Helen Óttars í herferð Juicy Couture Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 4. september 2024 07:03 Fyrirsætan Helen Óttars er í ýmsum spennandi verkefnum erlendis. Aðsend Fyrirsætan Helen Óttarsdóttir er búsett í London og hefur unnið að ýmsum spennandi verkefnum í tískuheiminum. Hún sat nýverið fyrir skvísumerkið Juicy Couture og stefnir jafnvel á bandarískan markað á næstunni. Blaðamaður tók púlsinn á henni. Helen segir að prufuferlið fyrir herferðir sé gjarnan frekar hefðbundið en hún er með umboðsmann sem sér um að bóka prufur fyrir hana. „Umboðsmaðurinn minn (e. agent) stillti upp þessari prufu fyrir Juicy Couture. Ásamt því að mæta með hreint hár og náttúrulega förðun var reyndar sérstaklega óskað eftir sterkum persónuleika, meira að segja skrifað í hástöfum fylgdum með fjórum upphrópunarmerkjum, sem er svona heldur óeðlilegt en vissulega í takt við brandið.“ Helen fyrir Juicy Couture.Juicy Couture Juicy Couture sérhæfir sig í svolítið goðsagnakenndum kósý göllum og varð sérstaklega vinsælt í kringum aldamótin. Stórstjörnur á borð við Paris Hilton og Britney Spears sáust oftar en ekki skarta slíkum göllum úr velúr efni í alls kyns litum. Helen á setti í bleikum Juicy Couture buxum.Aðsend Aðspurð hvort hún sé almennt aðdáandi Juicy Couture segir Helen: „Sko svona já og nei, þetta er að sjálfsögðu „iconic“ merki og ég man eftir því að hafa verið mjög lítil og þráð ekkert heitar en að fá gallann með juicy á rassinum, sem ég virðist svo hafa fengið í gegn. En ég veit samt ekki hvort þetta sé endilega lúkk sem ég er að vinna með í dag.“ Þriggja ára gömul Helen í Juicy galla á LAX flugvellinum í Los Angeles.Aðsend Helen er búsett í Hackney í Austur London. „Það er lang skemmtilegasta hverfið í london að mínu mati. Daglegt líf er svo alls konar. Ég reyni að fara í ræktina flesta morgna og svo annað hvort er ég að fara í prufur (e. castings) á daginn eða verkefni í London eða annars staðar í Evrópu svo það er svo sem ekki mikil rútína. Svo er ég líka að vinna hjá framleiðslufyrirtæki hérna í London svo ef ég er í „módelfríi“ þá er ég á skrifstofunni.“ Helen fer í ýmsar prufur og ferðast sömuleiðis mikið.Aðsend Fyrirsætustarfið felur í sér ýmsar prufur og ferðast Helen mikið sökum starfs síns. „Flest verkefni eru bókuð eftir að maður hittir kúnnann í castingi, það er frekar óalgengt að þú sért bókaður án þess allavega svona fyrst um sinn. Svo er ótrúlega næs þegar maður er farinn að vinna með sama fólkinu aftur og aftur í svona stórborg, þá er kominn aðeins meiri heimafílingur.“ Helen elskar að vinna aftur með sama fólkinu, þá myndist svolítill heimafílingur.Aðsend Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá Helen. „Það er alltaf nóg að gera. Ég er á leiðinni til Svíþjóðar núna í nokkra daga, svo til Manchester og svo aftur til London. Svo vill móður-agentinn minn að ég fari svo að skoða Ameríkumarkaðinn bráðlega, New York eða Los Angeles,“ segir Helen að lokum. View this post on Instagram A post shared by Helen Málfríður Óttarsdóttir (@helenottars) Tíska og hönnun Íslendingar erlendis Bretland Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Helen segir að prufuferlið fyrir herferðir sé gjarnan frekar hefðbundið en hún er með umboðsmann sem sér um að bóka prufur fyrir hana. „Umboðsmaðurinn minn (e. agent) stillti upp þessari prufu fyrir Juicy Couture. Ásamt því að mæta með hreint hár og náttúrulega förðun var reyndar sérstaklega óskað eftir sterkum persónuleika, meira að segja skrifað í hástöfum fylgdum með fjórum upphrópunarmerkjum, sem er svona heldur óeðlilegt en vissulega í takt við brandið.“ Helen fyrir Juicy Couture.Juicy Couture Juicy Couture sérhæfir sig í svolítið goðsagnakenndum kósý göllum og varð sérstaklega vinsælt í kringum aldamótin. Stórstjörnur á borð við Paris Hilton og Britney Spears sáust oftar en ekki skarta slíkum göllum úr velúr efni í alls kyns litum. Helen á setti í bleikum Juicy Couture buxum.Aðsend Aðspurð hvort hún sé almennt aðdáandi Juicy Couture segir Helen: „Sko svona já og nei, þetta er að sjálfsögðu „iconic“ merki og ég man eftir því að hafa verið mjög lítil og þráð ekkert heitar en að fá gallann með juicy á rassinum, sem ég virðist svo hafa fengið í gegn. En ég veit samt ekki hvort þetta sé endilega lúkk sem ég er að vinna með í dag.“ Þriggja ára gömul Helen í Juicy galla á LAX flugvellinum í Los Angeles.Aðsend Helen er búsett í Hackney í Austur London. „Það er lang skemmtilegasta hverfið í london að mínu mati. Daglegt líf er svo alls konar. Ég reyni að fara í ræktina flesta morgna og svo annað hvort er ég að fara í prufur (e. castings) á daginn eða verkefni í London eða annars staðar í Evrópu svo það er svo sem ekki mikil rútína. Svo er ég líka að vinna hjá framleiðslufyrirtæki hérna í London svo ef ég er í „módelfríi“ þá er ég á skrifstofunni.“ Helen fer í ýmsar prufur og ferðast sömuleiðis mikið.Aðsend Fyrirsætustarfið felur í sér ýmsar prufur og ferðast Helen mikið sökum starfs síns. „Flest verkefni eru bókuð eftir að maður hittir kúnnann í castingi, það er frekar óalgengt að þú sért bókaður án þess allavega svona fyrst um sinn. Svo er ótrúlega næs þegar maður er farinn að vinna með sama fólkinu aftur og aftur í svona stórborg, þá er kominn aðeins meiri heimafílingur.“ Helen elskar að vinna aftur með sama fólkinu, þá myndist svolítill heimafílingur.Aðsend Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá Helen. „Það er alltaf nóg að gera. Ég er á leiðinni til Svíþjóðar núna í nokkra daga, svo til Manchester og svo aftur til London. Svo vill móður-agentinn minn að ég fari svo að skoða Ameríkumarkaðinn bráðlega, New York eða Los Angeles,“ segir Helen að lokum. View this post on Instagram A post shared by Helen Málfríður Óttarsdóttir (@helenottars)
Tíska og hönnun Íslendingar erlendis Bretland Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira