„Ég ætla ekki að fara með þér niður í bæ ef þú ert með hníf“ Lovísa Arnardóttir skrifar 3. september 2024 15:01 Boðskapurinn er ríkur í samfélaginu. Enga hnífa. Vísir/Sigurjón Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir mikilvægt að skólasamfélag, heimilin og allt samfélagið komi að þjóðarátaki gegn vopnaburði og ofbeldi meðal ungmenna. Jafningjastuðningu sé einnig mikilvægur. Besta forvörnin fyrir ungmennin sé þó alltaf að ganga ekki með vopn á sér. Afleiðingarnar af því geti verið svo alvarlegar. „Það má líta á þetta sem faraldur en við verðum líka að mæta þessu með jafnaðargeði og vera tilbúin að mæta þessu og verða með einhverjar lausnir,“ segir Grímur um vopnaburð ungmenna og aukið ofbeldi þeirra á meðal. Hann ræddi þessi mál í Brennslunni á FM957 fyrr í dag. Hann segir alla verða að vera tilbúna til að takast á við þetta saman. Unglingana, foreldrana, skólasamfélagið og lögreglna. „Að eyða þessum vágesti í samfélaginu.“ Grímur segir að undanfarin ár hafi verið aukning í hnífaburði. Það séu fleiri mál þar sem lögreglan finnur hnífa en það hafi ekki verið ástæða afskipta lögreglunnar. „Við höfum haft áhyggjur af þessu og höfum bent á það. Þetta hljómar kannski einfalt þegar ég segi þetta, en ég heyri aðra segja þetta líka. Þetta er ákveðinn frasi en maður stingur engan ef maður er ekki með hníf.“ Grímur segir það þannig bestu forvörnin að vera ekki með hníf á sér. Hann segir ungmennin oft bera fyrir sig vopnaburð annarra þegar þau eru spurð hvers vegna þau séu með hníf. Ekki sé gott að segja hvort það tengist tölvuleikjum, samfélagsmiðlum eða öðru. „En fólk allavega ákveður að vera með hnífa sér til varnar. Það er það sem flestir segja. Það er það sem við þurfum að tækla. Við eigum ekki að vera með hnífa okkur til varnar. Við verðum að leysa úr málunum öðruvísi. Vegna þess að hnífurinn er þannig apparat að hann getur verið þess valdandi að einhver lætur lífið. Það er það sem við þurfum að passa.“ Ætla að sekta fyrir vopnaburð Hann segir ungt fólk ekki endilega gera sér grein fyrir áhrifunum. Auk þess sé ólöglegt að bera hníf og að lögreglan ætli sér að sekta fyrir það en í lögum er heimild til sekta auk þess sem vopnaburður geti haft í för með sér fangelsisdóm. „Það er partur af lausninni þó að við verðum að átta okkur á því að við munum ekki vinna þetta „stríð“ með því að sekta fyrir vopnaburð. Það er ekki eina ráðið en við munum beita því líka.“ Grímur segir þörf á auknum forvörnum og lögreglan hafi unnið að því síðustu ár að auka samfélagslögreglu við bæði krakka og aðra samfélagshópa sem eiga ekki eins auðvelt með að fá samtal. Auk þess sé jafningjaþrýstingur mikilvægur. Það skipti máli hvernig félagar manns taki því sem maður er að gera. „Það er grundvallaratriði að taki ábyrgð og segi: „Ég ætla ekki með þér niður í bæ ef þú ert með hníf“. Vegna þess að það er hættulegt og ólöglegt.“ Ekki einkamál lögreglu Grímur segir þetta ekki einkamál lögreglunnar. Það þurfi fleiri að koma að eins og heimilin, skólarnir og félagsmiðstöðvar. Samfélagið allt þurfi að vera vakandi við því hvað börn eru að gera, hvern þau eiga í samskiptum við og hvernig þau fari fram. Grímur tekur dæmi um slagsmál ungmenna. Þau séu að hittast á skipulögðum hittingum þar sem þau sláist og það sé tekið upp og svo dreift á samfélagsmiðla. „Það er einhver sem er niðurlægður. Þetta er eitthvað sem krakkar hafi verið að gera og við höfum verið að reyna að taka á. Þetta minnkaði en þetta er ákaflega leiðinlegur og ljótur siður,“ segir Grímur og að foreldrar og aðrir þurfi að geta leiðbeint börnum í gegnum til dæmis þetta. Hann segir lögregluna munu taka þátt í þjóðarátaki sem stjórnvöld hafi boðið um þessi mál en að það þurfi allir að taka þátt. Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Réttindi barna Lögreglumál Lögreglan Brennslan Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Tengdar fréttir Mega ekki leita að vopnum í töskum og fatnaði barnanna Vopnaburður grunnskólabarna og unglinga hefur aukist á síðustu árum segir formaður Skólastjórafélags Íslands. Enn uggvænlegri þróun hafi orðið nýlega í þá átt að ungmenni eru farin að beita vopnunum. Samfélagið sé komið á alvarlegan stað og nú þurfi að spyrna við fótum. 2. september 2024 20:00 Samfélagið einkennist af spennu sem brýst út í ofbeldi „Ég man í mínu ungdæmi, við strákarnir vorum með hnífa. Við vorum með dálka, meira að segja mjög hættulega dálka. Fengum þetta frá foreldrum í afmælisgjöf eða eitthvað slíkt. Það er ekkert nýtt að það séu hnífar í umhverfi okkar. Notuðum þá til að tálga og gera alls konar hluti en það hvarflaði ekki að okkur að beina þessu gegn öðrum. Þar er ákveðin breyting sem hefur átt sér stað.“ 2. september 2024 18:38 Vopnaburður ungmenna ekki nýr af nálinni Formaður skólastjórafélags Íslands segir ekki nýtt af nálinni að börn og ungmenni gangi um með vopn. Það sem hafi breyst sé vilji þeirra til að beita þeim. Rætt verður við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2. 2. september 2024 18:12 Dyraverðir vilja fá að nota handjárn: „Það er orðið svo mikið ofbeldi niðri í bæ“ Dyraverðir kalla eftir því að fá heimild til að nota handjárn í þágu aukins öryggis. Dyravörður sem stendur fyrir undirskriftasöfnun þess efnis segir aukið ofbeldi í miðborginni kalla á breytingar á lögum sem heimili dyravörðum, með skilyrðum, að bera og beita handjárnum. Sjálfur hafi hann í tvígang lent í því á undanförnum mánuðum að ráðist var að honum með eggvopni. 2. september 2024 16:01 Útskýrir hvers vegna hann mætti með hníf í skólann Landsliðsmarkvörður í handbolta lýsir því að hafa verið ungi strákurinn sem mætti með hníf í skólann á sínum tíma. Honum hafi liðið eins og allir í kringum sig gengju með hnífa og því gripið einn sjálfur. Þá líkt og nú hlusti enginn á börnin sem umfram allt þurfi að umvefja ást. 2. september 2024 14:36 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
