Fótbolti

Grátandi Suarez að kveðja lands­liðið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Suarez komst við er hann tilkynnti um ákvörðun sína.
Suarez komst við er hann tilkynnti um ákvörðun sína. vísir/getty

Það var tilfinningaþrungin stund þegar Luis Suarez tilkynnti að hann hefði leikið sinn síðasta leik fyrir Úrúgvæ.

Hinn 37 ára gamli Suarez átti erfitt með að halda aftur af tárunum er hann greindi frá ákvörðun sinni.

Kveðjuleikur hans verður komandi laugardag er Úrúgvæ spilar gegn Paragvæ í undankeppni HM.

Þessi magnaði framherji er markahæsti leikmaður í sögu þjóðarinnar. Hann hefur skorað 69 mörk í 142 landsleikjum. Fyrsti landsleikur hans var gegn Kólumbíu árið 2007.

„Ég er búinn að hugsa um þetta í talsverðan tíma og ég tel að tímapunkturinn sé réttur núna,“ sagði Suarez á blaðamannafundi.

„Ég vil vera afslappaður er ég spila minn síðasta leik með landsliðinu. Ég verð samt jafn spenntur að spila og ég var fyrsta leikinn árið 2007. Sá 19 ára strákur er nú orðinn fullorðinn en hann var alltaf til í að láta lífið fyrir liðið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×