Fundaði með ráðherrum vegna vopnaburðar ungmenna Elín Margrét Böðvarsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 3. september 2024 13:12 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri fundaði með ráðherrum ríkisstjórnar í morgun. Vísir/Vilhelm Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir nauðsynlegt að setja aukinn kraft í aðgerðir og forvarnir til að sporna gegn aukinni ofbeldishegðun og vopnaburði barna sem vart hefur orðið við að undanförnu. Sigríður fundaði með ráðherrum ríkisstjórnarinnar að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun þar sem kynntar voru tillögur að frekari aðgerðum til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin. Sautján ára stúlka lét lífið í stunguárás eftir Menningarnótt og tilkynningum um ungmenni með hnífa fjölgar ört. Tillögurnar eru komnar út frá langri vinnu innan embættisins en hún vildi ekki tjá sig um innihald þeirra. „Við erum sem sagt með langtímaáætlanir í gangi, aðgerðaáætlanir og upplýsingaskýrslur. En það sem við vorum að kynna hér í dag voru tillögur um það hvernig við getum skerpt á stöðunni eins og hún er núna og gert betur og sett aukinn þunga vegna þeirrar stöðu sem komin er upp, sérstaklega hér á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Sigríður Björk í samtali við fréttastofu að fundinum loknum. Bíða viðbragða ríkisstjórnarinnar Hún kvaðst þó ekki geta farið nákvæmlega yfir það hvað felst í þeim tillögum sem til umræðu voru. „Við kannski viljum ekki tjá okkur um það á þessari stundu, þetta er í meðferð núna hjá ráðherrunum þannig við bara sjáum hvað kemur út úr því. En við fórum yfir stöðuna eins og hún lítur út fyrir okkur og hvað við teljum að þurfi að gerast til þess að við getum gert betur,“ segir Sigríður. Aðspurð kvaðst hún ekki heldur geta rætt neinar tölur í sambandi við mögulegt aukið fjármagn og fjölgun lögreglumanna. „Við vorum bara að kynna þetta núna og við eigum eftir að fá viðbrögð við þeim. En ég held að þetta verði unnið hratt og vel og ætti að liggja fyrir fljótt,“ svaraði Sigríður. Þótt mikil umræða sé uppi um aðgerðir til að sporna við þróuninni nú, einkum í framhaldi af alvarlegri stunguárás á menningarnótt, segir Sigríður að mikil vinna hafi þegar staðið yfir um nokkurt skeið. Hún telur ekki að verið sé að grípa of seint til aðgerða, heldur þurfi að setja aukinn kraft í verkefnið sem er fyrir höndum. Skortur á vistunarúrræðum fyrir börn „Við höfum verið að stilla saman strengi, við höfum verið með að búa til aðgerðaáætlanir, við erum búin að ýta mjög mörgu úr vör. Og þessi vinna og samhæfing og samstarf er í gangi nú þegar. Það sem hins vegar hefur gerst er það að vegna alvarleika þeirra mála sem hafa komið upp að undanförnu þá þurfum við að setja aukinn kraft í þessi verkefni. Og það verður bara gert með samstilltu átaki, með þá með auknu fjármagni og með forgangsröðun verkefna,“ segir Sigríður. Þá segir hún mikilvægt að horfa með heildstæðum ætti á mál sem varða ofbeldisbrot ungmenna undir átján ára aldri. „Það þarf að horfa á þetta allt sem eina málsmeðferð í heild sinni. Til dæmis þarf að huga að vistun, þar sem það vantar í rauninni vistunarúrræði fyrir börn og það þarf að vera hægt að grípa til aðgerða sem að skila hraðar árangri,“ segir Sigríður. Lögreglumál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Innlent Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Erlent Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Innlent Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Innlent Sex taldir af eftir kafbátaslys Erlent Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Innlent Fleiri fréttir Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Sjá meira
Sautján ára stúlka lét lífið í stunguárás eftir Menningarnótt og tilkynningum um ungmenni með hnífa fjölgar ört. Tillögurnar eru komnar út frá langri vinnu innan embættisins en hún vildi ekki tjá sig um innihald þeirra. „Við erum sem sagt með langtímaáætlanir í gangi, aðgerðaáætlanir og upplýsingaskýrslur. En það sem við vorum að kynna hér í dag voru tillögur um það hvernig við getum skerpt á stöðunni eins og hún er núna og gert betur og sett aukinn þunga vegna þeirrar stöðu sem komin er upp, sérstaklega hér á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Sigríður Björk í samtali við fréttastofu að fundinum loknum. Bíða viðbragða ríkisstjórnarinnar Hún kvaðst þó ekki geta farið nákvæmlega yfir það hvað felst í þeim tillögum sem til umræðu voru. „Við kannski viljum ekki tjá okkur um það á þessari stundu, þetta er í meðferð núna hjá ráðherrunum þannig við bara sjáum hvað kemur út úr því. En við fórum yfir stöðuna eins og hún lítur út fyrir okkur og hvað við teljum að þurfi að gerast til þess að við getum gert betur,“ segir Sigríður. Aðspurð kvaðst hún ekki heldur geta rætt neinar tölur í sambandi við mögulegt aukið fjármagn og fjölgun lögreglumanna. „Við vorum bara að kynna þetta núna og við eigum eftir að fá viðbrögð við þeim. En ég held að þetta verði unnið hratt og vel og ætti að liggja fyrir fljótt,“ svaraði Sigríður. Þótt mikil umræða sé uppi um aðgerðir til að sporna við þróuninni nú, einkum í framhaldi af alvarlegri stunguárás á menningarnótt, segir Sigríður að mikil vinna hafi þegar staðið yfir um nokkurt skeið. Hún telur ekki að verið sé að grípa of seint til aðgerða, heldur þurfi að setja aukinn kraft í verkefnið sem er fyrir höndum. Skortur á vistunarúrræðum fyrir börn „Við höfum verið að stilla saman strengi, við höfum verið með að búa til aðgerðaáætlanir, við erum búin að ýta mjög mörgu úr vör. Og þessi vinna og samhæfing og samstarf er í gangi nú þegar. Það sem hins vegar hefur gerst er það að vegna alvarleika þeirra mála sem hafa komið upp að undanförnu þá þurfum við að setja aukinn kraft í þessi verkefni. Og það verður bara gert með samstilltu átaki, með þá með auknu fjármagni og með forgangsröðun verkefna,“ segir Sigríður. Þá segir hún mikilvægt að horfa með heildstæðum ætti á mál sem varða ofbeldisbrot ungmenna undir átján ára aldri. „Það þarf að horfa á þetta allt sem eina málsmeðferð í heild sinni. Til dæmis þarf að huga að vistun, þar sem það vantar í rauninni vistunarúrræði fyrir börn og það þarf að vera hægt að grípa til aðgerða sem að skila hraðar árangri,“ segir Sigríður.
Lögreglumál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Innlent Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Erlent Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Innlent Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Innlent Sex taldir af eftir kafbátaslys Erlent Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Innlent Fleiri fréttir Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Sjá meira