„Það má líta á þetta sem faraldur en við verðum líka að mæta þessu með jafnaðargeði og vera tilbúin að mæta þessu og verða með einhverjar lausnir,“ segir Grímur um vopnaburð ungmenna og aukið ofbeldi þeirra á meðal. Hann ræddi þessi mál í Brennslunni á FM957 fyrr í dag. Hann segir alla verða að vera tilbúna til að takast á við þetta saman. Unglingana, foreldrana, skólasamfélagið og lögreglna. „Að eyða þessum vágesti í samfélaginu.“ Grímur segir að undanfarin ár hafi verið aukning í hnífaburði. Það séu fleiri mál þar sem lögreglan finnur hnífa en það hafi ekki verið ástæða afskipta lögreglunnar. „Við höfum haft áhyggjur af þessu og höfum bent á það. Þetta hljómar kannski einfalt þegar ég segi þetta, en ég heyri aðra segja þetta líka. Þetta er ákveðinn frasi en maður stingur engan ef maður er ekki með hníf.“ Grímur segir það þannig bestu forvörnin að vera ekki með hníf á sér. Hann segir ungmennin oft bera fyrir sig vopnaburð annarra þegar þau eru spurð hvers vegna þau séu með hníf. Ekki sé gott að segja hvort það tengist tölvuleikjum, samfélagsmiðlum eða öðru. „En fólk allavega ákveður að vera með hnífa sér til varnar. Það er það sem flestir segja. Það er það sem við þurfum að tækla. Við eigum ekki að vera með hnífa okkur til varnar. Við verðum að leysa úr málunum öðruvísi. Vegna þess að hnífurinn er þannig apparat að hann getur verið þess valdandi að einhver lætur lífið. Það er það sem við þurfum að passa.“ Ætla að sekta fyrir vopnaburð Hann segir ungt fólk ekki endilega gera sér grein fyrir áhrifunum. Auk þess sé ólöglegt að bera hníf og að lögreglan ætli sér að sekta fyrir það en í lögum er heimild til sekta auk þess sem vopnaburður geti haft í för með sér fangelsisdóm. „Það er partur af lausninni þó að við verðum að átta okkur á því að við munum ekki vinna þetta „stríð“ með því að sekta fyrir vopnaburð. Það er ekki eina ráðið en við munum beita því líka.“ Grímur segir þörf á auknum forvörnum og lögreglan hafi unnið að því síðustu ár að auka samfélagslögreglu við bæði krakka og aðra samfélagshópa sem eiga ekki eins auðvelt með að fá samtal. Auk þess sé jafningjaþrýstingur mikilvægur. Það skipti máli hvernig félagar manns taki því sem maður er að gera. „Það er grundvallaratriði að taki ábyrgð og segi: „Ég ætla ekki með þér niður í bæ ef þú ert með hníf“. Vegna þess að það er hættulegt og ólöglegt.“ Ekki einkamál lögreglu Grímur segir þetta ekki einkamál lögreglunnar. Það þurfi fleiri að koma að eins og heimilin, skólarnir og félagsmiðstöðvar. Samfélagið allt þurfi að vera vakandi við því hvað börn eru að gera, hvern þau eiga í samskiptum við og hvernig þau fari fram. Grímur tekur dæmi um slagsmál ungmenna. Þau séu að hittast á skipulögðum hittingum þar sem þau sláist og það sé tekið upp og svo dreift á samfélagsmiðla. „Það er einhver sem er niðurlægður. Þetta er eitthvað sem krakkar hafi verið að gera og við höfum verið að reyna að taka á. Þetta minnkaði en þetta er ákaflega leiðinlegur og ljótur siður,“ segir Grímur og að foreldrar og aðrir þurfi að geta leiðbeint börnum í gegnum til dæmis þetta. Hann segir lögregluna munu taka þátt í þjóðarátaki sem stjórnvöld hafi boðið um þessi mál en að það þurfi allir að taka þátt.
Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Réttindi barna Lögreglumál Lögreglan Brennslan Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Tengdar fréttir Mega ekki leita að vopnum í töskum og fatnaði barnanna Vopnaburður grunnskólabarna og unglinga hefur aukist á síðustu árum segir formaður Skólastjórafélags Íslands. Enn uggvænlegri þróun hafi orðið nýlega í þá átt að ungmenni eru farin að beita vopnunum. Samfélagið sé komið á alvarlegan stað og nú þurfi að spyrna við fótum. 2. september 2024 20:00 Samfélagið einkennist af spennu sem brýst út í ofbeldi „Ég man í mínu ungdæmi, við strákarnir vorum með hnífa. Við vorum með dálka, meira að segja mjög hættulega dálka. Fengum þetta frá foreldrum í afmælisgjöf eða eitthvað slíkt. Það er ekkert nýtt að það séu hnífar í umhverfi okkar. Notuðum þá til að tálga og gera alls konar hluti en það hvarflaði ekki að okkur að beina þessu gegn öðrum. Þar er ákveðin breyting sem hefur átt sér stað.“ 2. september 2024 18:38 Vopnaburður ungmenna ekki nýr af nálinni Formaður skólastjórafélags Íslands segir ekki nýtt af nálinni að börn og ungmenni gangi um með vopn. Það sem hafi breyst sé vilji þeirra til að beita þeim. Rætt verður við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2. 2. september 2024 18:12 Dyraverðir vilja fá að nota handjárn: „Það er orðið svo mikið ofbeldi niðri í bæ“ Dyraverðir kalla eftir því að fá heimild til að nota handjárn í þágu aukins öryggis. Dyravörður sem stendur fyrir undirskriftasöfnun þess efnis segir aukið ofbeldi í miðborginni kalla á breytingar á lögum sem heimili dyravörðum, með skilyrðum, að bera og beita handjárnum. Sjálfur hafi hann í tvígang lent í því á undanförnum mánuðum að ráðist var að honum með eggvopni. 2. september 2024 16:01 Útskýrir hvers vegna hann mætti með hníf í skólann Landsliðsmarkvörður í handbolta lýsir því að hafa verið ungi strákurinn sem mætti með hníf í skólann á sínum tíma. Honum hafi liðið eins og allir í kringum sig gengju með hnífa og því gripið einn sjálfur. Þá líkt og nú hlusti enginn á börnin sem umfram allt þurfi að umvefja ást. 2. september 2024 14:36 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Mega ekki leita að vopnum í töskum og fatnaði barnanna Vopnaburður grunnskólabarna og unglinga hefur aukist á síðustu árum segir formaður Skólastjórafélags Íslands. Enn uggvænlegri þróun hafi orðið nýlega í þá átt að ungmenni eru farin að beita vopnunum. Samfélagið sé komið á alvarlegan stað og nú þurfi að spyrna við fótum. 2. september 2024 20:00
Samfélagið einkennist af spennu sem brýst út í ofbeldi „Ég man í mínu ungdæmi, við strákarnir vorum með hnífa. Við vorum með dálka, meira að segja mjög hættulega dálka. Fengum þetta frá foreldrum í afmælisgjöf eða eitthvað slíkt. Það er ekkert nýtt að það séu hnífar í umhverfi okkar. Notuðum þá til að tálga og gera alls konar hluti en það hvarflaði ekki að okkur að beina þessu gegn öðrum. Þar er ákveðin breyting sem hefur átt sér stað.“ 2. september 2024 18:38
Vopnaburður ungmenna ekki nýr af nálinni Formaður skólastjórafélags Íslands segir ekki nýtt af nálinni að börn og ungmenni gangi um með vopn. Það sem hafi breyst sé vilji þeirra til að beita þeim. Rætt verður við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2. 2. september 2024 18:12
Dyraverðir vilja fá að nota handjárn: „Það er orðið svo mikið ofbeldi niðri í bæ“ Dyraverðir kalla eftir því að fá heimild til að nota handjárn í þágu aukins öryggis. Dyravörður sem stendur fyrir undirskriftasöfnun þess efnis segir aukið ofbeldi í miðborginni kalla á breytingar á lögum sem heimili dyravörðum, með skilyrðum, að bera og beita handjárnum. Sjálfur hafi hann í tvígang lent í því á undanförnum mánuðum að ráðist var að honum með eggvopni. 2. september 2024 16:01
Útskýrir hvers vegna hann mætti með hníf í skólann Landsliðsmarkvörður í handbolta lýsir því að hafa verið ungi strákurinn sem mætti með hníf í skólann á sínum tíma. Honum hafi liðið eins og allir í kringum sig gengju með hnífa og því gripið einn sjálfur. Þá líkt og nú hlusti enginn á börnin sem umfram allt þurfi að umvefja ást. 2. september 2024 14:36