeirri kröfu sem hann hefur áður lagt fram, en í henni felst meðal annars yfirráð yfir Philadelphi-svæðinu nærri landamærum Gasa og Egyptalands. Netanjahú heldur því fram að Hamas smygli vopnum um það svæði inn á Gasa en bæði Hamas og egypsk yfirvöld hafna að svo sé. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði við fréttamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag að Netanjahú væri ekki að beita sér nægilega fyrir því að ná samningum um vopnahlé. Eftir ellefu mánaða stríðsrekstur þyrfti hann að ná samningum. Á blaðamannafundinum sagði Netanjahú engan jafn staðráðinn í að leysa þá gísla sem enn eru í haldi Hamas og hann. Jafnframt baðst hann afsökunar á að hafa ekki náð að leysa þá gísla sem fundust látnir úr haldi Hamas í tæka tíð. Hamas-samtökin hafa sakað ísraelsk yfirvöld um að tefja samningaviðræður með því að vera stöðugt að bæta nýjum kröfum við vopnahléstillögur, til að mynda um yfirráð yfir Philadelphi-svæðinu. Hamas hefur lagt til lausn allra gísla gegn því að stríðinu ljúki, allar hersveitir Ísraelshers hörfi frá Gasa og Ísrael láti palestínska fanga lausa. Netanjahú hefur aftur á móti heitið „fullnaðarsigri“ á Hamas og kennir samtökunum um að enn hafi ekki nást að semja um vopnahlé. Á blaðamannafundinum í dag sagðist hann reiðubúinn fyrir fyrsta fasa vopnahlés, en í honum fælist lausn nokkurra gísla gegn brotthvarfi ísraelskra hersveita að hluta til. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Nokkur hundruð þúsund Ísraelsmenn lögðu niður störf í dag í mótmælaskyni eftir að sex gíslar í haldi Hamas fundust látnir á laugardag. Fjölskyldur gíslanna og fjöldi mótmælenda kenndu forsætisráðherranum um dauða gíslanna, samkvæmt umfjöllun AP. Netanjahú kom fram á blaðamannafundi í dag í fyrsta skipti frá því að mótmæli Ísraelsmanna hófust á laugardag eftir að fréttir bárust um að gíslarnir hefðu fundist. Þar sagðist hann munu halda áfram að berjast fyrir þeirri kröfu sem hann hefur áður lagt fram, en í henni felst meðal annars yfirráð yfir Philadelphi-svæðinu nærri landamærum Gasa og Egyptalands. Netanjahú heldur því fram að Hamas smygli vopnum um það svæði inn á Gasa en bæði Hamas og egypsk yfirvöld hafna að svo sé. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði við fréttamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag að Netanjahú væri ekki að beita sér nægilega fyrir því að ná samningum um vopnahlé. Eftir ellefu mánaða stríðsrekstur þyrfti hann að ná samningum. Á blaðamannafundinum sagði Netanjahú engan jafn staðráðinn í að leysa þá gísla sem enn eru í haldi Hamas og hann. Jafnframt baðst hann afsökunar á að hafa ekki náð að leysa þá gísla sem fundust látnir úr haldi Hamas í tæka tíð. Hamas-samtökin hafa sakað ísraelsk yfirvöld um að tefja samningaviðræður með því að vera stöðugt að bæta nýjum kröfum við vopnahléstillögur, til að mynda um yfirráð yfir Philadelphi-svæðinu. Hamas hefur lagt til lausn allra gísla gegn því að stríðinu ljúki, allar hersveitir Ísraelshers hörfi frá Gasa og Ísrael láti palestínska fanga lausa. Netanjahú hefur aftur á móti heitið „fullnaðarsigri“ á Hamas og kennir samtökunum um að enn hafi ekki nást að semja um vopnahlé. Á blaðamannafundinum í dag sagðist hann reiðubúinn fyrir fyrsta fasa vopnahlés, en í honum fælist lausn nokkurra gísla gegn brotthvarfi ísraelskra hersveita að hluta til.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira