„Hefði enginn dómari í heiminum sleppt þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 3. september 2024 10:03 Hólmar Örn Eyjólfsson fékk að líta rauða spjaldið á sannkölluðum vendipunkti í leik Víkings og Vals á sunnudaginn. Stöð 2 Sport Hárréttur dómur eða óskiljanlegur? Eða kannski mannleg mistök í spennuþrungnum stórleik? Það voru að minnsta kosti heldur betur skiptar skoðanir í Stúkunni, á rauða spjaldinu sem Hólmar Örn Eyjólfsson fékk í 3-2 sigri Víkinga á Val í Bestu deildinni. Hólmar fékk beint rautt spjald fyrir tæklingu á 65. mínútu, þegar Valur var 2-0 yfir, og Víkingar nýttu sér það til að vinna leikinn og útiloka Valsara endanlega frá titilbaráttunni. „Þetta hefði örugglega verið frábærlega vel gert hjá Val og við værum að hrósa þeim, ef þeir hefðu bara siglt þessu heim og Hólmar hefði ekki farið í þessa tæklingu og fengið rautt,“ sagði Baldur Sigurðsson í Stúkunni á Stöð 2 Sport. „En maður getur gagnrýnt Val fyrir að nýta sér ekki yfirtöluna, því á þessum kafla frá öðru marki Vals og fram að rauða spjaldinu á Hólmar er ekkert að gerast í leiknum. Þeir leyfa Víkingunum jafnvel bara að vera með boltann. Keyrið bara á þá, nýtið ykkur þetta, og skorið bara þriðja markið og klárið leikinn. Í staðinn kemur rauða spjaldið og það fer allt í skrúfuna hjá Val í kjölfarið,“ bætti Baldur við en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan: Rautt á Hólmar Atli Viðar Björnsson var vægast sagt ósammála ákvörðun dómarans Sigurðar Hjartar Þrastarsonar um að reka Hólmar af velli. „Hann fræsar hann niður“ „Mér finnst þetta alveg óskiljanlegt rautt spjald. Mér finnst Hólmar vissulega verða of seinn í að teygja sig í boltann, en hann fer ekki í stoðfótinn á Danijel, ekki í gegnum hann. Hann vissulega setur fótinn fyrir, sem verður til þess að hann bregður Danijel, en það er engin þannig heift í þessu að hann eigi skilið að fá rautt spjald,“ sagði Atli Viðar og sessunaut hans var brugðið: „Það er óskiljanlegt að þú notir orðið óskiljanlegt í þessu mómenti, því þetta er klárlega ljótt brot. Hræðilegt touch og svo kemur hann af fullu afli inn í þetta,“ sagði Baldur. „Hann fræsar hann niður,“ bætti Baldur við en sagði svo: „Eina sem gæti mögulega gert það að verkum að ég sé sammála því að þetta sé ekki rautt er að lappirnar eru ekki uppi.“ „Hann er bara að teygja sig í boltann!“ skaut Atli Viðar inn í. Hjálpar honum að fara í vasann en aldrei rautt Talið barst þá að því að Hólmar þyrfti líkt og aðrir að vera meðvitaður um að dómarar eru mannlegir: „Hann fer í þessa tæklingu, í þessum leik, eftir allt sem er búið að gerast… Það hefði enginn dómari í heiminum sleppt þessu rauða spjaldi. Það er búið að púa á hann, örugglega láta hann heyra það þegar þeir fóru inn í hálfleik, hann er með þetta allt á bakinu, svo kemur Hólmar í þessa tæklingu sem lítur illa út. Það hefði enginn dómari sleppt þessu,“ sagði Baldur. „Ég er sannfærður um að það hjálpaði honum að taka þessa ákvörðun, en ég ætla ekki að ganga svo langt að segja að enginn dómari í heiminum hefði sleppt þessu,“ sagði Gummi Ben, stjórnandi þáttarins. „Ég er hundrað prósent sammála því að það hjálpar honum að fara í rassvasann, að Valur sé manni fleiri, en þetta finnst mér vera hrein og klár mistök. Mér finnst þetta aldrei vera rautt spjald,“ sagði Atli Viðar. Besta deild karla Stúkan Valur Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Stúkan: Ósammála um markið sem ekki fékk að standa Tveir af þremur meðlimum síðasta þáttar Stúkunnar töldu að annar af aðstoðardómurum leiks KR og ÍA í Bestu deild karla hafi rænt Benóný Breka Andrésson marki. 2. september 2024 22:02 Gummi fékk olnbogaskot og kýldi Bödda: „Mér er svo misboðið“ „Þarna gerðust hlutir sem við eigum ekki að sjá,“ segir Guðmundur Benediktsson um átök þeirra Guðmundar Kristjánssonar og Böðvars Böðvarssonar í Kaplakrika í gær. Báðir eiga svo sannarlega skilið leikbann að mati Stúkunnar. 2. september 2024 11:02 Slagsmálin send til aganefndar Guðmundur Kristjánsson, leikmaður Stjörnunnar, og Böðvar Böðvarsson, leikmaður FH, geta átt von á leikbanni vegna högga sem þeir skiptust á í leik liðanna í Bestu deild karla í fótbolta í gær. 2. september 2024 15:46 Mest lesið Segir „indverskt rottuhlaup“ hafa toppað handbolta í vinsældum Sport Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir Fótbolti „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Fótbolti Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Körfubolti Frakkland verður með Íslandi í riðli Fótbolti Fékk fund með Heimi og hló með honum eftir markið Fótbolti Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Körfubolti „Eins óheiðarlegt og óíþróttamannslegt og hugsast getur“ Sport „Ætla ekki að standa hérna og afsaka neitt“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Martraðarinnkoma og fall úr B-deild Fótbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sjá meira
Hólmar fékk beint rautt spjald fyrir tæklingu á 65. mínútu, þegar Valur var 2-0 yfir, og Víkingar nýttu sér það til að vinna leikinn og útiloka Valsara endanlega frá titilbaráttunni. „Þetta hefði örugglega verið frábærlega vel gert hjá Val og við værum að hrósa þeim, ef þeir hefðu bara siglt þessu heim og Hólmar hefði ekki farið í þessa tæklingu og fengið rautt,“ sagði Baldur Sigurðsson í Stúkunni á Stöð 2 Sport. „En maður getur gagnrýnt Val fyrir að nýta sér ekki yfirtöluna, því á þessum kafla frá öðru marki Vals og fram að rauða spjaldinu á Hólmar er ekkert að gerast í leiknum. Þeir leyfa Víkingunum jafnvel bara að vera með boltann. Keyrið bara á þá, nýtið ykkur þetta, og skorið bara þriðja markið og klárið leikinn. Í staðinn kemur rauða spjaldið og það fer allt í skrúfuna hjá Val í kjölfarið,“ bætti Baldur við en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan: Rautt á Hólmar Atli Viðar Björnsson var vægast sagt ósammála ákvörðun dómarans Sigurðar Hjartar Þrastarsonar um að reka Hólmar af velli. „Hann fræsar hann niður“ „Mér finnst þetta alveg óskiljanlegt rautt spjald. Mér finnst Hólmar vissulega verða of seinn í að teygja sig í boltann, en hann fer ekki í stoðfótinn á Danijel, ekki í gegnum hann. Hann vissulega setur fótinn fyrir, sem verður til þess að hann bregður Danijel, en það er engin þannig heift í þessu að hann eigi skilið að fá rautt spjald,“ sagði Atli Viðar og sessunaut hans var brugðið: „Það er óskiljanlegt að þú notir orðið óskiljanlegt í þessu mómenti, því þetta er klárlega ljótt brot. Hræðilegt touch og svo kemur hann af fullu afli inn í þetta,“ sagði Baldur. „Hann fræsar hann niður,“ bætti Baldur við en sagði svo: „Eina sem gæti mögulega gert það að verkum að ég sé sammála því að þetta sé ekki rautt er að lappirnar eru ekki uppi.“ „Hann er bara að teygja sig í boltann!“ skaut Atli Viðar inn í. Hjálpar honum að fara í vasann en aldrei rautt Talið barst þá að því að Hólmar þyrfti líkt og aðrir að vera meðvitaður um að dómarar eru mannlegir: „Hann fer í þessa tæklingu, í þessum leik, eftir allt sem er búið að gerast… Það hefði enginn dómari í heiminum sleppt þessu rauða spjaldi. Það er búið að púa á hann, örugglega láta hann heyra það þegar þeir fóru inn í hálfleik, hann er með þetta allt á bakinu, svo kemur Hólmar í þessa tæklingu sem lítur illa út. Það hefði enginn dómari sleppt þessu,“ sagði Baldur. „Ég er sannfærður um að það hjálpaði honum að taka þessa ákvörðun, en ég ætla ekki að ganga svo langt að segja að enginn dómari í heiminum hefði sleppt þessu,“ sagði Gummi Ben, stjórnandi þáttarins. „Ég er hundrað prósent sammála því að það hjálpar honum að fara í rassvasann, að Valur sé manni fleiri, en þetta finnst mér vera hrein og klár mistök. Mér finnst þetta aldrei vera rautt spjald,“ sagði Atli Viðar.
Besta deild karla Stúkan Valur Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Stúkan: Ósammála um markið sem ekki fékk að standa Tveir af þremur meðlimum síðasta þáttar Stúkunnar töldu að annar af aðstoðardómurum leiks KR og ÍA í Bestu deild karla hafi rænt Benóný Breka Andrésson marki. 2. september 2024 22:02 Gummi fékk olnbogaskot og kýldi Bödda: „Mér er svo misboðið“ „Þarna gerðust hlutir sem við eigum ekki að sjá,“ segir Guðmundur Benediktsson um átök þeirra Guðmundar Kristjánssonar og Böðvars Böðvarssonar í Kaplakrika í gær. Báðir eiga svo sannarlega skilið leikbann að mati Stúkunnar. 2. september 2024 11:02 Slagsmálin send til aganefndar Guðmundur Kristjánsson, leikmaður Stjörnunnar, og Böðvar Böðvarsson, leikmaður FH, geta átt von á leikbanni vegna högga sem þeir skiptust á í leik liðanna í Bestu deild karla í fótbolta í gær. 2. september 2024 15:46 Mest lesið Segir „indverskt rottuhlaup“ hafa toppað handbolta í vinsældum Sport Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir Fótbolti „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Fótbolti Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Körfubolti Frakkland verður með Íslandi í riðli Fótbolti Fékk fund með Heimi og hló með honum eftir markið Fótbolti Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Körfubolti „Eins óheiðarlegt og óíþróttamannslegt og hugsast getur“ Sport „Ætla ekki að standa hérna og afsaka neitt“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Martraðarinnkoma og fall úr B-deild Fótbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sjá meira
Stúkan: Ósammála um markið sem ekki fékk að standa Tveir af þremur meðlimum síðasta þáttar Stúkunnar töldu að annar af aðstoðardómurum leiks KR og ÍA í Bestu deild karla hafi rænt Benóný Breka Andrésson marki. 2. september 2024 22:02
Gummi fékk olnbogaskot og kýldi Bödda: „Mér er svo misboðið“ „Þarna gerðust hlutir sem við eigum ekki að sjá,“ segir Guðmundur Benediktsson um átök þeirra Guðmundar Kristjánssonar og Böðvars Böðvarssonar í Kaplakrika í gær. Báðir eiga svo sannarlega skilið leikbann að mati Stúkunnar. 2. september 2024 11:02
Slagsmálin send til aganefndar Guðmundur Kristjánsson, leikmaður Stjörnunnar, og Böðvar Böðvarsson, leikmaður FH, geta átt von á leikbanni vegna högga sem þeir skiptust á í leik liðanna í Bestu deild karla í fótbolta í gær. 2. september 2024 15:46